Tiger Woods vann fimmta græna jakkann Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. apríl 2019 18:28 Tiger Woods fagnaði sigrinum vel og innilega vísir/getty Tiger Woods fékk sinn fimmta græna jakka í dag þegar hann fagnaði sigri á Masters risamótinu í golfi. Þetta var fimmtándi risatitill hans á ferlinum. Fyrir lokahringinn í dag var Tiger tveimur höggum frá Francesco Molinari, sem leiddi mótið. Tiger átti góðan dag í dag, á meðan Molinari lenti í vandræðum, og var Tiger með tveggja högga forystu þegar hann átti tvær brautir eftir. Hann endaði mótið á þrettán höggum undir pari, einu höggi á undan þeim Dustin Johnson, Brooks Koepka og Xander Schauffele sem deildu öðru til fjórða sætinu á 12 höggum undir pari. Þetta er fyrsti sigur Tiger á Masters mótinu síðan árið 2005 og sló hann met með sigrinum, en aldrei hefur eins langt liðið á milli sigra á Masters hjá einum og sama kylfingnum.Your 2019 Masters Champion, @TigerWoodspic.twitter.com/8BDZ0cUURk — PGA TOUR (@PGATOUR) April 14, 2019 Tiger fékk fyrsta fugl dagsins á þriðju holu en fylgdi honum eftir með skolla strax á fjórðu holu. Annar skolli kom á fimmtu holu, en Tiger fékk skolla á henni alla fjóra hringina. Á sjöundu og áttundu holu komu tveir fuglar í röð og hann endaði fyrri níu holurnar á einu höggi undir pari. Hann byrjaði seinni níu holurnar á skolla á tíundu braut en paraði næstu tvær. Hann fékk svo þrjá fugla á fjórum holum og var kominn í tveggja högga forystu eftir fugl á 16. holu. Hann fékk par á þeirri sautjándu en lenti í vandræðum á lokaholunni. Hann rétt missti púttið fyrir parinu en átti nokkuð einfalt pútt til þess að tryggja sér sigurinn, setti það niður og kom í hús samtals á þrettán höggum undir pari í mótinu.CLUTCH.@TigerWoods. 16th hole. RIGHT AT IT.#LiveUnderParpic.twitter.com/smkVfGtpzS — PGA TOUR (@PGATOUR) April 14, 2019 Sigurinn var sá fyrsti á risamóti hjá Tiger í ellefu ár, en hann var nálægt því að neyðast til þess að hætta í golfi eftir erfið bakmeiðsli. Hann fór í fjórar aðgerðir á baki á fjórum árum en kom til baka í lok árs 2017 og náði góðum árangri á síðasta ári.Klippa: Tiger vinnur Masters 2019 Golf Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods fékk sinn fimmta græna jakka í dag þegar hann fagnaði sigri á Masters risamótinu í golfi. Þetta var fimmtándi risatitill hans á ferlinum. Fyrir lokahringinn í dag var Tiger tveimur höggum frá Francesco Molinari, sem leiddi mótið. Tiger átti góðan dag í dag, á meðan Molinari lenti í vandræðum, og var Tiger með tveggja högga forystu þegar hann átti tvær brautir eftir. Hann endaði mótið á þrettán höggum undir pari, einu höggi á undan þeim Dustin Johnson, Brooks Koepka og Xander Schauffele sem deildu öðru til fjórða sætinu á 12 höggum undir pari. Þetta er fyrsti sigur Tiger á Masters mótinu síðan árið 2005 og sló hann met með sigrinum, en aldrei hefur eins langt liðið á milli sigra á Masters hjá einum og sama kylfingnum.Your 2019 Masters Champion, @TigerWoodspic.twitter.com/8BDZ0cUURk — PGA TOUR (@PGATOUR) April 14, 2019 Tiger fékk fyrsta fugl dagsins á þriðju holu en fylgdi honum eftir með skolla strax á fjórðu holu. Annar skolli kom á fimmtu holu, en Tiger fékk skolla á henni alla fjóra hringina. Á sjöundu og áttundu holu komu tveir fuglar í röð og hann endaði fyrri níu holurnar á einu höggi undir pari. Hann byrjaði seinni níu holurnar á skolla á tíundu braut en paraði næstu tvær. Hann fékk svo þrjá fugla á fjórum holum og var kominn í tveggja högga forystu eftir fugl á 16. holu. Hann fékk par á þeirri sautjándu en lenti í vandræðum á lokaholunni. Hann rétt missti púttið fyrir parinu en átti nokkuð einfalt pútt til þess að tryggja sér sigurinn, setti það niður og kom í hús samtals á þrettán höggum undir pari í mótinu.CLUTCH.@TigerWoods. 16th hole. RIGHT AT IT.#LiveUnderParpic.twitter.com/smkVfGtpzS — PGA TOUR (@PGATOUR) April 14, 2019 Sigurinn var sá fyrsti á risamóti hjá Tiger í ellefu ár, en hann var nálægt því að neyðast til þess að hætta í golfi eftir erfið bakmeiðsli. Hann fór í fjórar aðgerðir á baki á fjórum árum en kom til baka í lok árs 2017 og náði góðum árangri á síðasta ári.Klippa: Tiger vinnur Masters 2019
Golf Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira