Erlent

Hundrað færri fórnarlömb í Srí Lanka en talið var

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Röð sprengjuárása var gerð í Srí Lanka á sunnudag.
Röð sprengjuárása var gerð í Srí Lanka á sunnudag. Getty/Carl Court
Yfirvöld í Srí Lanka hafa tilkynnt að hundrað færri létust en upphaflega var talið. Heilbrigðisráðuneyti landsins hefur nú birt að 253 hafi látist í árásunum. Mistökum í útreikningum hefur verið kennt um fyrir röngu upplýsingarnar.

Sjálfsvígsárásunum var beint að kirkjum og hótelum á Colombo svæðinu og Batticaloa borg í austurhluta landsins. Yfirvöld segja meira en 500 manns hafa særst.

Flestir þeirra sem létust voru íbúar Srí Lanka en nokkrir tugir einstaklinga frá öðrum ríkjum féllu í árásinni. Talið er að sjálfsvígsárásarmennirnir hafi verið níu talsins.


Tengdar fréttir

Viðurkenna mistök sín

Að minnsta kosti 359 fórust í árásunum og rúmlega fimm hundruð særðust.

Myndskeið af árásarmanni birt

Myndskeið hefur verið birt sem sýnir mann sem talinn er hafa sprengt eitt hótelanna í Srí Lanka, fyrir utan Tropical Inn hótelið í Dehiwala rétt áður en sprengingin varð.

Tala látinna í Srí Lanka fer enn hækkandi

Forseti Srí Lanka heitir því að yfirfara allar öryggisráðstafanir í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag. Tala látinna er nú komin í 359 og rúmlega 500 eru særð.

Fjörutíu handteknir á Srí Lanka

Fjörutíu voru handteknir á Srí Lanka í nótt eftir að neyðarástand tók þar gildi og lögregla reynir að hafa hendur í hári þeirra sem skipulögðu sprengjuárásirnar í landinu um páskana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×