Brexit frestað til 31. október Samúel Karl Ólason skrifar 10. apríl 2019 23:38 Frá umræðunum í kvöld. EPA/OLIVIER HOSLET Brexit, úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið frestað til 31. október. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði farið fram á frest til 30. júní en leiðtogar ESB ræddu málið langt fram á kvöld. Leituðu þeir lausna til að verja Evrópusambandið gagnvart óreiðunni í breskum stjórnmálum þessa dagana. Til stóð að Bretar færu úr ESB á föstudaginn og þá án samnings við sambandið varðandi áframhaldandi viðskipti, fólksflutninga og annað. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, gekk hart fram á fundinum og krafðist hann þess að Bretar fengju ekki lengri frest en til 30. júní. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og aðrir vildu hins vegar veita May frest í allt að ár. Macron sagði blaðamönnum í dag að hann væri mótfallinn því að Bretar tækju þátt í kosningum til Evrópuþingsins sem fara fram í næsta mánuði. 31. október var valinn sem málamiðlun á milli deiluaðila. Fyrstu viðbrögð eru þó þau að sex mánuðir sé ekki góður frestur. Sérfræðingar ytra segja mögulegt að May verði bolað úr sessi, samþykki hún frest til 31. október. Breskir blaðamenn segja slíkar þreifingar hafnar. Andstæðingar Brexit í Bretlandi telja sömuleiðis mögulegt að nýta tímann til að boða til nýrra kosninga og jafnvel koma í veg fyrir úrgönguna. Þá er talið mögulegt að sex mánaða óvissa gæti komið niður á efnahagslífi Bretlands.EU27/UK have agreed a flexible extension until 31 October. This means additional six months for the UK to find the best possible solution.— Donald Tusk (@eucopresident) April 10, 2019 Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Sjá meira
Brexit, úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið frestað til 31. október. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði farið fram á frest til 30. júní en leiðtogar ESB ræddu málið langt fram á kvöld. Leituðu þeir lausna til að verja Evrópusambandið gagnvart óreiðunni í breskum stjórnmálum þessa dagana. Til stóð að Bretar færu úr ESB á föstudaginn og þá án samnings við sambandið varðandi áframhaldandi viðskipti, fólksflutninga og annað. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, gekk hart fram á fundinum og krafðist hann þess að Bretar fengju ekki lengri frest en til 30. júní. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og aðrir vildu hins vegar veita May frest í allt að ár. Macron sagði blaðamönnum í dag að hann væri mótfallinn því að Bretar tækju þátt í kosningum til Evrópuþingsins sem fara fram í næsta mánuði. 31. október var valinn sem málamiðlun á milli deiluaðila. Fyrstu viðbrögð eru þó þau að sex mánuðir sé ekki góður frestur. Sérfræðingar ytra segja mögulegt að May verði bolað úr sessi, samþykki hún frest til 31. október. Breskir blaðamenn segja slíkar þreifingar hafnar. Andstæðingar Brexit í Bretlandi telja sömuleiðis mögulegt að nýta tímann til að boða til nýrra kosninga og jafnvel koma í veg fyrir úrgönguna. Þá er talið mögulegt að sex mánaða óvissa gæti komið niður á efnahagslífi Bretlands.EU27/UK have agreed a flexible extension until 31 October. This means additional six months for the UK to find the best possible solution.— Donald Tusk (@eucopresident) April 10, 2019
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Sjá meira