Kyrravika Guðmundur Brynjólfsson skrifar 15. apríl 2019 07:00 Fjöldamargir breiddu klæði sín á veginn en aðrir hjuggu greinar af trjánum og lögðu á veginn.“ (Mt 21:8) Er það nákvæmlega þarna sem kyrravika hefst? Í ókyrrð þeirri er skapast þegar Jesús ríður inn í Jerúsalem og fólkið fagnar honum. Svo sem lýst er. Þær greinar sem þarna eru afhoggnar hvern pálmasunnudag þroskast í kyrrð þessarar viku og rísa svo upp áður en sjálfur frelsarinn rís upp frá dauðum, rísa upp sem krosstréð þar sem hann gefur upp öndina. Pálmarnir sem fólkið stendur með í höndunum og kastar frá sér Jesú til dýrðar verða að aftökutæki. Vítisvél. Þetta er ljót mynd. En þannig er sagan. Og þegar sagan birtir okkur ljóta mynd er óvitlaust að róa sig aðeins og hugsa sinn gang; íhuga. Íhuga hvernig sama fólkið – að stórum hluta – gat umturnast í múgæsing og spennu mannlegra vélráða á nokkrum tugum klukkustunda, frá því að fagna með pálmagreinum yfir í að hrópa: „Krossfestu hann!“ Það var fólk sem hrópaði „krossfestu hann“, það var fólk sem krossfesti hann. Þess vegna, kyrravika. Íhuga hvað? Jú, til dæmis það fyrir hvað við lifum. Hvað við ræktum. Hvað við gerum með pálmann sem við stöndum með í höndunum dag hvern – eða ekki. Fyrir hvers fætur við köstum honum, eða fyrir hvers fætur við köstum okkur? Íhuga hvernig það hefur leikið okkur að trúa á menn. Hugsa um djöfulskapinn sem mannskepnan hefur staðið að í gegnum tíðina, gegn mönnum jafnt sem náttúru. Um vítisvélarnar sem maðurinn hefur uppfundið. Um bölið sem við búum okkur til. Um það sem við gloprum út úr lúkunum, eyðileggjum, brjótum gegn. Íhugum allt það sem hrekur okkur út í það horn að spyrja: Guð, því lætur þú þetta gerast? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Fjöldamargir breiddu klæði sín á veginn en aðrir hjuggu greinar af trjánum og lögðu á veginn.“ (Mt 21:8) Er það nákvæmlega þarna sem kyrravika hefst? Í ókyrrð þeirri er skapast þegar Jesús ríður inn í Jerúsalem og fólkið fagnar honum. Svo sem lýst er. Þær greinar sem þarna eru afhoggnar hvern pálmasunnudag þroskast í kyrrð þessarar viku og rísa svo upp áður en sjálfur frelsarinn rís upp frá dauðum, rísa upp sem krosstréð þar sem hann gefur upp öndina. Pálmarnir sem fólkið stendur með í höndunum og kastar frá sér Jesú til dýrðar verða að aftökutæki. Vítisvél. Þetta er ljót mynd. En þannig er sagan. Og þegar sagan birtir okkur ljóta mynd er óvitlaust að róa sig aðeins og hugsa sinn gang; íhuga. Íhuga hvernig sama fólkið – að stórum hluta – gat umturnast í múgæsing og spennu mannlegra vélráða á nokkrum tugum klukkustunda, frá því að fagna með pálmagreinum yfir í að hrópa: „Krossfestu hann!“ Það var fólk sem hrópaði „krossfestu hann“, það var fólk sem krossfesti hann. Þess vegna, kyrravika. Íhuga hvað? Jú, til dæmis það fyrir hvað við lifum. Hvað við ræktum. Hvað við gerum með pálmann sem við stöndum með í höndunum dag hvern – eða ekki. Fyrir hvers fætur við köstum honum, eða fyrir hvers fætur við köstum okkur? Íhuga hvernig það hefur leikið okkur að trúa á menn. Hugsa um djöfulskapinn sem mannskepnan hefur staðið að í gegnum tíðina, gegn mönnum jafnt sem náttúru. Um vítisvélarnar sem maðurinn hefur uppfundið. Um bölið sem við búum okkur til. Um það sem við gloprum út úr lúkunum, eyðileggjum, brjótum gegn. Íhugum allt það sem hrekur okkur út í það horn að spyrja: Guð, því lætur þú þetta gerast?
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar