Valur braut blað í sögunni Hjörvar Ólafsson skrifar 29. apríl 2019 17:00 Guðbjörg Sverrisdóttir og Hallveig Jónsdóttir lyfta Íslandsbikarnum. Vísir/Daníel Valur eignaðist um helgina Íslandsmeistaralið í körfubolta kvenna í fyrsta skipti. Valur bar sigurorð af Keflavík í þriðja leik liðanna í Origo-höllinni að Hlíðarenda og vann einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn þar með 3-0. Valur varð enn fremur deildar- og bikarmeistari á leiktíðinni sem var að ljúka. Guðbjörg Sverrisdóttir gekk til liðs við Val árið 2011 og var orðin langeyg eftir því að lyfta þeim stóra en Valur laut í lægra haldi fyrir Haukum í viðureigninni um titilinn síðasta vor. Þá voru hún og Helena Sverrisdóttir systir hennar mótherjar en nú voru þær samherjar. „Þetta var alveg geggjað og mjög langþráð að fá að upplifa það að verða Íslandsmeistari. Við vorum staðráðnar í að klára þennan leik og það tókst. Við náðum góðu forskoti fljótlega sem við létum ekki af hendi og ég held að það hafi sést á okkur hversu mikið okkur langaði að klára þrennuna með því að vinna stærsta titilinn. Það er gaman að taka þátt í einhverju sem hefur ekki verið gert áður hjá félaginu og taka þátt í að skrifa sögu félagsins,“ segir Guðbjörg um tilfinninguna sem bærðist í brjósti hennar eftir leikinn á laugardaginn. „Umgjörðin og aðbúnaðurinn hjá Val er í hæsta gæðaflokki og það skilar sér í góðri spilamennsku hjá okkur inni á vellinum. Það er allt til alls hérna, nuddari, góður sjúkraþjálfari, góð líkamsræktaraðstaða og mjög fær þjálfari. Þetta skiptir allt máli þegar á hólminn er komið og maður finnur engan mun á því hvort um karla- eða kvennalið er að ræða hjá þessu félagi. Hér er mikið jafnrétti sem er til fyrirmyndar,“ segir hún enn fremur um lykilinn að velgengni Valsliðsins. Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, er á svipuðum aldri eða yngri en flestir leikmenn liðsins en Guðbjörg segir það engu máli skipta. Hún segir Darra Frey hafa sýnt það á fyrstu æfingu hversu hæfur og metnaðarfullur þjálfari hann er og aldursbilið aldrei verða honum til trafala. „Darri var með okkur nokkrum í skóla og vissulega pældi maður í þessu þegar hann var kynntur til leiks sem þjálfari hjá okkur. Hann eyddi þeim vangaveltum frá fyrstu kynnum og hann er mjög skipulagður, agaður og klókur þjálfari sem á eftir að ná langt. Hann náði virðingu okkar strax og hefur haldið henni síðan,“ segir Guðbjörg um þjálfara sinn. Guðbjörg leikur eins og áður segir við hlið systur sinnar og hún segir það að sjálfsögðu mjög þægilegt að hafa hana sem liðsfélaga. Eftir að Helena gekk til liðs við Val um miðjan nóvember á síðasta ári tapaði liðið einungis tveimur leikjum í deild og bikar. „Helena er að mínu mati besti leikmaður sem kvennakörfubolti á Íslandi hefur alið af sér og það eru auðvitað bara forréttindi að fá að spila með henni. Við börðumst um titilinn í fyrra og hún vann en nú unnum við saman að því að fá bikarinn á Hlíðarenda. Það heppnaðist og það er ólíkt betri tilfinning. Nú er bara að byggja ofan á þetta á næstu árum,“ segir hún um systur sína og liðsfélaga. Dominos-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Valur eignaðist um helgina Íslandsmeistaralið í körfubolta kvenna í fyrsta skipti. Valur bar sigurorð af Keflavík í þriðja leik liðanna í Origo-höllinni að Hlíðarenda og vann einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn þar með 3-0. Valur varð enn fremur deildar- og bikarmeistari á leiktíðinni sem var að ljúka. Guðbjörg Sverrisdóttir gekk til liðs við Val árið 2011 og var orðin langeyg eftir því að lyfta þeim stóra en Valur laut í lægra haldi fyrir Haukum í viðureigninni um titilinn síðasta vor. Þá voru hún og Helena Sverrisdóttir systir hennar mótherjar en nú voru þær samherjar. „Þetta var alveg geggjað og mjög langþráð að fá að upplifa það að verða Íslandsmeistari. Við vorum staðráðnar í að klára þennan leik og það tókst. Við náðum góðu forskoti fljótlega sem við létum ekki af hendi og ég held að það hafi sést á okkur hversu mikið okkur langaði að klára þrennuna með því að vinna stærsta titilinn. Það er gaman að taka þátt í einhverju sem hefur ekki verið gert áður hjá félaginu og taka þátt í að skrifa sögu félagsins,“ segir Guðbjörg um tilfinninguna sem bærðist í brjósti hennar eftir leikinn á laugardaginn. „Umgjörðin og aðbúnaðurinn hjá Val er í hæsta gæðaflokki og það skilar sér í góðri spilamennsku hjá okkur inni á vellinum. Það er allt til alls hérna, nuddari, góður sjúkraþjálfari, góð líkamsræktaraðstaða og mjög fær þjálfari. Þetta skiptir allt máli þegar á hólminn er komið og maður finnur engan mun á því hvort um karla- eða kvennalið er að ræða hjá þessu félagi. Hér er mikið jafnrétti sem er til fyrirmyndar,“ segir hún enn fremur um lykilinn að velgengni Valsliðsins. Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, er á svipuðum aldri eða yngri en flestir leikmenn liðsins en Guðbjörg segir það engu máli skipta. Hún segir Darra Frey hafa sýnt það á fyrstu æfingu hversu hæfur og metnaðarfullur þjálfari hann er og aldursbilið aldrei verða honum til trafala. „Darri var með okkur nokkrum í skóla og vissulega pældi maður í þessu þegar hann var kynntur til leiks sem þjálfari hjá okkur. Hann eyddi þeim vangaveltum frá fyrstu kynnum og hann er mjög skipulagður, agaður og klókur þjálfari sem á eftir að ná langt. Hann náði virðingu okkar strax og hefur haldið henni síðan,“ segir Guðbjörg um þjálfara sinn. Guðbjörg leikur eins og áður segir við hlið systur sinnar og hún segir það að sjálfsögðu mjög þægilegt að hafa hana sem liðsfélaga. Eftir að Helena gekk til liðs við Val um miðjan nóvember á síðasta ári tapaði liðið einungis tveimur leikjum í deild og bikar. „Helena er að mínu mati besti leikmaður sem kvennakörfubolti á Íslandi hefur alið af sér og það eru auðvitað bara forréttindi að fá að spila með henni. Við börðumst um titilinn í fyrra og hún vann en nú unnum við saman að því að fá bikarinn á Hlíðarenda. Það heppnaðist og það er ólíkt betri tilfinning. Nú er bara að byggja ofan á þetta á næstu árum,“ segir hún um systur sína og liðsfélaga.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum