Ný akleið opnast milli Mývatns og Húsavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 27. apríl 2019 22:45 Þeistareykjavegur, milli Húsavíkur og gatnamóta á Hólasandi, verður alls 47 kílómetra langur. Grafík/Guðmundur Björnsson. Landsvirkjun er að hefja lagningu sautján kílómetra heilsársvegar sem tengja mun Þeistareyki og Mývatnssveit. Þetta verður ein stærsta vegagerð ársins og mun opna áhugaverða hringleið fyrir ferðamenn um stórbrotið svæði. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Vegna smíði Þeistareykjavirkjunar var hafist handa við lagningu nýs vegar milli Húsavíkur og Þeistareykja fyrir sex árum en þar með fengu vegfarendur uppbyggðan veg með bundnu slitlagi í stað jeppaslóða.Frá lagningu Þeistareykjavegar nyrðri haustið 2014. Húsavík sést til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En þetta var bara fyrri áfanginn því núna ráðgerir Landsvirkjun að hefja framkvæmdir í sumar við síðari áfangann; sem er að tengja Þeistareyki við Mývatnssvæðið. Þeistareykjavegur nyrðri, milli Húsavíkur og Þeistareykja, er um þrjátíu kílómetra langur en síðari áfanginn, Þeistareykjavegur syðri, milli Þeistareykja og þjóðvegarins á Hólasandi, verður sautján kílómetra langur. Níu tilboð bárust í lagningu Þeistareykjavegar syðri.Grafík/Guðmundur Björnsson.Þegar tilboð voru opnuð í verkið hjá Landsvirkjun í síðasta mánuði reyndist Árni Helgason ehf. eiga lægsta boð, upp á 455 milljónir króna, sem var 90 prósent af 504 milljóna króna kostnaðaráætlun. Alls bárust níu tilboð og reyndust tvö þeirra undir kostnaðaráætlun, en samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar er nú unnið að gerð samnings við lægstbjóðanda, Árna Helgason. Markmið fyrirtækisins með vegagerðinni er að auðvelda samrekstur jarðgufuvirkjana í Þingeyjarsýslum með því að koma á heilsárstengingu milli Þeistareykja og Kröfluvirkjunar. Þannig styttist leiðin milli Þeistareykja og Mývatns úr 94 kílómetrum niður í 36 kílómetra.Frá Þeistareykjum. Gamla bæjarstæðið og gangnamannaskálinn eru við hverasvæðið undir Bæjarfjalli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Um leið opnast spennandi hringleið fyrir ferðamenn inn á stórbrotið svæði, og ekki bara með borholur og gufuaflspípur í forgrunni. Þar má einnig sjá ósnortna eldgíga og miklar jarðsprungur og hverasvæðið við gamla gangnamannaskálann á Þeistareykjum þætti eflaust mörgum ferðarinnar virði að skoða, en þar stóð bærinn Þeistareykir forðum. Stefnt er að því að vegagerðinni verði lokið haustið 2021. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Jarðhiti Norðurþing Orkumál Samgöngur Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Óðinn og Sleipnir bora eftir orku Þeistareykja Fimmtán mánuðum áður en gangsetja á Þeistareykjavirkjun er búið að tryggja tvo þriðju hluta þeirrar orku sem virkjunin þarf. 9. júlí 2016 13:00 Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15 Vélarnar ræstar fyrir norðan Sautjánda aflstöð Landsvirkjunar að Þeistareykjum var gangsett í gær við hátíðlega athöfn 18. nóvember 2017 07:00 Forsetinn lagði hornstein að stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði í dag hornstein að Þeistareykjavirkjun en virkjunin er fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir frá grunni. 23. september 2016 21:15 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Landsvirkjun er að hefja lagningu sautján kílómetra heilsársvegar sem tengja mun Þeistareyki og Mývatnssveit. Þetta verður ein stærsta vegagerð ársins og mun opna áhugaverða hringleið fyrir ferðamenn um stórbrotið svæði. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Vegna smíði Þeistareykjavirkjunar var hafist handa við lagningu nýs vegar milli Húsavíkur og Þeistareykja fyrir sex árum en þar með fengu vegfarendur uppbyggðan veg með bundnu slitlagi í stað jeppaslóða.Frá lagningu Þeistareykjavegar nyrðri haustið 2014. Húsavík sést til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En þetta var bara fyrri áfanginn því núna ráðgerir Landsvirkjun að hefja framkvæmdir í sumar við síðari áfangann; sem er að tengja Þeistareyki við Mývatnssvæðið. Þeistareykjavegur nyrðri, milli Húsavíkur og Þeistareykja, er um þrjátíu kílómetra langur en síðari áfanginn, Þeistareykjavegur syðri, milli Þeistareykja og þjóðvegarins á Hólasandi, verður sautján kílómetra langur. Níu tilboð bárust í lagningu Þeistareykjavegar syðri.Grafík/Guðmundur Björnsson.Þegar tilboð voru opnuð í verkið hjá Landsvirkjun í síðasta mánuði reyndist Árni Helgason ehf. eiga lægsta boð, upp á 455 milljónir króna, sem var 90 prósent af 504 milljóna króna kostnaðaráætlun. Alls bárust níu tilboð og reyndust tvö þeirra undir kostnaðaráætlun, en samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar er nú unnið að gerð samnings við lægstbjóðanda, Árna Helgason. Markmið fyrirtækisins með vegagerðinni er að auðvelda samrekstur jarðgufuvirkjana í Þingeyjarsýslum með því að koma á heilsárstengingu milli Þeistareykja og Kröfluvirkjunar. Þannig styttist leiðin milli Þeistareykja og Mývatns úr 94 kílómetrum niður í 36 kílómetra.Frá Þeistareykjum. Gamla bæjarstæðið og gangnamannaskálinn eru við hverasvæðið undir Bæjarfjalli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Um leið opnast spennandi hringleið fyrir ferðamenn inn á stórbrotið svæði, og ekki bara með borholur og gufuaflspípur í forgrunni. Þar má einnig sjá ósnortna eldgíga og miklar jarðsprungur og hverasvæðið við gamla gangnamannaskálann á Þeistareykjum þætti eflaust mörgum ferðarinnar virði að skoða, en þar stóð bærinn Þeistareykir forðum. Stefnt er að því að vegagerðinni verði lokið haustið 2021. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Jarðhiti Norðurþing Orkumál Samgöngur Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Óðinn og Sleipnir bora eftir orku Þeistareykja Fimmtán mánuðum áður en gangsetja á Þeistareykjavirkjun er búið að tryggja tvo þriðju hluta þeirrar orku sem virkjunin þarf. 9. júlí 2016 13:00 Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15 Vélarnar ræstar fyrir norðan Sautjánda aflstöð Landsvirkjunar að Þeistareykjum var gangsett í gær við hátíðlega athöfn 18. nóvember 2017 07:00 Forsetinn lagði hornstein að stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði í dag hornstein að Þeistareykjavirkjun en virkjunin er fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir frá grunni. 23. september 2016 21:15 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31
Óðinn og Sleipnir bora eftir orku Þeistareykja Fimmtán mánuðum áður en gangsetja á Þeistareykjavirkjun er búið að tryggja tvo þriðju hluta þeirrar orku sem virkjunin þarf. 9. júlí 2016 13:00
Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15
Vélarnar ræstar fyrir norðan Sautjánda aflstöð Landsvirkjunar að Þeistareykjum var gangsett í gær við hátíðlega athöfn 18. nóvember 2017 07:00
Forsetinn lagði hornstein að stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði í dag hornstein að Þeistareykjavirkjun en virkjunin er fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir frá grunni. 23. september 2016 21:15