Baðst fyrirgefningar á Facebook eftir morðið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. apríl 2019 18:45 Frá aðgerðum í Mehamn í morgun. Mennirnir sem grunaðir eru um verknaðinn voru samvinnuþýðir að sögn lögreglunnar. VG/Skjáskot Fertugur íslenskur karlmaður var skotinn til bana í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi í morgun. Norska lögreglan handtók tvo Íslendinga vegna morðsins en allir Íslendingarnir eru búsettir á svæðinu. Talsmaður lögreglunnar segir að um harmleik sé að ræða sem skekið hafi samfélagið. Lögreglunni í Mehamn barst tilkynning um að maður hefði verið skotinn um klukkan hálf sex í morgun í húsi í miðbæ Mehamn í norður Noregi. Reynt var að endurlífga manninn og veita honum skyndihjálp en þær tilraunir báru ekki árangur. „Við fundum mann, Íslending. Hann dó skömmu síðar. Þeir sem gerðu þetta, við vitum ekki hve margir þeir eru, þeir voru farnir úr húsinu í Mehamn,“ segir Tarjei Leinan Mathiesen, talsmaður lögreglunnar í Norður-Noregi, í samtali við fréttastofu. „Um hálftíma síðar fengum við skilaboð um að bíll hefði farið út af veginum á stað sem heitir Gamvik sem er 15 kílómetra frá Mehamn. Þaðan var hringt í lögregluna og eftir smá tíma fundum við tvo menn, sem báðir eru frá Íslandi. Þeir komu út úr húsinu eftir að lögreglan talaði við þá. Þeir lögðust á jörðina, það var engin dramatík í kringum það og við fluttum þá í fangelsið.“Annar mannanna sem grunaður er um borðið birti þessa færslu á Facebook-síðu sinni eftir morðið. Búið er að fjarlægja allar persónugreinanlegar upplýsingar.Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru hinn látni og annar hinna handteknu hálfbræður en hinir handteknu eru þrjátíu og fimm ára og þrjátíu og tveggja. Annar þeirra sem hefur verið handtekinn birti færslu á Facebook í morgun þar sem hann tjáir sig um verknaðinn og biður aðstandendur sína fyrirgefningar. Tarjeij Leinan segir að mennirnir hafi ekki verið yfirheyrðir ennþá en þeir hafa báðir verið sakaðir um morðið. „Við höfum ekki enn talað við þá. Við erum að vinna í því að tala við þá í dag eða kannski í fyrramálið,“ segir Leinan.Vel liðnir í bænum Um þrjátíu Íslendingar eru búsettir í Mehamn og Gamvik og í samtali við einn þeirra kom fram að samfélagið væri harmi slegið vegna morðsins. Íbúum hefur verið boðið áfallahjálp og bænastund var haldinn í kirkjunni í Mehamn. Tarjeij tekur undir þetta og segir að samfélagið sé skekið vegna málsins. Hann segir að hópur lögreglumanna, áfallateymi, læknar og prestur hafi unnið við málið í allan dag. Íslendingarnir sem eru 30 á svæðinu séu vel liðnir og hluti af samfelaginu. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Íslendingur skotinn til bana í Noregi Tveir menn hafa verið handteknir vegna dauða þess þriðja. Þeir eru allir sagðir íslenskir. 27. apríl 2019 13:56 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Fertugur íslenskur karlmaður var skotinn til bana í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi í morgun. Norska lögreglan handtók tvo Íslendinga vegna morðsins en allir Íslendingarnir eru búsettir á svæðinu. Talsmaður lögreglunnar segir að um harmleik sé að ræða sem skekið hafi samfélagið. Lögreglunni í Mehamn barst tilkynning um að maður hefði verið skotinn um klukkan hálf sex í morgun í húsi í miðbæ Mehamn í norður Noregi. Reynt var að endurlífga manninn og veita honum skyndihjálp en þær tilraunir báru ekki árangur. „Við fundum mann, Íslending. Hann dó skömmu síðar. Þeir sem gerðu þetta, við vitum ekki hve margir þeir eru, þeir voru farnir úr húsinu í Mehamn,“ segir Tarjei Leinan Mathiesen, talsmaður lögreglunnar í Norður-Noregi, í samtali við fréttastofu. „Um hálftíma síðar fengum við skilaboð um að bíll hefði farið út af veginum á stað sem heitir Gamvik sem er 15 kílómetra frá Mehamn. Þaðan var hringt í lögregluna og eftir smá tíma fundum við tvo menn, sem báðir eru frá Íslandi. Þeir komu út úr húsinu eftir að lögreglan talaði við þá. Þeir lögðust á jörðina, það var engin dramatík í kringum það og við fluttum þá í fangelsið.“Annar mannanna sem grunaður er um borðið birti þessa færslu á Facebook-síðu sinni eftir morðið. Búið er að fjarlægja allar persónugreinanlegar upplýsingar.Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru hinn látni og annar hinna handteknu hálfbræður en hinir handteknu eru þrjátíu og fimm ára og þrjátíu og tveggja. Annar þeirra sem hefur verið handtekinn birti færslu á Facebook í morgun þar sem hann tjáir sig um verknaðinn og biður aðstandendur sína fyrirgefningar. Tarjeij Leinan segir að mennirnir hafi ekki verið yfirheyrðir ennþá en þeir hafa báðir verið sakaðir um morðið. „Við höfum ekki enn talað við þá. Við erum að vinna í því að tala við þá í dag eða kannski í fyrramálið,“ segir Leinan.Vel liðnir í bænum Um þrjátíu Íslendingar eru búsettir í Mehamn og Gamvik og í samtali við einn þeirra kom fram að samfélagið væri harmi slegið vegna morðsins. Íbúum hefur verið boðið áfallahjálp og bænastund var haldinn í kirkjunni í Mehamn. Tarjeij tekur undir þetta og segir að samfélagið sé skekið vegna málsins. Hann segir að hópur lögreglumanna, áfallateymi, læknar og prestur hafi unnið við málið í allan dag. Íslendingarnir sem eru 30 á svæðinu séu vel liðnir og hluti af samfelaginu.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Íslendingur skotinn til bana í Noregi Tveir menn hafa verið handteknir vegna dauða þess þriðja. Þeir eru allir sagðir íslenskir. 27. apríl 2019 13:56 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Íslendingur skotinn til bana í Noregi Tveir menn hafa verið handteknir vegna dauða þess þriðja. Þeir eru allir sagðir íslenskir. 27. apríl 2019 13:56