Segir Skota þurfa að taka völdin á ný Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. apríl 2019 09:00 Nicola Sturgeon, leiðtogi SNP. Fréttablaðið/Ernir Breskt þingræði er í lamasessi og því þurfa Skotar sjálfir að taka ákvörðun um framtíð þjóðarinnar. Þetta sagði Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins (SNP) og fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, á landsfundi flokksins í gær. „Atburðarás síðustu þriggja ára hefur leitt það í ljós, og það er hafið yfir allan vafa, að í augum Skotlands er Westminster-kerfið ekki að virka,“ hafði Reuters eftir Sturgeon. Skoski leiðtoginn bætti því svo við að nú væri það undir SNP komið að afla meiri stuðnings fyrir sjálfstæði. „Og að tryggja það að stjórnvöld í Westminster geti ekki staðið í vegi fyrir rétti Skota til þess að taka þessa ákvörðun.“ Stuðningur við sjálfstætt Skotland er nú sá mesti frá árinu 2015, samkvæmt nýrri könnun YouGov. Alls segjast 49 prósent Skota vilja lýsa yfir sjálfstæði frá Bretlandi. 51 prósent er andvígt sjálfstæði og munurinn því afar lítill. Ef litið er til könnunar YouGov frá því í júní í fyrra má sjá að staðan hefur breyst nokkuð. Þá sögðust 45 prósent fylgjandi sjálfstæði en 55 prósent sögðu nei. Greinendur YouGov vilja meina að hægt sé að rekja þessa þróun til sívaxandi óánægju Skota með gang mála í útgöngumálum, en meirihluti Skota lagðist gegn útgöngu úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Skotland Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Breskt þingræði er í lamasessi og því þurfa Skotar sjálfir að taka ákvörðun um framtíð þjóðarinnar. Þetta sagði Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins (SNP) og fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, á landsfundi flokksins í gær. „Atburðarás síðustu þriggja ára hefur leitt það í ljós, og það er hafið yfir allan vafa, að í augum Skotlands er Westminster-kerfið ekki að virka,“ hafði Reuters eftir Sturgeon. Skoski leiðtoginn bætti því svo við að nú væri það undir SNP komið að afla meiri stuðnings fyrir sjálfstæði. „Og að tryggja það að stjórnvöld í Westminster geti ekki staðið í vegi fyrir rétti Skota til þess að taka þessa ákvörðun.“ Stuðningur við sjálfstætt Skotland er nú sá mesti frá árinu 2015, samkvæmt nýrri könnun YouGov. Alls segjast 49 prósent Skota vilja lýsa yfir sjálfstæði frá Bretlandi. 51 prósent er andvígt sjálfstæði og munurinn því afar lítill. Ef litið er til könnunar YouGov frá því í júní í fyrra má sjá að staðan hefur breyst nokkuð. Þá sögðust 45 prósent fylgjandi sjálfstæði en 55 prósent sögðu nei. Greinendur YouGov vilja meina að hægt sé að rekja þessa þróun til sívaxandi óánægju Skota með gang mála í útgöngumálum, en meirihluti Skota lagðist gegn útgöngu úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Skotland Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira