Hólmfríður í Selfoss Anton Ingi Leifsson skrifar 27. apríl 2019 21:58 Hólmfríður handsalar samninginn. mynd/selfoss Hólmfríður Magnúsdóttir snýr aftur í Pepsi Max-deild kvenna næsta sumar en hún hefur skrifað undir eins árs samning við Selfoss. Hólmfríður var í fæðingarorlofi síðasta sumar en lék sumarið þar á undan með KR eftir að hafa verið þar áður í atvinnumennsku hjá Avaldsnes, Kristianstad og Philadelphia Independence. „Ég ætlaði ekki að spila fótbolta í sumar, en þegar grasið fór að grænka þá fór mig að kitla í tærnar og ég fór að íhuga þetta fyrir tveimur vikum síðan. Ég finn að áhuginn er enn fyrir hendi þannig að ég er ekki tilbúin til að hætta strax,“ sagði Hólmfríður við heimasíðu Selfoss. „Ég ákvað bara að njóta þess að vera í fæðingarorlofi og er búin að ferðast mikið. Ég byrjaði að æfa sjálf í byrjun apríl en mun byggja mig hægt og rólega upp í samráði við Alfreð þjálfara.“ Hólmfríður er ein leikjahæsta knattspyrnukona landsins en hún er í öðru til þriðja sæti yfir leikjahæstu knattspyrnukonurnar með 286 leiki. „Ég er ekkert að stressa mig en á meðan ég er að byggja mig upp þá get ég nýtt reynsluna mína og gefið af henni til ungu stelpnanna. Þetta er ungur hópur og það eru margar efnilegar stelpur hérna,“ bætti Hólmfríður við. „Ég er mjög spennt fyrir þessu. Ég er bara búin að mæta á eina æfingu en mér finnst hópurinn flottur. Ég á heima hérna á Selfossi og þetta hentar mér vel. Það eru spennandi tímar framundan og vonandi næ ég að setja inn eitt eða tvö mörk seinna í sumar.“ Pepsi Max-deild kvenna hefst um næstu helgi. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir snýr aftur í Pepsi Max-deild kvenna næsta sumar en hún hefur skrifað undir eins árs samning við Selfoss. Hólmfríður var í fæðingarorlofi síðasta sumar en lék sumarið þar á undan með KR eftir að hafa verið þar áður í atvinnumennsku hjá Avaldsnes, Kristianstad og Philadelphia Independence. „Ég ætlaði ekki að spila fótbolta í sumar, en þegar grasið fór að grænka þá fór mig að kitla í tærnar og ég fór að íhuga þetta fyrir tveimur vikum síðan. Ég finn að áhuginn er enn fyrir hendi þannig að ég er ekki tilbúin til að hætta strax,“ sagði Hólmfríður við heimasíðu Selfoss. „Ég ákvað bara að njóta þess að vera í fæðingarorlofi og er búin að ferðast mikið. Ég byrjaði að æfa sjálf í byrjun apríl en mun byggja mig hægt og rólega upp í samráði við Alfreð þjálfara.“ Hólmfríður er ein leikjahæsta knattspyrnukona landsins en hún er í öðru til þriðja sæti yfir leikjahæstu knattspyrnukonurnar með 286 leiki. „Ég er ekkert að stressa mig en á meðan ég er að byggja mig upp þá get ég nýtt reynsluna mína og gefið af henni til ungu stelpnanna. Þetta er ungur hópur og það eru margar efnilegar stelpur hérna,“ bætti Hólmfríður við. „Ég er mjög spennt fyrir þessu. Ég er bara búin að mæta á eina æfingu en mér finnst hópurinn flottur. Ég á heima hérna á Selfossi og þetta hentar mér vel. Það eru spennandi tímar framundan og vonandi næ ég að setja inn eitt eða tvö mörk seinna í sumar.“ Pepsi Max-deild kvenna hefst um næstu helgi.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira