Uppgjör: Mercedes algjörlega óstöðvandi Bragi Þórðarson skrifar 29. apríl 2019 06:00 Bottas tryggði sér sinn annan sigur á árinu og leiðir hann nú heimsmeistaramótið. Getty Hamilton komst næstum framúr liðsfélaga sínum í fyrstu beygju.Getty Valtteri Bottas sigraði fjórðu umferðina í Formúlu 1 um helgina sem haldin var í höfuðborg Aserbaídsjan, Bakú. Bottas byrjaði á ráspól og lét forustuna aldrei af hendi á sínum Mercedes. Liðsfélagi Finnans, fimmfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton, ræsti annar og setti gríðarlega pressu á Bottas á fyrsta hring. Bretinn komst þó ekki framúr þrátt fyrir góða tilburði og frábæra ræsingu. Á síðustu hringjum kappakstursins var Hamilton aftur kominn mjög nálægt liðsfélaga sínum en Bottas var ískaldur og hélt forustunni. Að lokum munaði einungis einni og hálfri sekúndu á Mercedes ökuþórunum. „Þetta var langt frá því að vera auðvelt, Hamilton setti mikla pressu á mig allan tímann,“ sagði Finninn eftir keppnina. Bottas var í skýjunum með sigurinn sem að hann átti svo sannarlega skilið. Sérstaklega eftir óheppnina í fyrra er hann varð að láta fyrsta sætið af hendi með sprungið dekk þegar aðeins þrír hringir voru eftir.Mercedes skrifar sig í sögubækurnarNú hefur Mercedes liðið náð fyrsta og öðru sæti í öllum fjórum mótunum sem búin eru í ár sem er met. Metið átti Williams liðið sem að lauk fyrstu þremur keppnum ársins 1992 í fyrsta og öðru sæti. Sebastian Vettel á Ferrari varð aftur að sætta sig við þriðja sætið eins og í kínverska kappakstrinum fyrir tveimur vikum. Liðsfélagi Vettel, Charles Leclerc byrjaði kappaksturinn níundi eftir að hafa klesst á vegg í tímatökum. Leclerc náði fimmta sæti í kappakstrinum á eftir Max Verstappen á Red Bull. Úrslit helgarinnar þýða að Mercedes hefur tekið afgerandi forustu í keppni bílasmiða. Liðið hefur nú 74 stiga forskot á Ferrari. Valtteri Bottas er aftur kominn í fyrsta sætið í keppni ökuþóra, einu stigi á undan liðsfélaga sínum. Lewis hefur verið að berjast um titilinn við Vettel síðastliðin tvö ár en nú er Þjóðverjinn orðinn 34 stigum á eftir Hamilton. Næsta keppni fer fram á Spáni en prófanir fyrir tímabilið fóru einmitt fram á Katalóníu brautinni. Þar voru Ferrari bílarnir með nokkuð gott forskot á Mercedes og verður áhugavert að sjá hvort ítalska liðið nái loksins að kollsteypa þýska stálinu eftir tvær vikur. Formúla Tengdar fréttir Mercedes sigurvegari í Bakú Finnski ökuþórinn Valtteri Bottas var fyrstur í mark í Formúla 1 kappakstrinum í Bakú í Aserbaídsjan í dag. 28. apríl 2019 14:24 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Hamilton komst næstum framúr liðsfélaga sínum í fyrstu beygju.Getty Valtteri Bottas sigraði fjórðu umferðina í Formúlu 1 um helgina sem haldin var í höfuðborg Aserbaídsjan, Bakú. Bottas byrjaði á ráspól og lét forustuna aldrei af hendi á sínum Mercedes. Liðsfélagi Finnans, fimmfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton, ræsti annar og setti gríðarlega pressu á Bottas á fyrsta hring. Bretinn komst þó ekki framúr þrátt fyrir góða tilburði og frábæra ræsingu. Á síðustu hringjum kappakstursins var Hamilton aftur kominn mjög nálægt liðsfélaga sínum en Bottas var ískaldur og hélt forustunni. Að lokum munaði einungis einni og hálfri sekúndu á Mercedes ökuþórunum. „Þetta var langt frá því að vera auðvelt, Hamilton setti mikla pressu á mig allan tímann,“ sagði Finninn eftir keppnina. Bottas var í skýjunum með sigurinn sem að hann átti svo sannarlega skilið. Sérstaklega eftir óheppnina í fyrra er hann varð að láta fyrsta sætið af hendi með sprungið dekk þegar aðeins þrír hringir voru eftir.Mercedes skrifar sig í sögubækurnarNú hefur Mercedes liðið náð fyrsta og öðru sæti í öllum fjórum mótunum sem búin eru í ár sem er met. Metið átti Williams liðið sem að lauk fyrstu þremur keppnum ársins 1992 í fyrsta og öðru sæti. Sebastian Vettel á Ferrari varð aftur að sætta sig við þriðja sætið eins og í kínverska kappakstrinum fyrir tveimur vikum. Liðsfélagi Vettel, Charles Leclerc byrjaði kappaksturinn níundi eftir að hafa klesst á vegg í tímatökum. Leclerc náði fimmta sæti í kappakstrinum á eftir Max Verstappen á Red Bull. Úrslit helgarinnar þýða að Mercedes hefur tekið afgerandi forustu í keppni bílasmiða. Liðið hefur nú 74 stiga forskot á Ferrari. Valtteri Bottas er aftur kominn í fyrsta sætið í keppni ökuþóra, einu stigi á undan liðsfélaga sínum. Lewis hefur verið að berjast um titilinn við Vettel síðastliðin tvö ár en nú er Þjóðverjinn orðinn 34 stigum á eftir Hamilton. Næsta keppni fer fram á Spáni en prófanir fyrir tímabilið fóru einmitt fram á Katalóníu brautinni. Þar voru Ferrari bílarnir með nokkuð gott forskot á Mercedes og verður áhugavert að sjá hvort ítalska liðið nái loksins að kollsteypa þýska stálinu eftir tvær vikur.
Formúla Tengdar fréttir Mercedes sigurvegari í Bakú Finnski ökuþórinn Valtteri Bottas var fyrstur í mark í Formúla 1 kappakstrinum í Bakú í Aserbaídsjan í dag. 28. apríl 2019 14:24 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Mercedes sigurvegari í Bakú Finnski ökuþórinn Valtteri Bottas var fyrstur í mark í Formúla 1 kappakstrinum í Bakú í Aserbaídsjan í dag. 28. apríl 2019 14:24