Fiskistofu skortir heimildir til að þvinga fram gögn frá Hval Sveinn Arnarsson skrifar 15. apríl 2019 06:00 Fiskistofa hefur ekki fengið afrit af dagbókum skipstjóra hvalveiðiskipa Hvals frá 2014. Vísir/vilhelm Fiskistofa hefur enn ekki fengið sent afrit af dagbókum skipstjóra hvalveiðiskipa Hvals hf. fyrir árin 2014, 2015 og 2018. Stofnunin hefur ítrekað beðið um þessar dagbækur til að glöggva sig á veiðitilhögun á langreyði en án árangurs. Fiskistofustjóri segir stofnunina ekki geta beitt fyrirtækið Hval hf. þvingunarúrræðum. Í leyfi Hvals hf. til veiða á langreyði, sem gefið var út í maí árið 2014, er sett sú krafa á hvalveiðifyrirtækið að skipstjórar haldi dagbók yfir veiðarnar og nákvæmlega skilgreint hvað skrá skuli í dagbækurnar. Er það gert svo Fiskistofa geti haft eftirlit með veiðunum. Veiðileyfið var gefið út vegna veiða árin 2014-2018. Á þessum tíma veiddi Hvalur hf. 436 langreyðar án þess að skila dagbókum sínum til Fiskistofu þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um það í veiðileyfinu til fyrirtækisins. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, veitti fyrirtækinu áframhaldandi veiðileyfi á langreyði til ársins 2023. „Við höfum verið í bréfaskriftum við lögfræðing Hvals hf. og höfum kallað eftir þessum upplýsingum, það er klár skylda fyrirtækisins að skila inn þessum gögnum þrátt fyrir að við höfum ekki áttað okkur á þessum breytingum í veiðileyfinu árið 2014,“ segir Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu. Fiskistofa afturkallaði veiðileyfi skipsins Kleifabergs fyrr á árinu vegna brota á ákvæði í veiðileyfi þess. Eyþór segir ekki hægt að afturkalla leyfi hvalveiðifyrirtækisins þar sem veiði á hval sé byggð á annarri löggjöf. „Við höfum verið að fara yfir málið og sjáum að við getum aðeins kallað eftir þessum gögnum og brýnt fyrirtækið til þess að skila umræddum dagbókum,“ segir Eyþór. „Við höfum hins vegar engin þvingunarúrræði hjá okkur til að knýja á um að gögnunum sé skilað og við getum til dæmis ekki afturkallað veiðileyfi þeirra.“ Hvalveiðifyrirtækið hefur sætt mikilli gagnrýni vegna hvalveiða sinna undanfarin ár og síðastliðið sumar var uppi hávær krafa um að veiðarnar yrðu stöðvaðar vegna kefldra kúa sem hvalveiðifyrirtækið drap á miðunum. Ekki náðist í Kristján Loftsson, forstjóra Hvals hf., við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ræðir við Japani um að selja þeim ferskt hvalkjöt Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag. 10. mars 2019 11:00 Svipað margir með og á móti áframhaldandi hvalveiðum Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum. 17. mars 2019 21:00 Fóru ekki eftir settum reglum en fá samt framlengt veiðileyfi Hvalur HF fór ekki eftir settum reglum og sendi ekki inn veiðidagbækur til Fiskistofu eftir hverja vertíð eins og reglur gerðu ráð fyrir. Fyrirtækið fékk samt framlengingu á veiðileyfi þrátt fyrir að fara ekki eftir reglunum. 3. apríl 2019 06:00 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Sjá meira
Fiskistofa hefur enn ekki fengið sent afrit af dagbókum skipstjóra hvalveiðiskipa Hvals hf. fyrir árin 2014, 2015 og 2018. Stofnunin hefur ítrekað beðið um þessar dagbækur til að glöggva sig á veiðitilhögun á langreyði en án árangurs. Fiskistofustjóri segir stofnunina ekki geta beitt fyrirtækið Hval hf. þvingunarúrræðum. Í leyfi Hvals hf. til veiða á langreyði, sem gefið var út í maí árið 2014, er sett sú krafa á hvalveiðifyrirtækið að skipstjórar haldi dagbók yfir veiðarnar og nákvæmlega skilgreint hvað skrá skuli í dagbækurnar. Er það gert svo Fiskistofa geti haft eftirlit með veiðunum. Veiðileyfið var gefið út vegna veiða árin 2014-2018. Á þessum tíma veiddi Hvalur hf. 436 langreyðar án þess að skila dagbókum sínum til Fiskistofu þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um það í veiðileyfinu til fyrirtækisins. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, veitti fyrirtækinu áframhaldandi veiðileyfi á langreyði til ársins 2023. „Við höfum verið í bréfaskriftum við lögfræðing Hvals hf. og höfum kallað eftir þessum upplýsingum, það er klár skylda fyrirtækisins að skila inn þessum gögnum þrátt fyrir að við höfum ekki áttað okkur á þessum breytingum í veiðileyfinu árið 2014,“ segir Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu. Fiskistofa afturkallaði veiðileyfi skipsins Kleifabergs fyrr á árinu vegna brota á ákvæði í veiðileyfi þess. Eyþór segir ekki hægt að afturkalla leyfi hvalveiðifyrirtækisins þar sem veiði á hval sé byggð á annarri löggjöf. „Við höfum verið að fara yfir málið og sjáum að við getum aðeins kallað eftir þessum gögnum og brýnt fyrirtækið til þess að skila umræddum dagbókum,“ segir Eyþór. „Við höfum hins vegar engin þvingunarúrræði hjá okkur til að knýja á um að gögnunum sé skilað og við getum til dæmis ekki afturkallað veiðileyfi þeirra.“ Hvalveiðifyrirtækið hefur sætt mikilli gagnrýni vegna hvalveiða sinna undanfarin ár og síðastliðið sumar var uppi hávær krafa um að veiðarnar yrðu stöðvaðar vegna kefldra kúa sem hvalveiðifyrirtækið drap á miðunum. Ekki náðist í Kristján Loftsson, forstjóra Hvals hf., við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ræðir við Japani um að selja þeim ferskt hvalkjöt Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag. 10. mars 2019 11:00 Svipað margir með og á móti áframhaldandi hvalveiðum Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum. 17. mars 2019 21:00 Fóru ekki eftir settum reglum en fá samt framlengt veiðileyfi Hvalur HF fór ekki eftir settum reglum og sendi ekki inn veiðidagbækur til Fiskistofu eftir hverja vertíð eins og reglur gerðu ráð fyrir. Fyrirtækið fékk samt framlengingu á veiðileyfi þrátt fyrir að fara ekki eftir reglunum. 3. apríl 2019 06:00 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Sjá meira
Ræðir við Japani um að selja þeim ferskt hvalkjöt Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag. 10. mars 2019 11:00
Svipað margir með og á móti áframhaldandi hvalveiðum Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum. 17. mars 2019 21:00
Fóru ekki eftir settum reglum en fá samt framlengt veiðileyfi Hvalur HF fór ekki eftir settum reglum og sendi ekki inn veiðidagbækur til Fiskistofu eftir hverja vertíð eins og reglur gerðu ráð fyrir. Fyrirtækið fékk samt framlengingu á veiðileyfi þrátt fyrir að fara ekki eftir reglunum. 3. apríl 2019 06:00