Lífið

Leikstjóri Boyz N The Hood tekinn úr öndunarvél

Birgir Olgeirsson skrifar
John Singleton er 51 árs.
John Singleton er 51 árs. Vísir/Getty
Fjölskylda leikstjórans John Singleton hefur tilkynnt að hann verði tekin úr öndunarvél eftir að hafa  fengið heilablóðfall fyrr í mánuðinum.

Singleton var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leikstjórn og handrit myndarinnar Boyz N  The Hood sem kom út árið 1991.

Í tilkynningu frá fjölskyldu þessa 51 árs gamla leikstjóra segir ákvörðunina vera þjakandi og hún hafi ekki verið tekin í flýti.

Fjölskyldan segir Singleton hafa þjáðst af óeðlilega háum blóðþrýstingi líkt og margir af hans uppruna og hvetur fjölskyldan aðra til að vera meðvitaða um einkennin.

Boyz N The Hood var fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd en hann þegar hann var tilnefndur fyrir bestu leikstjórn var hann sá yngsti sem hafði hlotið slíka tilnefningu og jafnframt fyrsti svarti maðurinn til að fá tilnefningu sem besti leikstjórinn.

Hann á einnig að baki myndirnar Poetic Justice, Higher Learning, endurgerð Shaft, Fast 2 Furious og Four Brothers.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×