Vinnutíminn hjá VR styttist um níu mínútur næstu áramót Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 13. apríl 2019 20:00 Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari og Ragnar Ingólfsson, formaður VR, takast í hendur endir undirritun kjarasamninga. Þar er nýtt ákvæði um styttingu vinnutímans hjá VR. Vísir/Vilhelm Verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir tekur stytting vinnutímans, um níu mínútur á dag, gildi á þeim vinnustöðum sem vinna undir kjarasamningi VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að um misskilning sé að ræða að ákvæðið sé valkvætt hjá þeim. Kosningar um kjarasamningana hófust hjá VR á fimmtudag og hjá Starfsgreinasambandinu í gær. Í hádeginu í dag höfðu tæplega fimm þúsund manns kosið hjá VR og er það tæp 14 prósent þátttaka. Mikil umræða hefur skapast um styttingu vinnutímans eftir að kjarasamningar voru undirritaðir í byrjun apríl. Var þetta eitt af stóru baráttumálunum til að samtvinna atvinnu og einkalíf betur og minnka vinnuálag. ASÍ sagði ávinningin af styttingunni undirstrika aukið lýðræði á vinnustöðum og þetta mestu breytingu í hálfa öld. Efling sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis aðákvæðið væri valkvætt og ávinningurinn því takmarkaður. Staðreyndin er sú að VR og Efling sömdu ekki eins um þessi mál. „Það sem við sömdum um var raunveruleg stytting. Níu mínútur á dag, 45 mínútur á viku. Tæpir fimm virkir dagar áári. Nánast heil vinnuvika ef þetta er uppsafnað. Þessi stytting er hrein stytting og ekki á kostnað annarra réttinda,“ segir Ragnar um ákvæðið sem mun taka gildi næstu áramót. Í samningum starfsgreinasambandsins, sem Efling tilheyrir, er val um að gefa eftir kaffitímann og stytta vinnudaginn sem því nemur, samþykki fyrirtækið það. Ragnar bendir þó á að margt annað hafi áunnist hjá þeim. Þetta sé allt vandmeðfarið.Nú voruð þið í miklu samfloti og stóðuð saman í þessari kjarasamningagerð og þeirri kjarabaráttu sem átti sér stað. Af hverju náið þið þessu í gegn en SGS eða Efling ekki? „Þetta eru bara mjög ólíkir samningar. Samanborið við SGS, þau eru með öðruvísi launastrúktur, launatölfur og annað sem gefa betur þar heldur en hjá verslunarmönnum. Það má kannski segja að þau hafi náð öðrum þáttum í gegn á meðan við fengum kannski styttinguna“ segir Ragnar. Kjaramál Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir tekur stytting vinnutímans, um níu mínútur á dag, gildi á þeim vinnustöðum sem vinna undir kjarasamningi VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að um misskilning sé að ræða að ákvæðið sé valkvætt hjá þeim. Kosningar um kjarasamningana hófust hjá VR á fimmtudag og hjá Starfsgreinasambandinu í gær. Í hádeginu í dag höfðu tæplega fimm þúsund manns kosið hjá VR og er það tæp 14 prósent þátttaka. Mikil umræða hefur skapast um styttingu vinnutímans eftir að kjarasamningar voru undirritaðir í byrjun apríl. Var þetta eitt af stóru baráttumálunum til að samtvinna atvinnu og einkalíf betur og minnka vinnuálag. ASÍ sagði ávinningin af styttingunni undirstrika aukið lýðræði á vinnustöðum og þetta mestu breytingu í hálfa öld. Efling sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis aðákvæðið væri valkvætt og ávinningurinn því takmarkaður. Staðreyndin er sú að VR og Efling sömdu ekki eins um þessi mál. „Það sem við sömdum um var raunveruleg stytting. Níu mínútur á dag, 45 mínútur á viku. Tæpir fimm virkir dagar áári. Nánast heil vinnuvika ef þetta er uppsafnað. Þessi stytting er hrein stytting og ekki á kostnað annarra réttinda,“ segir Ragnar um ákvæðið sem mun taka gildi næstu áramót. Í samningum starfsgreinasambandsins, sem Efling tilheyrir, er val um að gefa eftir kaffitímann og stytta vinnudaginn sem því nemur, samþykki fyrirtækið það. Ragnar bendir þó á að margt annað hafi áunnist hjá þeim. Þetta sé allt vandmeðfarið.Nú voruð þið í miklu samfloti og stóðuð saman í þessari kjarasamningagerð og þeirri kjarabaráttu sem átti sér stað. Af hverju náið þið þessu í gegn en SGS eða Efling ekki? „Þetta eru bara mjög ólíkir samningar. Samanborið við SGS, þau eru með öðruvísi launastrúktur, launatölfur og annað sem gefa betur þar heldur en hjá verslunarmönnum. Það má kannski segja að þau hafi náð öðrum þáttum í gegn á meðan við fengum kannski styttinguna“ segir Ragnar.
Kjaramál Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira