Fiskistofu skortir heimildir til að þvinga fram gögn frá Hval Sveinn Arnarsson skrifar 15. apríl 2019 06:00 Fiskistofa hefur ekki fengið afrit af dagbókum skipstjóra hvalveiðiskipa Hvals frá 2014. Vísir/vilhelm Fiskistofa hefur enn ekki fengið sent afrit af dagbókum skipstjóra hvalveiðiskipa Hvals hf. fyrir árin 2014, 2015 og 2018. Stofnunin hefur ítrekað beðið um þessar dagbækur til að glöggva sig á veiðitilhögun á langreyði en án árangurs. Fiskistofustjóri segir stofnunina ekki geta beitt fyrirtækið Hval hf. þvingunarúrræðum. Í leyfi Hvals hf. til veiða á langreyði, sem gefið var út í maí árið 2014, er sett sú krafa á hvalveiðifyrirtækið að skipstjórar haldi dagbók yfir veiðarnar og nákvæmlega skilgreint hvað skrá skuli í dagbækurnar. Er það gert svo Fiskistofa geti haft eftirlit með veiðunum. Veiðileyfið var gefið út vegna veiða árin 2014-2018. Á þessum tíma veiddi Hvalur hf. 436 langreyðar án þess að skila dagbókum sínum til Fiskistofu þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um það í veiðileyfinu til fyrirtækisins. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, veitti fyrirtækinu áframhaldandi veiðileyfi á langreyði til ársins 2023. „Við höfum verið í bréfaskriftum við lögfræðing Hvals hf. og höfum kallað eftir þessum upplýsingum, það er klár skylda fyrirtækisins að skila inn þessum gögnum þrátt fyrir að við höfum ekki áttað okkur á þessum breytingum í veiðileyfinu árið 2014,“ segir Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu. Fiskistofa afturkallaði veiðileyfi skipsins Kleifabergs fyrr á árinu vegna brota á ákvæði í veiðileyfi þess. Eyþór segir ekki hægt að afturkalla leyfi hvalveiðifyrirtækisins þar sem veiði á hval sé byggð á annarri löggjöf. „Við höfum verið að fara yfir málið og sjáum að við getum aðeins kallað eftir þessum gögnum og brýnt fyrirtækið til þess að skila umræddum dagbókum,“ segir Eyþór. „Við höfum hins vegar engin þvingunarúrræði hjá okkur til að knýja á um að gögnunum sé skilað og við getum til dæmis ekki afturkallað veiðileyfi þeirra.“ Hvalveiðifyrirtækið hefur sætt mikilli gagnrýni vegna hvalveiða sinna undanfarin ár og síðastliðið sumar var uppi hávær krafa um að veiðarnar yrðu stöðvaðar vegna kefldra kúa sem hvalveiðifyrirtækið drap á miðunum. Ekki náðist í Kristján Loftsson, forstjóra Hvals hf., við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ræðir við Japani um að selja þeim ferskt hvalkjöt Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag. 10. mars 2019 11:00 Svipað margir með og á móti áframhaldandi hvalveiðum Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum. 17. mars 2019 21:00 Fóru ekki eftir settum reglum en fá samt framlengt veiðileyfi Hvalur HF fór ekki eftir settum reglum og sendi ekki inn veiðidagbækur til Fiskistofu eftir hverja vertíð eins og reglur gerðu ráð fyrir. Fyrirtækið fékk samt framlengingu á veiðileyfi þrátt fyrir að fara ekki eftir reglunum. 3. apríl 2019 06:00 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Sjá meira
Fiskistofa hefur enn ekki fengið sent afrit af dagbókum skipstjóra hvalveiðiskipa Hvals hf. fyrir árin 2014, 2015 og 2018. Stofnunin hefur ítrekað beðið um þessar dagbækur til að glöggva sig á veiðitilhögun á langreyði en án árangurs. Fiskistofustjóri segir stofnunina ekki geta beitt fyrirtækið Hval hf. þvingunarúrræðum. Í leyfi Hvals hf. til veiða á langreyði, sem gefið var út í maí árið 2014, er sett sú krafa á hvalveiðifyrirtækið að skipstjórar haldi dagbók yfir veiðarnar og nákvæmlega skilgreint hvað skrá skuli í dagbækurnar. Er það gert svo Fiskistofa geti haft eftirlit með veiðunum. Veiðileyfið var gefið út vegna veiða árin 2014-2018. Á þessum tíma veiddi Hvalur hf. 436 langreyðar án þess að skila dagbókum sínum til Fiskistofu þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um það í veiðileyfinu til fyrirtækisins. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, veitti fyrirtækinu áframhaldandi veiðileyfi á langreyði til ársins 2023. „Við höfum verið í bréfaskriftum við lögfræðing Hvals hf. og höfum kallað eftir þessum upplýsingum, það er klár skylda fyrirtækisins að skila inn þessum gögnum þrátt fyrir að við höfum ekki áttað okkur á þessum breytingum í veiðileyfinu árið 2014,“ segir Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu. Fiskistofa afturkallaði veiðileyfi skipsins Kleifabergs fyrr á árinu vegna brota á ákvæði í veiðileyfi þess. Eyþór segir ekki hægt að afturkalla leyfi hvalveiðifyrirtækisins þar sem veiði á hval sé byggð á annarri löggjöf. „Við höfum verið að fara yfir málið og sjáum að við getum aðeins kallað eftir þessum gögnum og brýnt fyrirtækið til þess að skila umræddum dagbókum,“ segir Eyþór. „Við höfum hins vegar engin þvingunarúrræði hjá okkur til að knýja á um að gögnunum sé skilað og við getum til dæmis ekki afturkallað veiðileyfi þeirra.“ Hvalveiðifyrirtækið hefur sætt mikilli gagnrýni vegna hvalveiða sinna undanfarin ár og síðastliðið sumar var uppi hávær krafa um að veiðarnar yrðu stöðvaðar vegna kefldra kúa sem hvalveiðifyrirtækið drap á miðunum. Ekki náðist í Kristján Loftsson, forstjóra Hvals hf., við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ræðir við Japani um að selja þeim ferskt hvalkjöt Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag. 10. mars 2019 11:00 Svipað margir með og á móti áframhaldandi hvalveiðum Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum. 17. mars 2019 21:00 Fóru ekki eftir settum reglum en fá samt framlengt veiðileyfi Hvalur HF fór ekki eftir settum reglum og sendi ekki inn veiðidagbækur til Fiskistofu eftir hverja vertíð eins og reglur gerðu ráð fyrir. Fyrirtækið fékk samt framlengingu á veiðileyfi þrátt fyrir að fara ekki eftir reglunum. 3. apríl 2019 06:00 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Sjá meira
Ræðir við Japani um að selja þeim ferskt hvalkjöt Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag. 10. mars 2019 11:00
Svipað margir með og á móti áframhaldandi hvalveiðum Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum. 17. mars 2019 21:00
Fóru ekki eftir settum reglum en fá samt framlengt veiðileyfi Hvalur HF fór ekki eftir settum reglum og sendi ekki inn veiðidagbækur til Fiskistofu eftir hverja vertíð eins og reglur gerðu ráð fyrir. Fyrirtækið fékk samt framlengingu á veiðileyfi þrátt fyrir að fara ekki eftir reglunum. 3. apríl 2019 06:00