Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 75-90 │Stjarnan knúði fram oddaleik Árni Jóhannsson skrifar 15. apríl 2019 23:00 vísir/vilhelm Það var mikil og góð stemmning í Hertz-hellinum í Breiðholti í kvöld þegar ÍR tók á móti Stjörnunni í fjórða leik undanúrslita einvígisins í Dominos deild karla í körfubolta. ÍR var yfir 2-1 í einvíginu og gátu komið sér í úrslitaeinvígið með sigri. Stjörnumenn voru þó á öðru máli að hleypa þeim í svoleiðis ævintýri og náðu tökum á leiknum þegar skammt var liðið af leiknum og litu nánast aldrei um öxl. Varnarleikur gestanna úr Garðabænum var mjög góður í fyrsta leikhluta og í kjölfarið kom, það sem við getum kallað, eðlilegur sóknarleikur eftir því sem Stjarnan hefur sýnt okkur í vetur. Stjarnan náði að vinna sér inn 10 stiga forskot og héldu því út allan leikinn. Þegar ÍR-ingar náðu að nálgast þá eitthvað að ráði settu gestirnir bremsurnar á í vörninni og náðu alltaf að skora á ÍR-inga sem þurftu að eyða mikilli orku í að elta gestina sem eiga nóg af mannskap til að taka upp slakann ef á reynir. Leikurinn var í jafnvægi út fjórða leikhlutann og þegar um mínúta var eftir fengu minni spámenn tækifæri til að sýna sig og klára leikinn. Stjarnan fór með sigur af hólmi 75-90 og knúðu fram oddaleik um það hvort liðið fer í úrslitaeinvígið á móti KR.Afhverju vann Stjarnan?Það er ástæða fyrir því að Stjarnan er deildarmeistari. Þeir hafa mikil gæði í leikmannahópi sínum og þau gæði ná alla leið niður í 8. mann skulum við segja. ÍR gerði oft vel í að stoppa aðalmennina en þá fengu Stjörnumenn framlag og stig frá rulluspilurunum. Colin Pryor skoraði stórar körfur og stal boltanum þegar mikil lá við og Tómas Þórður Hilmarsson skilaði góðu framlagi.Hvað gekk illa? ÍR náði ekki sínum leik í dag og því fór sem fór en varnarleikur þeirra var ekki nógu góður á löngum köflum og áttu þeir í miklum vandræðum með að stoppa Ægi Þór sem átti greiða leið inn í teiginn til að skora eða senda út á sína menn. Þá áttu þeir erfitt með að hitta vítunum sínum en þeir klikkuðu 10 slíkum og það telur þegar þú ert að elta eins gott lið og Stjörnuna.Besti maður vallarins?Ægir Þór Steinarsson var stórkostlegur í kvöld en hann skoraði 34 stig, tók 7 fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Það sem meira er að hann var duglegur að sækja villur og skoraði hann úr öllum vítum sínum sem voru 16 talsins.Hvað næst?Það er bara spilað upp á allar marmarakúlurnar á skírdag. Oddaleikurinn fer fram í Ásgarði á fimmtudaginn og þá kemur í ljós hver fer í úrslitaeinvígið en spilað verður til þrautar. Þetta er það sem körfuboltaáhangendur vilja og þetta einvígi hefur verið virkilega gott hingað til og vonandi heldur það áfram.Borche: Ég er ekki ánægður með dómarana „Fyrir það fyrsta þá erum við að klikka á allt of mörgum vítum,“ var það fyrsta sem þjálfari ÍR nefndi sem ástæðuna fyrir tapi sinna manna í leik númer fjögur í einvíginu á móti Stjörnunni. Það voru þó fleiri hlutir sem hann gat talið til sem hann og gerði. „Við vorum kannski of spenntir, miðað við þá möguleika sem við áttum í þessum leik og skapaði það stress hjá okkur. Það vor svo tveir hlutir sem við tókum ekki með í njósna vinnuna okkar í fyrsta lagi 34 stig frá Ægi og að 16 af þeim hafi komið af vítalínunni.“ „Ég hefði orðið ánægður ef Matti hefði fengið einhver vítaskot fyrir sömu hlutina og Ægir fékk í dag. Sérstaklega þegar hann var að ráðast á körfuna en þeir flautuðu ekki á það.“ „Mér fannst línan ekki góð hjá dómurunum, þeir dæmdu á eitt í fyrri hálfleik og svo allt annað í þeim seinni. Þeir voru þó að dæma á bæði lið þangað til við nálguðumst aftur og þá breyttu þeir aftur línunni og okkur í óhag.“ „Ég er ekki ánægður með dómarana í kvöld. Þetta var ein ástæða fyrir tapinu. Önnur var að við hefðu þurft að vera klárari í leiknum og ekki einbeita okkur jafn mikið að dómurunum. Við hefðum átt að finna mistökin okkar og laga þau.“ „Það var erfitt að Capers hafi fengið þrjár villur mjög snemma og þess vegna þurfti ég að setja hann á bekkinn og spara hann. Þegar þess þarf þá gerir það okkur erfiðara fyrir.“ „Stjarnan er með gott lið það er á hreinu en ég bjóst við að við myndum ná að halda okkur við okkar leikplan og það sem skilaði okkur sigrum í seinustu tveimur leikjum. Svona er þetta bara en einvígið er jafnt núna og við töpuðum einni orrustu en stríðið heldur áfram þangað til á fimmtudag.“ Borche var svo að lokum spurður hvort hann þyrfti að rýna í taktíkina eða huga leikmanna fyrir oddaleikinn á fimmtudag. „Það er bæði. Stjarnan er með of mikla reynslu og gæði í sínum mönnum. Svo hafa þeir virðingu dómaranna þannig að þeir dæma ekki jafn mikið á þá og venjulega en það er kannski bara mín skoðun,“ sagði Borche.Hlynur: Breyttu einvíginu í körfubolta frá 10. áratugnum Fyrirliði Stjörnunnar var spurður að því hvort að það sem við sáum í kvöld hafi ekki verið eðlilegur Stjörnuleikur. Það er að segja að þeir hafi náð vopnum sínum aftur og spilað sinn leik. „Jú við komumst í ágætis flæði. Það sem ÍR gerði eftir fyrsta leikinn og sem var fáránlega klókt hjá þeim. Borche náði að snúa mómentinu með þeim með því að gagnrýna dómgæsluna eftir fyrsta leik og snúa þessu upp í slagsmál, færði línuna ótrúlega oft.“ „Við höfðum um tvennt að velja, það er að væla yfir því eða taka svolítið á móti þeim. Mér fannst við ná flæði í okkar leik núna, þeir hafa unnið slagsmálin í undanförnum leikjum. Það hefur ekki vantað upp á baráttu hjá okkur heldur bara svona herslumuninn í lok leikja og þegar mest á reyndi.“ „Við höfðu náttúrlega Ægi sem var stórkostlegur en það hjálpaði mjög mikið að hafa aðra leikmenn til að stíga upp sem gáfu okkur auka búst í fyrri hálfleik.“ „Við þurfum algjörlega að nýta okkur rulluspilarana í næsta leik. Það hefur verið talað um breiddina hjá okkur í allan vetur það er ástæða fyrir því. Í seinasta leik þá nýttum við þá ekki nógu mikið, ég var til dæmis alveg búinn með bensínið og við þurfum þess ekki. Við erum alveg með nógu góða menn á bekknum til að taka álagið af okkur.“ Hlynur var svo að lokum beðinn um að leggja mat á það hvernig hann sæi leikinn fyrir sér á fimmtudaginn. „Við ætlum að reyna að ná upp hraðanum og bara að taka á móti þeim strax því línan verður lögð strax. Eins og ég segi þá náðu þeir að breyta línunni, breyttu einvíginu í körfubolta frá 10. áratugnum og við verðum að vera klárir, njóta þess að spila og vera til.“Arnar: Bara Sigga Kling sem getur svarað því hvort að þetta verði eitthvað svipað Stjarnan virðist hafa fundið svör við leik ÍR og náð sínum leik aftur en þjálfari þeirra var spurður út í hvort það væri rétt metið hjá blaðamanni eftir leik. „Ég held að þetta séu bara áþekk lið og þetta er bara barningur og í dag vorum það við sem höfðum betur, guði sé lof og það gefur okkur annan dag“. Arnar var spurður hvað hann og hans menn hefðu verið að vinna í á milli leikja og hvort um væri að ræða hugarfar eða leikskipulag. „Vinna á milli leikja? Við reyndum að hvíla okkur og borða og fara í sjúkraþjálfun. Við hittumst og löbbuðum í gegnum einhverja hluti en við unnum ekki í neinum hlutum. Nú snýst þetta um að reyna að vera heill heilsu. Hvorugt lið er að gera eitthvað sem kemur hinu á óvart“, sagði Arnar og brosti við áður en hann bætti við um oddaleikinn á fimmtudag. „Við þurfum að skora einu stigi meira en ÍR það verður bara blóðug barátta og mig hlakkar mikið til en það er bara Sigga Kling sé eina sem getur svarað því hvort að þetta verði eitthvað svipað. Ég hef ekki hugmynd um það“. Dominos-deild karla
