Almennir borgarar munu stýra Súdan en ekki her Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. apríl 2019 07:00 Þessi mótmælandi krafðist þess í gær að almenningur fengi strax völdin. Nordicphotos/AFP Almennir borgarar munu skipa næstu ríkisstjórn Súdans en ekki hermenn. Þetta sagði Omar Zain al-Abidin hershöfðingi sem situr í herforingjastjórninni er tekið hefur við eftir að herinn gerði valdarán og steypti Omar al-Bashir af stóli í vikunni. Sá hafði setið í þrjátíu ár en alþjóðleg handtökuskipun hafði verið gefin út á hendur honum vegna meintra stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu. Moammed Awad Ibn Auf, varnarmálaráðherra Súdans og fyrrverandi hershöfðingi, er yfir herforingjastjórninni. Hann sagði á fimmtudag að nú tæki við aðlögunartímabil sem gæti varað í tvö ár. Skemur ef hægt er að komast hjá ringulreið í landinu. Almenningur hafði lengi þrýst á afsögn al-Bashir og mótmælt honum mánuðum saman. Þótt honum hafi verið steypt af stóli standa mótmælin hins vegar enn yfir. Mótmælendur gáfu lítið fyrir orð al-Abidin um stjórn almennra borgara í gær, samkvæmt Reuters. Samtökin SPA, sem hafa talað fyrir mótmælendur, sögðu að herforingjastjórnin væri ófær um að koma á kerfisbreytingum í landinu. Ibn Auf steig óvænt til hliðar seint í gærkvöldi eftir mótmælin. „Þið munuð fá að leysa úr öllum efnahags- og stjórnkerfisvandamálunum. Við höfum enga hugmyndafræði heldur erum við nú við völd til að tryggja stöðugleika og öryggi og tryggja það sömuleiðis að súdanska þjóðin geti komið á breytingum,“ sagði al-Abidin. Birtist í Fréttablaðinu Súdan Tengdar fréttir Virtu fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi Mótmælendur í Súdan virtu í nótt fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi og hópuðust út á götur höfuðborgarinnar Kartúm þrátt fyrir útgöngubann. 12. apríl 2019 07:24 Valdatíð eins alræmdasta þjóðarleiðtoga heims virðist á enda runnin Háværar raddir eru uppi um að Omar al-Bashir hafi sagt af sér embætti sem forseti Súdans eftir þrjá áratugi við á valdastóli. 11. apríl 2019 09:25 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Almennir borgarar munu skipa næstu ríkisstjórn Súdans en ekki hermenn. Þetta sagði Omar Zain al-Abidin hershöfðingi sem situr í herforingjastjórninni er tekið hefur við eftir að herinn gerði valdarán og steypti Omar al-Bashir af stóli í vikunni. Sá hafði setið í þrjátíu ár en alþjóðleg handtökuskipun hafði verið gefin út á hendur honum vegna meintra stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu. Moammed Awad Ibn Auf, varnarmálaráðherra Súdans og fyrrverandi hershöfðingi, er yfir herforingjastjórninni. Hann sagði á fimmtudag að nú tæki við aðlögunartímabil sem gæti varað í tvö ár. Skemur ef hægt er að komast hjá ringulreið í landinu. Almenningur hafði lengi þrýst á afsögn al-Bashir og mótmælt honum mánuðum saman. Þótt honum hafi verið steypt af stóli standa mótmælin hins vegar enn yfir. Mótmælendur gáfu lítið fyrir orð al-Abidin um stjórn almennra borgara í gær, samkvæmt Reuters. Samtökin SPA, sem hafa talað fyrir mótmælendur, sögðu að herforingjastjórnin væri ófær um að koma á kerfisbreytingum í landinu. Ibn Auf steig óvænt til hliðar seint í gærkvöldi eftir mótmælin. „Þið munuð fá að leysa úr öllum efnahags- og stjórnkerfisvandamálunum. Við höfum enga hugmyndafræði heldur erum við nú við völd til að tryggja stöðugleika og öryggi og tryggja það sömuleiðis að súdanska þjóðin geti komið á breytingum,“ sagði al-Abidin.
Birtist í Fréttablaðinu Súdan Tengdar fréttir Virtu fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi Mótmælendur í Súdan virtu í nótt fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi og hópuðust út á götur höfuðborgarinnar Kartúm þrátt fyrir útgöngubann. 12. apríl 2019 07:24 Valdatíð eins alræmdasta þjóðarleiðtoga heims virðist á enda runnin Háværar raddir eru uppi um að Omar al-Bashir hafi sagt af sér embætti sem forseti Súdans eftir þrjá áratugi við á valdastóli. 11. apríl 2019 09:25 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Virtu fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi Mótmælendur í Súdan virtu í nótt fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi og hópuðust út á götur höfuðborgarinnar Kartúm þrátt fyrir útgöngubann. 12. apríl 2019 07:24
Valdatíð eins alræmdasta þjóðarleiðtoga heims virðist á enda runnin Háværar raddir eru uppi um að Omar al-Bashir hafi sagt af sér embætti sem forseti Súdans eftir þrjá áratugi við á valdastóli. 11. apríl 2019 09:25