Sjáðu Tiger vinna Mastersmótið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. apríl 2019 18:50 Tiger á lokahringnum vísir/getty Tiger Woods fagnaði sigri á Masters risamótinu í golfi í dag eftir harða og spennandi toppbaráttu. Þetta var hans fimmti sigur á Mastersmóti og fimmtándi risatitill á ferlinum. Fransesco Molinari leiddi mótið fyrir lokahringinn í dag en Tiger var tveimur höggum á eftir honum. Molinari lenti hins vegar í vandræðum á meðan Tiger hélt velli. Hann var tveimur höggum á undan næstu mönnum þegar hann átti tvær holur eftir. Á átjándu holu lenti hann í smá vandræðum, missti púttið fyrir pari en þar sem hann var með tveggja högga forystu fyrir holuna mátti hann við því að fá skolla. Hann fékk frekar einfalt pútt fyrir skollanum, til þess að tryggja sigurinn, og það fór örugglega ofan í.Klippa: Tiger vinnur Masters 2019 Tiger fagnaði sigrinum innilega, enda hafði hann beðið lengi eftir sigri á risamóti. Sá síðasti kom fyrir ellefu árum og síðasti sigurinn á Masters varð 2005. Hann hafði gengið í gegnum mikið til þess að ná sigrinum, en hann fór í fjórar bakaðgerðir á fjórum árum og er aðeins um eitt og hálft ár síðan hann fór aftur að spila golf að ráði eftir bakmeiðslin. Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods fagnaði sigri á Masters risamótinu í golfi í dag eftir harða og spennandi toppbaráttu. Þetta var hans fimmti sigur á Mastersmóti og fimmtándi risatitill á ferlinum. Fransesco Molinari leiddi mótið fyrir lokahringinn í dag en Tiger var tveimur höggum á eftir honum. Molinari lenti hins vegar í vandræðum á meðan Tiger hélt velli. Hann var tveimur höggum á undan næstu mönnum þegar hann átti tvær holur eftir. Á átjándu holu lenti hann í smá vandræðum, missti púttið fyrir pari en þar sem hann var með tveggja högga forystu fyrir holuna mátti hann við því að fá skolla. Hann fékk frekar einfalt pútt fyrir skollanum, til þess að tryggja sigurinn, og það fór örugglega ofan í.Klippa: Tiger vinnur Masters 2019 Tiger fagnaði sigrinum innilega, enda hafði hann beðið lengi eftir sigri á risamóti. Sá síðasti kom fyrir ellefu árum og síðasti sigurinn á Masters varð 2005. Hann hafði gengið í gegnum mikið til þess að ná sigrinum, en hann fór í fjórar bakaðgerðir á fjórum árum og er aðeins um eitt og hálft ár síðan hann fór aftur að spila golf að ráði eftir bakmeiðslin.
Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira