Ólafía Þórunn keyrði sig út og varð að taka sér pásu frá golfinu Stefán Árni Pálsson skrifar 29. apríl 2019 11:30 Ólafía Þórunn var gestur í Atvinnumönnunum okkar á Stöð 2 í gær. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er fædd 15. október 1992 í Reykjavík. Hún er yngst fimm systkina og var snemma farin að munda golfkylfur og hefur ekki lagt þær frá sér síðan. Hún gerðist atvinnumaður í golfi árið 2014 og var hún síðan fyrst allra Íslendinga til að keppa á LPGA mótaröðinni sem er stærsta mótaröð í heimi þegar kemur að golfi. Auðunn Blöndal hitti Ólafíu í Atvinnumönnunum okkar á dögunum og var þátturinn sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann hitti hana bæði í Flórída og í Arizona og fékk að fylgjast með henni æfa fyrir komandi mót. Í þættinum kom í ljós að Ólafía eltir einfaldlega góða veðrið til að æfa við bestu aðstæður og hefur golfið sannarlega tekið á hana, bæði andlega og líkamlega. „Ég keyrði mig algjörlega út og var orðin mjög þreytt andlega og líkamlega,“ segir Ólafía í þættinum og gerðist það undir lok síðasta árs. „Þú byrjar að finna tómatilfinningu innan í þér og sama hvað þú gerir, hún fer aldrei nema þú takir þér pásu í ákveðið langan tíma. Það getur alveg tekið nokkur ár að koma sér út úr því til fulls. Ég var að gera allt of mikið í einu og segja já við allt of mörgum verkefnum. Ég skildi ekki af hverju ég væri alltaf svona þreytt. Svo fór ég í blóðprufu og þær voru ekki góðar og læknarnir skildu ekki af hverju.“ „Hún var ekki jafn ánægð undir lok síðasta árs. Hún var aðeins þreyttari og gleðin var minni og brosti ekki jafn mikið,“ segir Thomas Bojanowski, unnusti hennar. „Þetta var bara andleg þreyta. Golf er svo andleg íþrótt og þetta var ekki alveg að gera sig. Þetta var að gerast á versta tíma og ég var undir þvílíkri pressu að reyna halda kortinu mínu. Ég var í úrtökumóti og þú ert orðinn það tómur að innan að þér er bara alveg sama, það er ekki gott. Ég spilaði ekkert golf frá því í nóvember til byrjun janúar. Mér líður alveg vel í dag og mun betur en mér leið í nóvember.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær. Atvinnumennirnir okkar Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er fædd 15. október 1992 í Reykjavík. Hún er yngst fimm systkina og var snemma farin að munda golfkylfur og hefur ekki lagt þær frá sér síðan. Hún gerðist atvinnumaður í golfi árið 2014 og var hún síðan fyrst allra Íslendinga til að keppa á LPGA mótaröðinni sem er stærsta mótaröð í heimi þegar kemur að golfi. Auðunn Blöndal hitti Ólafíu í Atvinnumönnunum okkar á dögunum og var þátturinn sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann hitti hana bæði í Flórída og í Arizona og fékk að fylgjast með henni æfa fyrir komandi mót. Í þættinum kom í ljós að Ólafía eltir einfaldlega góða veðrið til að æfa við bestu aðstæður og hefur golfið sannarlega tekið á hana, bæði andlega og líkamlega. „Ég keyrði mig algjörlega út og var orðin mjög þreytt andlega og líkamlega,“ segir Ólafía í þættinum og gerðist það undir lok síðasta árs. „Þú byrjar að finna tómatilfinningu innan í þér og sama hvað þú gerir, hún fer aldrei nema þú takir þér pásu í ákveðið langan tíma. Það getur alveg tekið nokkur ár að koma sér út úr því til fulls. Ég var að gera allt of mikið í einu og segja já við allt of mörgum verkefnum. Ég skildi ekki af hverju ég væri alltaf svona þreytt. Svo fór ég í blóðprufu og þær voru ekki góðar og læknarnir skildu ekki af hverju.“ „Hún var ekki jafn ánægð undir lok síðasta árs. Hún var aðeins þreyttari og gleðin var minni og brosti ekki jafn mikið,“ segir Thomas Bojanowski, unnusti hennar. „Þetta var bara andleg þreyta. Golf er svo andleg íþrótt og þetta var ekki alveg að gera sig. Þetta var að gerast á versta tíma og ég var undir þvílíkri pressu að reyna halda kortinu mínu. Ég var í úrtökumóti og þú ert orðinn það tómur að innan að þér er bara alveg sama, það er ekki gott. Ég spilaði ekkert golf frá því í nóvember til byrjun janúar. Mér líður alveg vel í dag og mun betur en mér leið í nóvember.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær.
Atvinnumennirnir okkar Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira