Nigel Farage stofnar Brexit-flokkinn Atli Ísleifsson skrifar 12. apríl 2019 12:46 Nigel Farage vill áfram eiga sæti á Evrópuþinginu. EPA Nigel Farage, fyrrverandi formaður Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP), hefur stofnað nýjan stjórnmálaflokk, Brexit-flokkinn, og segist hann vilja sjá „lýðræðisbyltingu“ eiga sér stað í Bretlandi. Farage greindi frá stofnun flokksins í Coventry fyrr í dag og sagði hann fyrirhugaðar Evrópuþingskosningar vera fyrsta mál á dagskrá flokksins, en að fyrsta „verkefni“ hans væri að „breyta stjórnmálunum“.Í frétt BBC segir að fulltrúar UKIP hafi lýst nýstofnuðum flokki Farage sem engu nema tæki fyrir Farage sjálfan. Tilkynnt er um Brexitflokkinn eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, samþykkti að fresta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu til 31. október, með þeim fyrirvara að hægt verði að ganga út fyrr, samþykki breska þingið útgöngusamninginn. Frestunin þýðir að kosningar til Evrópuþingsins fara einnig fram í Bretlandi í lok næsta mánaðar. Farage sagði Brexitflokkinn vera með tilkomumikinn sjötíu manna framboðslista, en í hópi þeirra er meðal annars að finna Annunziata Rees-Mogg, systur þingmanns Íhaldsflokksins, Jacob Rees-Mogg, sem var einn helsti talsmaður útgöngusinna Íhaldsflokksins í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Farage var formaður UKIP með hléum á árunum 2006 til 2016. Hann hefur átt sæti á Evrópuþinginu frá 1999. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit frestað til 31. október Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði farið fram á frest til 30. júní en leiðtogar ESB ræddu málið langt fram á kvöld. 10. apríl 2019 23:38 Tusk: „Vinsamlegast sóið ekki tímanum til einskis“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins biðlaði í gær til Breta að sóa ekki frestinum til einskis. Theresa May ávarpar neðri deild þingsins í dag. 11. apríl 2019 12:15 Brexit: Þingmenn farnir í páskafrí og óljóst hvernig sögunni endalausu lýkur Það ætlar að reynast Bretum þrautin þyngri að ganga úr Evrópusambandinu. 12. apríl 2019 12:15 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Sjá meira
Nigel Farage, fyrrverandi formaður Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP), hefur stofnað nýjan stjórnmálaflokk, Brexit-flokkinn, og segist hann vilja sjá „lýðræðisbyltingu“ eiga sér stað í Bretlandi. Farage greindi frá stofnun flokksins í Coventry fyrr í dag og sagði hann fyrirhugaðar Evrópuþingskosningar vera fyrsta mál á dagskrá flokksins, en að fyrsta „verkefni“ hans væri að „breyta stjórnmálunum“.Í frétt BBC segir að fulltrúar UKIP hafi lýst nýstofnuðum flokki Farage sem engu nema tæki fyrir Farage sjálfan. Tilkynnt er um Brexitflokkinn eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, samþykkti að fresta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu til 31. október, með þeim fyrirvara að hægt verði að ganga út fyrr, samþykki breska þingið útgöngusamninginn. Frestunin þýðir að kosningar til Evrópuþingsins fara einnig fram í Bretlandi í lok næsta mánaðar. Farage sagði Brexitflokkinn vera með tilkomumikinn sjötíu manna framboðslista, en í hópi þeirra er meðal annars að finna Annunziata Rees-Mogg, systur þingmanns Íhaldsflokksins, Jacob Rees-Mogg, sem var einn helsti talsmaður útgöngusinna Íhaldsflokksins í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Farage var formaður UKIP með hléum á árunum 2006 til 2016. Hann hefur átt sæti á Evrópuþinginu frá 1999.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit frestað til 31. október Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði farið fram á frest til 30. júní en leiðtogar ESB ræddu málið langt fram á kvöld. 10. apríl 2019 23:38 Tusk: „Vinsamlegast sóið ekki tímanum til einskis“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins biðlaði í gær til Breta að sóa ekki frestinum til einskis. Theresa May ávarpar neðri deild þingsins í dag. 11. apríl 2019 12:15 Brexit: Þingmenn farnir í páskafrí og óljóst hvernig sögunni endalausu lýkur Það ætlar að reynast Bretum þrautin þyngri að ganga úr Evrópusambandinu. 12. apríl 2019 12:15 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Sjá meira
Brexit frestað til 31. október Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði farið fram á frest til 30. júní en leiðtogar ESB ræddu málið langt fram á kvöld. 10. apríl 2019 23:38
Tusk: „Vinsamlegast sóið ekki tímanum til einskis“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins biðlaði í gær til Breta að sóa ekki frestinum til einskis. Theresa May ávarpar neðri deild þingsins í dag. 11. apríl 2019 12:15
Brexit: Þingmenn farnir í páskafrí og óljóst hvernig sögunni endalausu lýkur Það ætlar að reynast Bretum þrautin þyngri að ganga úr Evrópusambandinu. 12. apríl 2019 12:15