McIlroy líklegur til sigurs á Augusta Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. apríl 2019 13:30 Norður Írinn Rory McIlroy hefur unnið öll risamótin nema Mastersmótið. Getty/Mike Ehrmann Mastersmótið í golfi hefst á Augusta-vellinum í dag. Rory McIlroy þykir líklegur til að bæta við grænum jakka í verðlaunasafnið og ljúka með því alslemmunni. Tiger Woods er aftur inni í myndinni eftir að hafa unnið sitt fyrsta golfmót í fimm ár síðasta haust Vorboðinn ljúf i fyrir kylfinga, Masters-mótið á Augusta-vellinum, hefst í dag. Þetta er fyrsta af fjórum risamótum ársins og boðar á sama tíma að golfsumar íslenskra kylfinga er á næsta leiti. Að vanda fer mótið fram á Augusta-vellinum í Georgíufylki. Alls eru 87 kylfingar skráðir til leiks, 20 þeirra hafa áður unnið mótið og sex áhugakylfingar eru meðal þátttakenda í ár. Sigurvegari mótsins fær hinn goðsagna-kennda græna jakka að launum ásamt tæpum tveimur milljónum dollara. Sviðsljósið í aðdraganda mótsins er á Norður-Íranum Rory McIlroy sem hefur leikið frábært golf í upphafi ársins. McIlroy, sem hefur verið einn besti kylfingur heims undanfarin ár, vantar aðeins sigur á Mastersmótinu til að ljúka alslemmu (e. Grand slam), að hafa unnið öll fjögur risamótin. Rory kemur fullur sjálfstrausts til leiks eftir að hafa unnið Players-meistaramótið fyrir mánuði. Frá því í ársbyrjun hefur Rory aldrei lent neðar en í sjötta sæti í fimm mótum. Takist Rory að næla sér í græna jakkann um helgina yrði hann sjötti kylfingurinn í sögunni sem nær því að vinna fjögur risamótin í golfi á eftir Jack Nicklaus sem vann 18 risamót, Tiger Woods (14), Ben Hogan, Gary Player (9) og Gene Sarazen sem vann sjö risamót. Það verður sömuleiðis áhugavert að fylgjast með Tiger Woods þessa helgina. Tiger lék betur með hverri vikunni undir lok síðasta tímabils. Tiger hefur, líkt og Arnold Palmer, unnið fjóra græna jakka en aðeins Jack Nicklaus sem vann sex sinnum hefur unnið Mastersmótið oftar. Tiger, sem er kominn upp í tólfta sæti heimslistans í golfi, komst nálægt því að vinna f immtánda risamótið á ferlinum í fyrra á Opna breska meistaramótinu og tilkynnti komu sína á ný á stærsta sviðið með sigri á lokamóti tímabilsins. Þá skyldi enginn afskrifa kylfinga á borð við Jordan Spieth, Justin Thomas, Dustin Johnson, sem hefur átt erfitt uppdráttar í risamótunum, og Brooks Koepka sem er handhaf i tveggja risatitla.Mastersmótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf en útsendingin frá fyrsta deginum hefst klukkan 19.00 í kvöld. Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Mastersmótið í golfi hefst á Augusta-vellinum í dag. Rory McIlroy þykir líklegur til að bæta við grænum jakka í verðlaunasafnið og ljúka með því alslemmunni. Tiger Woods er aftur inni í myndinni eftir að hafa unnið sitt fyrsta golfmót í fimm ár síðasta haust Vorboðinn ljúf i fyrir kylfinga, Masters-mótið á Augusta-vellinum, hefst í dag. Þetta er fyrsta af fjórum risamótum ársins og boðar á sama tíma að golfsumar íslenskra kylfinga er á næsta leiti. Að vanda fer mótið fram á Augusta-vellinum í Georgíufylki. Alls eru 87 kylfingar skráðir til leiks, 20 þeirra hafa áður unnið mótið og sex áhugakylfingar eru meðal þátttakenda í ár. Sigurvegari mótsins fær hinn goðsagna-kennda græna jakka að launum ásamt tæpum tveimur milljónum dollara. Sviðsljósið í aðdraganda mótsins er á Norður-Íranum Rory McIlroy sem hefur leikið frábært golf í upphafi ársins. McIlroy, sem hefur verið einn besti kylfingur heims undanfarin ár, vantar aðeins sigur á Mastersmótinu til að ljúka alslemmu (e. Grand slam), að hafa unnið öll fjögur risamótin. Rory kemur fullur sjálfstrausts til leiks eftir að hafa unnið Players-meistaramótið fyrir mánuði. Frá því í ársbyrjun hefur Rory aldrei lent neðar en í sjötta sæti í fimm mótum. Takist Rory að næla sér í græna jakkann um helgina yrði hann sjötti kylfingurinn í sögunni sem nær því að vinna fjögur risamótin í golfi á eftir Jack Nicklaus sem vann 18 risamót, Tiger Woods (14), Ben Hogan, Gary Player (9) og Gene Sarazen sem vann sjö risamót. Það verður sömuleiðis áhugavert að fylgjast með Tiger Woods þessa helgina. Tiger lék betur með hverri vikunni undir lok síðasta tímabils. Tiger hefur, líkt og Arnold Palmer, unnið fjóra græna jakka en aðeins Jack Nicklaus sem vann sex sinnum hefur unnið Mastersmótið oftar. Tiger, sem er kominn upp í tólfta sæti heimslistans í golfi, komst nálægt því að vinna f immtánda risamótið á ferlinum í fyrra á Opna breska meistaramótinu og tilkynnti komu sína á ný á stærsta sviðið með sigri á lokamóti tímabilsins. Þá skyldi enginn afskrifa kylfinga á borð við Jordan Spieth, Justin Thomas, Dustin Johnson, sem hefur átt erfitt uppdráttar í risamótunum, og Brooks Koepka sem er handhaf i tveggja risatitla.Mastersmótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf en útsendingin frá fyrsta deginum hefst klukkan 19.00 í kvöld.
Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti