Lífið

Eyðilagði Avengers fyrir samstarfsfélögum sínum í fréttum vikunnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aron gerir þetta skemmtilega að þessu sinni.
Aron gerir þetta skemmtilega að þessu sinni.
Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, fer yfir helstu fréttir vikunnar hjá Útvarp 101.

Aron tekur meðal annars fyrir myndina Avengers: Endgame sem var frumsýnd í gærkvöldi og fer yfir tilfinningaþrungna bíóferð sína þar sem hann segist hafa grátið oftar en einu sinni.

Aron lætur síðan mikilvægar upplýsingar um söguþráð myndarinnar flakka. Búið er að setja hljóð yfir það í myndbandinu en samstarfsfélagar Arons sem eru með honum í myndverinu kunna honum litlar þakkir fyrir þar sem þeir eru ekki búnir að sjá myndina.

Einnig fjallar hann um nýjasta forsetaefni demókrata til forsetakosninga í Bandaríkjunum árið 2020. Það er enginn annar en fyrrverandi varaforseti Barack Obama, Joe Biden. Þetta er ekki hans fyrsta framboð en hann gerði einnig atlögu árin 1988 og 2008.

Þá ræðir hann sunnudagsmessu Kanye West á Coachella, kvikmyndina Hvítur, hvítur dagur og nýja plötu Joey Christ, Joey 2, sem aðdáendur hafa beðið óþreyjufullir eftir.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.