Gísli ábyrgðarfullur og skilningsríkur að sögn yfirmanns Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2019 14:44 Oddvar Jenssen rekur bæði fiskvinnslufyrirtækið Nordkyn Seafood og hótelið Arctic Hotel Mehamn í Norður-Noregi. Oddvar Jenssen, yfirmaður Gísla Þórs Þórarinssonar, sem var skotinn til bana aðfaranótt laugardags í sjávarþorpinu Mehamn í Norður-Noregi, lýstir hinum látna sem ábyrgðarfullum og skilningsríkum einstaklingi í viðtölum við héraðsblöðin iFinnmark og Fiskeribladed. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla, er grunaður um að hafa orðið Gísla að bana en tveir sitja nú í varðhaldi í tengslum við manndrápið. Hinn er grunaður um aðild að málinu en neitar sök. Í kvöld verða báðir leiddir fyrir dómara og þeir síðan yfirheyrðir á miðvikudag. Vísir greindi frá því í dag að Gunnar Jóhann ætti brotaferil að baki. Hann hefur hlotið dóm bæði fyrir nauðgun og grófa líkamsárás.Sjá nánar: Grunaður morðingi með miskunnarlausa nauðgun og handrukkun á samviskunni Oddvar rekur bæði fiskvinnslufyrirtækið Nordkyn Seafood og hótelið Arctic Hotel Mehamn í Norður-Noregi. Auk þess að vera sjómaður sinnti Gísli dyravörslu á hóteli vinnuveitanda síns þegar þess þurfti. „Hann var einstaklega flinkur í mannlegum samskiptum líka. Hann var rólegur og yfirvegaður,“ sagði Oddvar. Það hafi alltaf verið hægt að treysta á Gísla. Hann hafi verið sannkallaður toppnáungi að sögn Oddvars. Gísli gerði út eigin bát en lagði upp hjá Nordkyn Seafood. Oddvar segir að hann hafi verið harðduglegur og verið að safna sér fyrir stærri bát. Oddvar segir Gísla hafa verið afar vel liðinn í bænum. Þetta kemur heim og saman við lýsingar Tronds Einars Olaussen, bæjarstjóra Gamvik. Gísli hafi verið afar áberandi í bæjarlífinu og þá sérstaklega á menningarsviðinu. „Gísli hafði mikilvægu hlutverki að gegna í bænum. Hann var mikið í menningarsenunni og vann með ungu fólki í tónlist og var bara indæl manneskja,“ sagði bæjarstjórinn í samtali við fréttastofu. Hann hafi haft yfirumsjón með tónlistarverkefni fyrir ungt fólk í bænum. Gísli lætur eftir sig unnustu og fósturbörn. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Hinn látni vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra "Þetta er bara svo "trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik. 29. apríl 2019 11:57 Munu yfirheyra fólk hér á landi í tengslum við morðið í Mehamn Norska lögreglan hefur nú þegar tekið skýrslu af nokkrum einstaklingum í tengslum við morðið á Gísla Þór Þórarinssyni en hann var skotinn til bana í bænum Mehamn í Finnmörk aðfaranótt laugardags. 29. apríl 2019 12:52 Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30 Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður. 29. apríl 2019 06:00 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Oddvar Jenssen, yfirmaður Gísla Þórs Þórarinssonar, sem var skotinn til bana aðfaranótt laugardags í sjávarþorpinu Mehamn í Norður-Noregi, lýstir hinum látna sem ábyrgðarfullum og skilningsríkum einstaklingi í viðtölum við héraðsblöðin iFinnmark og Fiskeribladed. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla, er grunaður um að hafa orðið Gísla að bana en tveir sitja nú í varðhaldi í tengslum við manndrápið. Hinn er grunaður um aðild að málinu en neitar sök. Í kvöld verða báðir leiddir fyrir dómara og þeir síðan yfirheyrðir á miðvikudag. Vísir greindi frá því í dag að Gunnar Jóhann ætti brotaferil að baki. Hann hefur hlotið dóm bæði fyrir nauðgun og grófa líkamsárás.Sjá nánar: Grunaður morðingi með miskunnarlausa nauðgun og handrukkun á samviskunni Oddvar rekur bæði fiskvinnslufyrirtækið Nordkyn Seafood og hótelið Arctic Hotel Mehamn í Norður-Noregi. Auk þess að vera sjómaður sinnti Gísli dyravörslu á hóteli vinnuveitanda síns þegar þess þurfti. „Hann var einstaklega flinkur í mannlegum samskiptum líka. Hann var rólegur og yfirvegaður,“ sagði Oddvar. Það hafi alltaf verið hægt að treysta á Gísla. Hann hafi verið sannkallaður toppnáungi að sögn Oddvars. Gísli gerði út eigin bát en lagði upp hjá Nordkyn Seafood. Oddvar segir að hann hafi verið harðduglegur og verið að safna sér fyrir stærri bát. Oddvar segir Gísla hafa verið afar vel liðinn í bænum. Þetta kemur heim og saman við lýsingar Tronds Einars Olaussen, bæjarstjóra Gamvik. Gísli hafi verið afar áberandi í bæjarlífinu og þá sérstaklega á menningarsviðinu. „Gísli hafði mikilvægu hlutverki að gegna í bænum. Hann var mikið í menningarsenunni og vann með ungu fólki í tónlist og var bara indæl manneskja,“ sagði bæjarstjórinn í samtali við fréttastofu. Hann hafi haft yfirumsjón með tónlistarverkefni fyrir ungt fólk í bænum. Gísli lætur eftir sig unnustu og fósturbörn.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Hinn látni vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra "Þetta er bara svo "trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik. 29. apríl 2019 11:57 Munu yfirheyra fólk hér á landi í tengslum við morðið í Mehamn Norska lögreglan hefur nú þegar tekið skýrslu af nokkrum einstaklingum í tengslum við morðið á Gísla Þór Þórarinssyni en hann var skotinn til bana í bænum Mehamn í Finnmörk aðfaranótt laugardags. 29. apríl 2019 12:52 Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30 Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður. 29. apríl 2019 06:00 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Hinn látni vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra "Þetta er bara svo "trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik. 29. apríl 2019 11:57
Munu yfirheyra fólk hér á landi í tengslum við morðið í Mehamn Norska lögreglan hefur nú þegar tekið skýrslu af nokkrum einstaklingum í tengslum við morðið á Gísla Þór Þórarinssyni en hann var skotinn til bana í bænum Mehamn í Finnmörk aðfaranótt laugardags. 29. apríl 2019 12:52
Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30
Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður. 29. apríl 2019 06:00