Uppgjör: Mercedes algjörlega óstöðvandi Bragi Þórðarson skrifar 29. apríl 2019 06:00 Bottas tryggði sér sinn annan sigur á árinu og leiðir hann nú heimsmeistaramótið. Getty Hamilton komst næstum framúr liðsfélaga sínum í fyrstu beygju.Getty Valtteri Bottas sigraði fjórðu umferðina í Formúlu 1 um helgina sem haldin var í höfuðborg Aserbaídsjan, Bakú. Bottas byrjaði á ráspól og lét forustuna aldrei af hendi á sínum Mercedes. Liðsfélagi Finnans, fimmfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton, ræsti annar og setti gríðarlega pressu á Bottas á fyrsta hring. Bretinn komst þó ekki framúr þrátt fyrir góða tilburði og frábæra ræsingu. Á síðustu hringjum kappakstursins var Hamilton aftur kominn mjög nálægt liðsfélaga sínum en Bottas var ískaldur og hélt forustunni. Að lokum munaði einungis einni og hálfri sekúndu á Mercedes ökuþórunum. „Þetta var langt frá því að vera auðvelt, Hamilton setti mikla pressu á mig allan tímann,“ sagði Finninn eftir keppnina. Bottas var í skýjunum með sigurinn sem að hann átti svo sannarlega skilið. Sérstaklega eftir óheppnina í fyrra er hann varð að láta fyrsta sætið af hendi með sprungið dekk þegar aðeins þrír hringir voru eftir.Mercedes skrifar sig í sögubækurnarNú hefur Mercedes liðið náð fyrsta og öðru sæti í öllum fjórum mótunum sem búin eru í ár sem er met. Metið átti Williams liðið sem að lauk fyrstu þremur keppnum ársins 1992 í fyrsta og öðru sæti. Sebastian Vettel á Ferrari varð aftur að sætta sig við þriðja sætið eins og í kínverska kappakstrinum fyrir tveimur vikum. Liðsfélagi Vettel, Charles Leclerc byrjaði kappaksturinn níundi eftir að hafa klesst á vegg í tímatökum. Leclerc náði fimmta sæti í kappakstrinum á eftir Max Verstappen á Red Bull. Úrslit helgarinnar þýða að Mercedes hefur tekið afgerandi forustu í keppni bílasmiða. Liðið hefur nú 74 stiga forskot á Ferrari. Valtteri Bottas er aftur kominn í fyrsta sætið í keppni ökuþóra, einu stigi á undan liðsfélaga sínum. Lewis hefur verið að berjast um titilinn við Vettel síðastliðin tvö ár en nú er Þjóðverjinn orðinn 34 stigum á eftir Hamilton. Næsta keppni fer fram á Spáni en prófanir fyrir tímabilið fóru einmitt fram á Katalóníu brautinni. Þar voru Ferrari bílarnir með nokkuð gott forskot á Mercedes og verður áhugavert að sjá hvort ítalska liðið nái loksins að kollsteypa þýska stálinu eftir tvær vikur. Formúla Tengdar fréttir Mercedes sigurvegari í Bakú Finnski ökuþórinn Valtteri Bottas var fyrstur í mark í Formúla 1 kappakstrinum í Bakú í Aserbaídsjan í dag. 28. apríl 2019 14:24 Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Hamilton komst næstum framúr liðsfélaga sínum í fyrstu beygju.Getty Valtteri Bottas sigraði fjórðu umferðina í Formúlu 1 um helgina sem haldin var í höfuðborg Aserbaídsjan, Bakú. Bottas byrjaði á ráspól og lét forustuna aldrei af hendi á sínum Mercedes. Liðsfélagi Finnans, fimmfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton, ræsti annar og setti gríðarlega pressu á Bottas á fyrsta hring. Bretinn komst þó ekki framúr þrátt fyrir góða tilburði og frábæra ræsingu. Á síðustu hringjum kappakstursins var Hamilton aftur kominn mjög nálægt liðsfélaga sínum en Bottas var ískaldur og hélt forustunni. Að lokum munaði einungis einni og hálfri sekúndu á Mercedes ökuþórunum. „Þetta var langt frá því að vera auðvelt, Hamilton setti mikla pressu á mig allan tímann,“ sagði Finninn eftir keppnina. Bottas var í skýjunum með sigurinn sem að hann átti svo sannarlega skilið. Sérstaklega eftir óheppnina í fyrra er hann varð að láta fyrsta sætið af hendi með sprungið dekk þegar aðeins þrír hringir voru eftir.Mercedes skrifar sig í sögubækurnarNú hefur Mercedes liðið náð fyrsta og öðru sæti í öllum fjórum mótunum sem búin eru í ár sem er met. Metið átti Williams liðið sem að lauk fyrstu þremur keppnum ársins 1992 í fyrsta og öðru sæti. Sebastian Vettel á Ferrari varð aftur að sætta sig við þriðja sætið eins og í kínverska kappakstrinum fyrir tveimur vikum. Liðsfélagi Vettel, Charles Leclerc byrjaði kappaksturinn níundi eftir að hafa klesst á vegg í tímatökum. Leclerc náði fimmta sæti í kappakstrinum á eftir Max Verstappen á Red Bull. Úrslit helgarinnar þýða að Mercedes hefur tekið afgerandi forustu í keppni bílasmiða. Liðið hefur nú 74 stiga forskot á Ferrari. Valtteri Bottas er aftur kominn í fyrsta sætið í keppni ökuþóra, einu stigi á undan liðsfélaga sínum. Lewis hefur verið að berjast um titilinn við Vettel síðastliðin tvö ár en nú er Þjóðverjinn orðinn 34 stigum á eftir Hamilton. Næsta keppni fer fram á Spáni en prófanir fyrir tímabilið fóru einmitt fram á Katalóníu brautinni. Þar voru Ferrari bílarnir með nokkuð gott forskot á Mercedes og verður áhugavert að sjá hvort ítalska liðið nái loksins að kollsteypa þýska stálinu eftir tvær vikur.
Formúla Tengdar fréttir Mercedes sigurvegari í Bakú Finnski ökuþórinn Valtteri Bottas var fyrstur í mark í Formúla 1 kappakstrinum í Bakú í Aserbaídsjan í dag. 28. apríl 2019 14:24 Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Mercedes sigurvegari í Bakú Finnski ökuþórinn Valtteri Bottas var fyrstur í mark í Formúla 1 kappakstrinum í Bakú í Aserbaídsjan í dag. 28. apríl 2019 14:24
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti