Þúsundasti kappaksturinn um helgina Bragi Þórðarson skrifar 11. apríl 2019 22:45 Mercedes eru með yfirburðaforskot í stigakeppni bílasmiða þrátt fyrir að Ferrari bílarnir virðast hraðari. Getty Fyrsta keppnin í Formúlu 1 fór fram á Silverstone brautinni árið 1950, nú 69 árum seinna mun sú þúsundasta fara fram í Kína. Keppnin er sú þriðja í mótinu og hefur Mercedes liðið haft algjöra yfirburði í fyrstu tveimur keppnum ársins. Valtteri Bottas sigraði fyrstu keppnina með yfirburðum og liðsfélagi hans, fimmfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton, vann í Barein fyrir tveimur vikum. Fyrir vikið er Mercedes komið með 39 stiga forskot á Ferrari þrátt fyrir að ítalska liðið lítur út fyrir að hafa hraðari bíl. Hinn 21 árs gamli Charles Leclerc hafði sigurinn í höndunum í Barein þar til vélarbilun í Ferrari bílnum gerði út um drauma hans þegar aðeins 12 hringir voru eftir. Mónakóbúinn er því staðráðinn í að bæta upp fyrir svekkelsið og ná sínum fyrsta sigri í Formúlu 1 um helgina. Leclerc gæti unnið sinn fyrsta sigur í þúsundasta kappakstrinumGettyAllt getur gerst í KínaÍ fyrra var það Daniel Ricciardo sem stóð uppi sem sigurvegari. Litlar líkur eru á að sú úrslit muni endurtaka sig þar sem tímabilið hefur byrjaði hrikalega fyrir Ástralann. Daniel fór frá Red Bull yfir til Renault fyrir tímabilið og hafa liðsskiptin augljóslega ekki skilað sér. Ricciardo hefur enn ekki lokið keppni á árinu. Sjanghæ brautin bíður ávalt upp á frábæran kappakstur með miklum framúrökstrum. Reglubreytingarnar sem gerðar voru í vetur hafa hjálpað ökumönnum gríðarlega við framúrakstur og má því búast við algjörri flugeldasýningu í Kína. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn sjálfur verða allt í beinni á Stöð 2 Sport. Kappaksturinn hefst klukkan sex á sunnudagsmorgun. Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fyrsta keppnin í Formúlu 1 fór fram á Silverstone brautinni árið 1950, nú 69 árum seinna mun sú þúsundasta fara fram í Kína. Keppnin er sú þriðja í mótinu og hefur Mercedes liðið haft algjöra yfirburði í fyrstu tveimur keppnum ársins. Valtteri Bottas sigraði fyrstu keppnina með yfirburðum og liðsfélagi hans, fimmfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton, vann í Barein fyrir tveimur vikum. Fyrir vikið er Mercedes komið með 39 stiga forskot á Ferrari þrátt fyrir að ítalska liðið lítur út fyrir að hafa hraðari bíl. Hinn 21 árs gamli Charles Leclerc hafði sigurinn í höndunum í Barein þar til vélarbilun í Ferrari bílnum gerði út um drauma hans þegar aðeins 12 hringir voru eftir. Mónakóbúinn er því staðráðinn í að bæta upp fyrir svekkelsið og ná sínum fyrsta sigri í Formúlu 1 um helgina. Leclerc gæti unnið sinn fyrsta sigur í þúsundasta kappakstrinumGettyAllt getur gerst í KínaÍ fyrra var það Daniel Ricciardo sem stóð uppi sem sigurvegari. Litlar líkur eru á að sú úrslit muni endurtaka sig þar sem tímabilið hefur byrjaði hrikalega fyrir Ástralann. Daniel fór frá Red Bull yfir til Renault fyrir tímabilið og hafa liðsskiptin augljóslega ekki skilað sér. Ricciardo hefur enn ekki lokið keppni á árinu. Sjanghæ brautin bíður ávalt upp á frábæran kappakstur með miklum framúrökstrum. Reglubreytingarnar sem gerðar voru í vetur hafa hjálpað ökumönnum gríðarlega við framúrakstur og má því búast við algjörri flugeldasýningu í Kína. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn sjálfur verða allt í beinni á Stöð 2 Sport. Kappaksturinn hefst klukkan sex á sunnudagsmorgun.
Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira