Fiskistofu skortir heimildir til að þvinga fram gögn frá Hval Sveinn Arnarsson skrifar 15. apríl 2019 06:00 Fiskistofa hefur ekki fengið afrit af dagbókum skipstjóra hvalveiðiskipa Hvals frá 2014. Vísir/vilhelm Fiskistofa hefur enn ekki fengið sent afrit af dagbókum skipstjóra hvalveiðiskipa Hvals hf. fyrir árin 2014, 2015 og 2018. Stofnunin hefur ítrekað beðið um þessar dagbækur til að glöggva sig á veiðitilhögun á langreyði en án árangurs. Fiskistofustjóri segir stofnunina ekki geta beitt fyrirtækið Hval hf. þvingunarúrræðum. Í leyfi Hvals hf. til veiða á langreyði, sem gefið var út í maí árið 2014, er sett sú krafa á hvalveiðifyrirtækið að skipstjórar haldi dagbók yfir veiðarnar og nákvæmlega skilgreint hvað skrá skuli í dagbækurnar. Er það gert svo Fiskistofa geti haft eftirlit með veiðunum. Veiðileyfið var gefið út vegna veiða árin 2014-2018. Á þessum tíma veiddi Hvalur hf. 436 langreyðar án þess að skila dagbókum sínum til Fiskistofu þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um það í veiðileyfinu til fyrirtækisins. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, veitti fyrirtækinu áframhaldandi veiðileyfi á langreyði til ársins 2023. „Við höfum verið í bréfaskriftum við lögfræðing Hvals hf. og höfum kallað eftir þessum upplýsingum, það er klár skylda fyrirtækisins að skila inn þessum gögnum þrátt fyrir að við höfum ekki áttað okkur á þessum breytingum í veiðileyfinu árið 2014,“ segir Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu. Fiskistofa afturkallaði veiðileyfi skipsins Kleifabergs fyrr á árinu vegna brota á ákvæði í veiðileyfi þess. Eyþór segir ekki hægt að afturkalla leyfi hvalveiðifyrirtækisins þar sem veiði á hval sé byggð á annarri löggjöf. „Við höfum verið að fara yfir málið og sjáum að við getum aðeins kallað eftir þessum gögnum og brýnt fyrirtækið til þess að skila umræddum dagbókum,“ segir Eyþór. „Við höfum hins vegar engin þvingunarúrræði hjá okkur til að knýja á um að gögnunum sé skilað og við getum til dæmis ekki afturkallað veiðileyfi þeirra.“ Hvalveiðifyrirtækið hefur sætt mikilli gagnrýni vegna hvalveiða sinna undanfarin ár og síðastliðið sumar var uppi hávær krafa um að veiðarnar yrðu stöðvaðar vegna kefldra kúa sem hvalveiðifyrirtækið drap á miðunum. Ekki náðist í Kristján Loftsson, forstjóra Hvals hf., við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ræðir við Japani um að selja þeim ferskt hvalkjöt Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag. 10. mars 2019 11:00 Svipað margir með og á móti áframhaldandi hvalveiðum Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum. 17. mars 2019 21:00 Fóru ekki eftir settum reglum en fá samt framlengt veiðileyfi Hvalur HF fór ekki eftir settum reglum og sendi ekki inn veiðidagbækur til Fiskistofu eftir hverja vertíð eins og reglur gerðu ráð fyrir. Fyrirtækið fékk samt framlengingu á veiðileyfi þrátt fyrir að fara ekki eftir reglunum. 3. apríl 2019 06:00 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Fiskistofa hefur enn ekki fengið sent afrit af dagbókum skipstjóra hvalveiðiskipa Hvals hf. fyrir árin 2014, 2015 og 2018. Stofnunin hefur ítrekað beðið um þessar dagbækur til að glöggva sig á veiðitilhögun á langreyði en án árangurs. Fiskistofustjóri segir stofnunina ekki geta beitt fyrirtækið Hval hf. þvingunarúrræðum. Í leyfi Hvals hf. til veiða á langreyði, sem gefið var út í maí árið 2014, er sett sú krafa á hvalveiðifyrirtækið að skipstjórar haldi dagbók yfir veiðarnar og nákvæmlega skilgreint hvað skrá skuli í dagbækurnar. Er það gert svo Fiskistofa geti haft eftirlit með veiðunum. Veiðileyfið var gefið út vegna veiða árin 2014-2018. Á þessum tíma veiddi Hvalur hf. 436 langreyðar án þess að skila dagbókum sínum til Fiskistofu þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um það í veiðileyfinu til fyrirtækisins. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, veitti fyrirtækinu áframhaldandi veiðileyfi á langreyði til ársins 2023. „Við höfum verið í bréfaskriftum við lögfræðing Hvals hf. og höfum kallað eftir þessum upplýsingum, það er klár skylda fyrirtækisins að skila inn þessum gögnum þrátt fyrir að við höfum ekki áttað okkur á þessum breytingum í veiðileyfinu árið 2014,“ segir Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu. Fiskistofa afturkallaði veiðileyfi skipsins Kleifabergs fyrr á árinu vegna brota á ákvæði í veiðileyfi þess. Eyþór segir ekki hægt að afturkalla leyfi hvalveiðifyrirtækisins þar sem veiði á hval sé byggð á annarri löggjöf. „Við höfum verið að fara yfir málið og sjáum að við getum aðeins kallað eftir þessum gögnum og brýnt fyrirtækið til þess að skila umræddum dagbókum,“ segir Eyþór. „Við höfum hins vegar engin þvingunarúrræði hjá okkur til að knýja á um að gögnunum sé skilað og við getum til dæmis ekki afturkallað veiðileyfi þeirra.“ Hvalveiðifyrirtækið hefur sætt mikilli gagnrýni vegna hvalveiða sinna undanfarin ár og síðastliðið sumar var uppi hávær krafa um að veiðarnar yrðu stöðvaðar vegna kefldra kúa sem hvalveiðifyrirtækið drap á miðunum. Ekki náðist í Kristján Loftsson, forstjóra Hvals hf., við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ræðir við Japani um að selja þeim ferskt hvalkjöt Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag. 10. mars 2019 11:00 Svipað margir með og á móti áframhaldandi hvalveiðum Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum. 17. mars 2019 21:00 Fóru ekki eftir settum reglum en fá samt framlengt veiðileyfi Hvalur HF fór ekki eftir settum reglum og sendi ekki inn veiðidagbækur til Fiskistofu eftir hverja vertíð eins og reglur gerðu ráð fyrir. Fyrirtækið fékk samt framlengingu á veiðileyfi þrátt fyrir að fara ekki eftir reglunum. 3. apríl 2019 06:00 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Ræðir við Japani um að selja þeim ferskt hvalkjöt Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag. 10. mars 2019 11:00
Svipað margir með og á móti áframhaldandi hvalveiðum Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum. 17. mars 2019 21:00
Fóru ekki eftir settum reglum en fá samt framlengt veiðileyfi Hvalur HF fór ekki eftir settum reglum og sendi ekki inn veiðidagbækur til Fiskistofu eftir hverja vertíð eins og reglur gerðu ráð fyrir. Fyrirtækið fékk samt framlengingu á veiðileyfi þrátt fyrir að fara ekki eftir reglunum. 3. apríl 2019 06:00