Það var mikil og góð stemmning í Hertz-hellinum í Breiðholti í kvöld þegar ÍR tók á móti Stjörnunni í fjórða leik undanúrslita einvígisins í Dominos deild karla í körfubolta. ÍR var yfir 2-1 í einvíginu og gátu komið sér í úrslitaeinvígið með sigri. Stjörnumenn voru þó á öðru máli að hleypa þeim í svoleiðis ævintýri og náðu tökum á leiknum þegar skammt var liðið af leiknum og litu nánast aldrei um öxl. Varnarleikur gestanna úr Garðabænum var mjög góður í fyrsta leikhluta og í kjölfarið kom, það sem við getum kallað, eðlilegur sóknarleikur eftir því sem Stjarnan hefur sýnt okkur í vetur. Stjarnan náði að vinna sér inn 10 stiga forskot og héldu því út allan leikinn. Þegar ÍR-ingar náðu að nálgast þá eitthvað að ráði settu gestirnir bremsurnar á í vörninni og náðu alltaf að skora á ÍR-inga sem þurftu að eyða mikilli orku í að elta gestina sem eiga nóg af mannskap til að taka upp slakann ef á reynir. Leikurinn var í jafnvægi út fjórða leikhlutann og þegar um mínúta var eftir fengu minni spámenn tækifæri til að sýna sig og klára leikinn. Stjarnan fór með sigur af hólmi 75-90 og knúðu fram oddaleik um það hvort liðið fer í úrslitaeinvígið á móti KR.Afhverju vann Stjarnan?Það er ástæða fyrir því að Stjarnan er deildarmeistari. Þeir hafa mikil gæði í leikmannahópi sínum og þau gæði ná alla leið niður í 8. mann skulum við segja. ÍR gerði oft vel í að stoppa aðalmennina en þá fengu Stjörnumenn framlag og stig frá rulluspilurunum. Colin Pryor skoraði stórar körfur og stal boltanum þegar mikil lá við og Tómas Þórður Hilmarsson skilaði góðu framlagi.Hvað gekk illa? ÍR náði ekki sínum leik í dag og því fór sem fór en varnarleikur þeirra var ekki nógu góður á löngum köflum og áttu þeir í miklum vandræðum með að stoppa Ægi Þór sem átti greiða leið inn í teiginn til að skora eða senda út á sína menn. Þá áttu þeir erfitt með að hitta vítunum sínum en þeir klikkuðu 10 slíkum og það telur þegar þú ert að elta eins gott lið og Stjörnuna.Besti maður vallarins?Ægir Þór Steinarsson var stórkostlegur í kvöld en hann skoraði 34 stig, tók 7 fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Það sem meira er að hann var duglegur að sækja villur og skoraði hann úr öllum vítum sínum sem voru 16 talsins.Hvað næst?Það er bara spilað upp á allar marmarakúlurnar á skírdag. Oddaleikurinn fer fram í Ásgarði á fimmtudaginn og þá kemur í ljós hver fer í úrslitaeinvígið en spilað verður til þrautar. Þetta er það sem körfuboltaáhangendur vilja og þetta einvígi hefur verið virkilega gott hingað til og vonandi heldur það áfram.Borche: Ég er ekki ánægður með dómarana „Fyrir það fyrsta þá erum við að klikka á allt of mörgum vítum,“ var það fyrsta sem þjálfari ÍR nefndi sem ástæðuna fyrir tapi sinna manna í leik númer fjögur í einvíginu á móti Stjörnunni. Það voru þó fleiri hlutir sem hann gat talið til sem hann og gerði. „Við vorum kannski of spenntir, miðað við þá möguleika sem við áttum í þessum leik og skapaði það stress hjá okkur. Það vor svo tveir hlutir sem við tókum ekki með í njósna vinnuna okkar í fyrsta lagi 34 stig frá Ægi og að 16 af þeim hafi komið af vítalínunni.“ „Ég hefði orðið ánægður ef Matti hefði fengið einhver vítaskot fyrir sömu hlutina og Ægir fékk í dag. Sérstaklega þegar hann var að ráðast á körfuna en þeir flautuðu ekki á það.“ „Mér fannst línan ekki góð hjá dómurunum, þeir dæmdu á eitt í fyrri hálfleik og svo allt annað í þeim seinni. Þeir voru þó að dæma á bæði lið þangað til við nálguðumst aftur og þá breyttu þeir aftur línunni og okkur í óhag.“ „Ég er ekki ánægður með dómarana í kvöld. Þetta var ein ástæða fyrir tapinu. Önnur var að við hefðu þurft að vera klárari í leiknum og ekki einbeita okkur jafn mikið að dómurunum. Við hefðum átt að finna mistökin okkar og laga þau.