Þingmaður Pírata vill heyra „töfralausnina“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. apríl 2019 15:59 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, vill fá að vita hvernig ríkisstjórnin ætlar að lækka vexti og halda verðbólgu samhliða í lágmargi. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, óskaði eftir því að fá að heyra hver „töfralausn“ ríkisstjórnarinnar væri sem myndi lækka vexti samhliða því að halda verðbólgu í lágmarki. Hann kom ósk sinni á framfæri í ræðu sem hann hélt á Alþingi í dag í tengslum við aðkomu ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum. „Helsta tæki Seðlabankans til að halda verðbólgumarkmiði eru vextir bankans í viðskiptum við önnur fjármálafyrirtæki. Seðlabankinn heldur niðri verðbólgu með því að hækka vexti. Áskorunin um lága vexti og litla verðbólgu mun því augljóslega ekki vera í höndum Seðlabanka heldur ríkisstjórnarinnar,“ sagði Björn Leví. Á heimsvísu séu vextir lágir þannig að Björn leyfir sér trúa að verkefnið sé gerlegt. „Á sama tíma er hins vegar gert ráð fyrir næstum því fjögurra prósenta verðbólgu á næstunni. Það er langt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans og ef þar á að beita verðbólgustýringartækjum þá hlýtur maður að búast við vaxtahækkun en það má hins vegar ekki því það brýtur gegn markmiðum stjórnvalda um að lækka vexti. Því verða stjórnvöld að gera eitthvað og nú reynir á því að á þeim áratugum sem Ísland hefur glímt við verðbólgudrauginn þá hefur aldrei fundist varanleg lausn.“ Björn Leví sagðist þó ekki hafa fundið neitt um þessa lausn í fjármálaáætlun. „Núna eftir langvarandi tímabil lítillar verðbólgu þegar hún er aftur farin að láta á sér kræla þegar sögur eru á kreiki um undirliggjandi þrýsting um verðhækkanir vegna kjarasamninga þá er allt í einu komin lausn. Lausnina er hins vegar ekki að finna í fjármálaáætlun sem nú er fjallað um í nefndum þingsins. Lausnin hlýtur því að vera viðbót og ég hlakka til að heyra meira um þessa lausn því að hún hlýtur að hafa þó nokkur áhrif á fjármálaáætlun og peningastefnuna ef út í það er farið.“ Björn Leví sagðist þó ekki vera neitt mjög bjartsýnn um að lausnin væri yfir höfuð til. „Hvað sem verður þá hlakkar til að sjá þessa töfralausn sem leiðir til lægri vaxta og lægri verðbólgu á sama tíma. Sú töfralausn finnst ekki í fjármálaáætlun og ef hún er þar þá er ríkisstjórnin ekkert að monta sig yfir því að hafa leyst eitt helsta efnahagsvandamál Íslands; háa vexti og háa verðbólgu. Mér finnst það frekar ólíklegt að það sé málið og því ætla ég að giska að lausnin hafi komið í gegnum aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum og sú lausn hlýtur að hafa áhrif á fjármálaáætlunina.“ Alþingi Kjaramál Píratar Seðlabankinn Tengdar fréttir Greip fram í fyrir Þorsteini og sagðist hafa leyst kjaradeiluna Þorsteinn sakaði ríkisstjórnina um ásýndarstjórnmál á Alþingi í dag. 11. apríl 2019 14:40 Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Fleiri fréttir „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ „Það þarf að muna eftir því að prófa fólk líka fyrir HIV“ Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, óskaði eftir því að fá að heyra hver „töfralausn“ ríkisstjórnarinnar væri sem myndi lækka vexti samhliða því að halda verðbólgu í lágmarki. Hann kom ósk sinni á framfæri í ræðu sem hann hélt á Alþingi í dag í tengslum við aðkomu ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum. „Helsta tæki Seðlabankans til að halda verðbólgumarkmiði eru vextir bankans í viðskiptum við önnur fjármálafyrirtæki. Seðlabankinn heldur niðri verðbólgu með því að hækka vexti. Áskorunin um lága vexti og litla verðbólgu mun því augljóslega ekki vera í höndum Seðlabanka heldur ríkisstjórnarinnar,“ sagði Björn Leví. Á heimsvísu séu vextir lágir þannig að Björn leyfir sér trúa að verkefnið sé gerlegt. „Á sama tíma er hins vegar gert ráð fyrir næstum því fjögurra prósenta verðbólgu á næstunni. Það er langt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans og ef þar á að beita verðbólgustýringartækjum þá hlýtur maður að búast við vaxtahækkun en það má hins vegar ekki því það brýtur gegn markmiðum stjórnvalda um að lækka vexti. Því verða stjórnvöld að gera eitthvað og nú reynir á því að á þeim áratugum sem Ísland hefur glímt við verðbólgudrauginn þá hefur aldrei fundist varanleg lausn.“ Björn Leví sagðist þó ekki hafa fundið neitt um þessa lausn í fjármálaáætlun. „Núna eftir langvarandi tímabil lítillar verðbólgu þegar hún er aftur farin að láta á sér kræla þegar sögur eru á kreiki um undirliggjandi þrýsting um verðhækkanir vegna kjarasamninga þá er allt í einu komin lausn. Lausnina er hins vegar ekki að finna í fjármálaáætlun sem nú er fjallað um í nefndum þingsins. Lausnin hlýtur því að vera viðbót og ég hlakka til að heyra meira um þessa lausn því að hún hlýtur að hafa þó nokkur áhrif á fjármálaáætlun og peningastefnuna ef út í það er farið.“ Björn Leví sagðist þó ekki vera neitt mjög bjartsýnn um að lausnin væri yfir höfuð til. „Hvað sem verður þá hlakkar til að sjá þessa töfralausn sem leiðir til lægri vaxta og lægri verðbólgu á sama tíma. Sú töfralausn finnst ekki í fjármálaáætlun og ef hún er þar þá er ríkisstjórnin ekkert að monta sig yfir því að hafa leyst eitt helsta efnahagsvandamál Íslands; háa vexti og háa verðbólgu. Mér finnst það frekar ólíklegt að það sé málið og því ætla ég að giska að lausnin hafi komið í gegnum aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum og sú lausn hlýtur að hafa áhrif á fjármálaáætlunina.“
Alþingi Kjaramál Píratar Seðlabankinn Tengdar fréttir Greip fram í fyrir Þorsteini og sagðist hafa leyst kjaradeiluna Þorsteinn sakaði ríkisstjórnina um ásýndarstjórnmál á Alþingi í dag. 11. apríl 2019 14:40 Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Fleiri fréttir „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ „Það þarf að muna eftir því að prófa fólk líka fyrir HIV“ Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Sjá meira
Greip fram í fyrir Þorsteini og sagðist hafa leyst kjaradeiluna Þorsteinn sakaði ríkisstjórnina um ásýndarstjórnmál á Alþingi í dag. 11. apríl 2019 14:40