Stuðningur við sjálfstæði Skotlands mælist sá mesti í fjögur ár í nýrri skoðanakönnun Yougov sem birt var í dag. Tæpur helmingur segist nú fylgjandi sjálfstæði og tengist það óánægju Skota með yfirvofandi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.
Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, hefur boðað aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði áður en kjörtímabili hennar lýkur árið 2021 en Skotar höfnuðu því með 55% atkvæða gegn 45% árið 2015.
Könnun Yougov sýnir að stuðningur við sjálfstæði hefur aukist úr 45% í 49% frá því að fyrirtækið spurði spurningarinnar síðast í júní í fyrra. Engu að síður töldu 53% að ekki ætti að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu innan fimm ára.
Reuters-fréttastofan segir að hægt sé að rekja aukinn stuðning við sjálfstæði til skoskra kjósenda sem vilja vera um kyrrt í Evrópusambandinu. Meirihluti Skota hafnaði útgöngunni í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016.
Tæplega helmingur Skota styður sjálfstæði

Tengdar fréttir

Vilja aðra atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland
Skotar munu undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði frá Bretlandi fyrir maí 2021 hvort sem stjórnvöld í Lundúnum gefa leyfi fyrir slíku eður ei.