Munu berjast gegn því að Assange verði framseldur með öllum tiltækum ráðum Gunnar Reynir Valþórsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 11. apríl 2019 11:11 Kristinn Hrafnsson, fjölmiðlamaður, segist vera í áfalli vegna nýjustu vendinga í máli Julians Assange. Vísir Öllum árum verður róið að því að koma í veg fyrir að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, verði framseldur til Bandaríkjanna. Lögfræðiteymi hans fundar nú um mögulegar varnir. Í yfirlýsingu frá bresku lögreglunni segir að henni hefði verið boðið inn í sendiráð Ekvador eftir að ekvadorsk yfirvöld sviptu hann alþjóðlegri vernd. Assange hafði haldið til í sendiráðinu frá því í ágúst 2012 af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Hann sótti um pólitískt hæli í sendiráðinu eftir að hann var ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Assange var upprunalega handtekinn í sendiráðinu fyrir að mæta ekki fyrir dómara en Scotland Yard staðfestir nú að hann hafi verið handtekinn aftur að beiðni Bandaríkjastjórnar sem hyggst fara fram á framsal hans. Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks, sem staddur er í London, segist vera í áfalli vegna málsins og býst við að Trump-stjórnin fari fram á framsal á hverri stundu. „Maður er í áfalli yfir þessari smánarlegu framkomu af hálfu stjórnvalda í Ekvador að taka ákvörðun um það að svipta manninn friðhelgi. Það er skýrt brot á alþjóðalögum að þú tekur ekki til baka pólitískt hæli þegar þú hefur veitt það. Þú lofar ákveðnum einstaklingi vernd og það að ákveða að taka það til baka á þessu augnabliki til að friðþægja bandaríska hagsmuni Trump-stjórnarinnar er gjörsamlega skelfilegt og til þess að auka á þessa smán Ekvador í þessu samhengi að þá er býður sendiherra Ekvador bresku lögreglunni inn í sendiráðið til þess að handtaka Julian,“ segir Kristinn í samtali við fréttastofu. Bresk stjórnvöld telja að Assange hafi rofið tryggingu þegar hann sótti um pólitískt hæli. Kristinn segir að það sé yfirleitt minniháttarbrot sem ljúki með dómsátt og sektargreiðslu. Hann hafi átt rétt á að sækja um pólitískt hæli. Assange sótti um pólitískt hæli í sendiráðinu eftir að hann var ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð.Vísir/EPAFramsalskrafan yfirvofandiKristinn býst við því að Bandaríkjastjórn fari fram á framsal. Ákæran sé nú þegar tilbúin en hann viti ekki hvenær krafan verður gerð til yfirvalda í Bretlandi. „Það er ómögulegt að segja. Á meðan hann er í haldi bresku lögreglunnar þá liggur ekki mikið á. Það er hægt að opinbera þetta á hálfum degi. Það liggur alveg fyrir að það verður gert. Það var staðfest þegar það lak út frá Bandaríkjunum að ákæran væri tilbúin, framsalskrafan. Það þarf ekkert annað en að lyfta af henni leynd, varpa henni fram og senda kröfu til London um að fá hann afhentan,“ segir Kristinn. Brugðist verði við með öllum tiltækum ráðum til að reyna að koma í veg fyrir framsal. Kristinn segir að framsal fyrir að birta sannleikann myndi setja skelfilegt fordæmi fyrir alla blaðamenn í hinum vestræna heimi.Uppfært kl. 12.01 með nýjustu upplýsingum. Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Öllum árum verður róið að því að koma í veg fyrir að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, verði framseldur til Bandaríkjanna. Lögfræðiteymi hans fundar nú um mögulegar varnir. Í yfirlýsingu frá bresku lögreglunni segir að henni hefði verið boðið inn í sendiráð Ekvador eftir að ekvadorsk yfirvöld sviptu hann alþjóðlegri vernd. Assange hafði haldið til í sendiráðinu frá því í ágúst 2012 af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Hann sótti um pólitískt hæli í sendiráðinu eftir að hann var ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Assange var upprunalega handtekinn í sendiráðinu fyrir að mæta ekki fyrir dómara en Scotland Yard staðfestir nú að hann hafi verið handtekinn aftur að beiðni Bandaríkjastjórnar sem hyggst fara fram á framsal hans. Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks, sem staddur er í London, segist vera í áfalli vegna málsins og býst við að Trump-stjórnin fari fram á framsal á hverri stundu. „Maður er í áfalli yfir þessari smánarlegu framkomu af hálfu stjórnvalda í Ekvador að taka ákvörðun um það að svipta manninn friðhelgi. Það er skýrt brot á alþjóðalögum að þú tekur ekki til baka pólitískt hæli þegar þú hefur veitt það. Þú lofar ákveðnum einstaklingi vernd og það að ákveða að taka það til baka á þessu augnabliki til að friðþægja bandaríska hagsmuni Trump-stjórnarinnar er gjörsamlega skelfilegt og til þess að auka á þessa smán Ekvador í þessu samhengi að þá er býður sendiherra Ekvador bresku lögreglunni inn í sendiráðið til þess að handtaka Julian,“ segir Kristinn í samtali við fréttastofu. Bresk stjórnvöld telja að Assange hafi rofið tryggingu þegar hann sótti um pólitískt hæli. Kristinn segir að það sé yfirleitt minniháttarbrot sem ljúki með dómsátt og sektargreiðslu. Hann hafi átt rétt á að sækja um pólitískt hæli. Assange sótti um pólitískt hæli í sendiráðinu eftir að hann var ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð.Vísir/EPAFramsalskrafan yfirvofandiKristinn býst við því að Bandaríkjastjórn fari fram á framsal. Ákæran sé nú þegar tilbúin en hann viti ekki hvenær krafan verður gerð til yfirvalda í Bretlandi. „Það er ómögulegt að segja. Á meðan hann er í haldi bresku lögreglunnar þá liggur ekki mikið á. Það er hægt að opinbera þetta á hálfum degi. Það liggur alveg fyrir að það verður gert. Það var staðfest þegar það lak út frá Bandaríkjunum að ákæran væri tilbúin, framsalskrafan. Það þarf ekkert annað en að lyfta af henni leynd, varpa henni fram og senda kröfu til London um að fá hann afhentan,“ segir Kristinn. Brugðist verði við með öllum tiltækum ráðum til að reyna að koma í veg fyrir framsal. Kristinn segir að framsal fyrir að birta sannleikann myndi setja skelfilegt fordæmi fyrir alla blaðamenn í hinum vestræna heimi.Uppfært kl. 12.01 með nýjustu upplýsingum.
Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira