Innlent

Felldu niður bótakröfu farþega WOW air vegna maura

Birgir Olgeirsson skrifar
Vélin var innsigluð af kanadískum flugmálayfirvöldum sem seinkað för hennar um 22 klukkutíma.
Vélin var innsigluð af kanadískum flugmálayfirvöldum sem seinkað för hennar um 22 klukkutíma. Vísir/Vilhelm
Samgöngustofa hefur hafnað kröfu farþega um bætur eftir að 22 tíma seinkun varð á flugi þeirra með WOW air frá Montreal til Keflavíkur 26. mars í fyrra. Á leið vélarinnar til Montreal varð áhöfn hennar vör við maura um borð en kanadísk flugmálayfirvöld tóku vélina yfir við komu hennar til Montreal eftir að það var tilkynnt.

Var vélin í haldi yfirvalda í um það bil 20 klukkustundir og gerði WOW air allt til að takmarka röskun á ferðum farþega vegna þessa.

Samkvæmt Evrópulöggjöf geta flugfarþegar átt rétt á bótum vegna tafa eða seinkunar eða ef flugi er aflýst. Ef flugrekandinn getur hins vegar sýnt fram á að töfin hafi verið vegna óviðráðanlegra aðstæðna sem ekki var hægt að afstýra þó gerðar hafi verið allar nauðsynlegar ráðstafanir, þá fellur réttur til bóta niður. 

Álitaefni þessa máls snerist um hvort að seinkunin sem varð á umrædda flugi fallir undir óviðráðanlegar aðstæður eða ekki. 

Samgöngustofa taldi að rekja megi seinkunina til óviðráðanlegra aðstæðna þar sem vélin var innsigluð af kanadískum flugmálayfirvöldum vegna þeirra skordýra sem fundust í vélinni. Því var bótakröfu farþeganna hafnað. 


Tengdar fréttir

Maurar skriðu út úr farangurshólfinu

Flugvél á vegum WOW-air var sett í sóttkví í nokkrar klukkustundir á flugbraut í Montreal í gær eftir að eftirlitsmenn höfðu rekið augun í fjölda maura í vélinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×