“ „Það var erfitt að Capers hafi fengið þrjár villur mjög snemma og þess vegna þurfti ég að setja hann á bekkinn og spara hann. Þegar þess þarf þá gerir það okkur erfiðara fyrir.“ „Stjarnan er með gott lið það er á hreinu en ég bjóst við að við myndum ná að halda okkur við okkar leikplan og það sem skilaði okkur sigrum í seinustu tveimur leikjum. Svona er þetta bara en einvígið er jafnt núna og við töpuðum einni orrustu en stríðið heldur áfram þangað til á fimmtudag.“ Borche var svo að lokum spurður hvort hann þyrfti að rýna í taktíkina eða huga leikmanna fyrir oddaleikinn á fimmtudag. „Það er bæði. Stjarnan er með of mikla reynslu og gæði í sínum mönnum. Svo hafa þeir virðingu dómaranna þannig að þeir dæma ekki jafn mikið á þá og venjulega en það er kannski bara mín skoðun,“ sagði Borche.Hlynur: Breyttu einvíginu í körfubolta frá 10. áratugnum Fyrirliði Stjörnunnar var spurður að því hvort að það sem við sáum í kvöld hafi ekki verið eðlilegur Stjörnuleikur. Það er að segja að þeir hafi náð vopnum sínum aftur og spilað sinn leik. „Jú við komumst í ágætis flæði. Það sem ÍR gerði eftir fyrsta leikinn og sem var fáránlega klókt hjá þeim. Borche náði að snúa mómentinu með þeim með því að gagnrýna dómgæsluna eftir fyrsta leik og snúa þessu upp í slagsmál, færði línuna ótrúlega oft.“ „Við höfðum um tvennt að velja, það er að væla yfir því eða taka svolítið á móti þeim. Mér fannst við ná flæði í okkar leik núna, þeir hafa unnið slagsmálin í undanförnum leikjum. Það hefur ekki vantað upp á baráttu hjá okkur heldur bara svona herslumuninn í lok leikja og þegar mest á reyndi.“ „Við höfðu náttúrlega Ægi sem var stórkostlegur en það hjálpaði mjög mikið að hafa aðra leikmenn til að stíga upp sem gáfu okkur auka búst í fyrri hálfleik.“ „Við þurfum algjörlega að nýta okkur rulluspilarana í næsta leik. Það hefur verið talað um breiddina hjá okkur í allan vetur það er ástæða fyrir því. Í seinasta leik þá nýttum við þá ekki nógu mikið, ég var til dæmis alveg búinn með bensínið og við þurfum þess ekki. Við erum alveg með nógu góða menn á bekknum til að taka álagið af okkur.“ Hlynur var svo að lokum beðinn um að leggja mat á það hvernig hann sæi leikinn fyrir sér á fimmtudaginn. „Við ætlum að reyna að ná upp hraðanum og bara að taka á móti þeim strax því línan verður lögð strax. Eins og ég segi þá náðu þeir að breyta línunni, breyttu einvíginu í körfubolta frá 10. áratugnum og við verðum að vera klárir, njóta þess að spila og vera til.“Arnar: Bara Sigga Kling sem getur svarað því hvort að þetta verði eitthvað svipað Stjarnan virðist hafa fundið svör við leik ÍR og náð sínum leik aftur en þjálfari þeirra var spurður út í hvort það væri rétt metið hjá blaðamanni eftir leik. „Ég held að þetta séu bara áþekk lið og þetta er bara barningur og í dag vorum það við sem höfðum betur, guði sé lof og það gefur okkur annan dag“. Arnar var spurður hvað hann og hans menn hefðu verið að vinna í á milli leikja og hvort um væri að ræða hugarfar eða leikskipulag. „Vinna á milli leikja? Við reyndum að hvíla okkur og borða og fara í sjúkraþjálfun. Við hittumst og löbbuðum í gegnum einhverja hluti en við unnum ekki í neinum hlutum. Nú snýst þetta um að reyna að vera heill heilsu. Hvorugt lið er að gera eitthvað sem kemur hinu á óvart“, sagði Arnar og brosti við áður en hann bætti við um oddaleikinn á fimmtudag. „Við þurfum að skora einu stigi meira en ÍR það verður bara blóðug barátta og mig hlakkar mikið til en það er bara Sigga Kling sé eina sem getur svarað því hvort að þetta verði eitthvað svipað. Ég hef ekki hugmynd um það“.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum