Þarf að leita yfir miðjuna til að mynda ríkisstjórn Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. apríl 2019 19:30 Þetta er í fyrsta sinn í 20 ár sem Jafnaðarmenn eru stærsti flokkurinn á finnska þinginu, með 40 þingmenn af 200. Hefðin er sú í finnskum stjórnmálum að stærsti flokkurinn muni leiða stjórnarmyndunarviðræður og fara með embætti forsætisráðherra. Það mun því falla í hlut Antti Rinne, formanns jafnaðarmanna. Hlutverk Rinne mun þó reynast þrautinni þyngri. Flokkur Rinne fékk ekki nema 17.7 prósent atkvæða. Þetta er í fyrsta sinn í finnskri stjórnmálasögu þar sem enginn einn flokkur fær yfir 20 prósent atkvæða og finnska þingið aldrei verið brotakenndara en tíu stjórnmálaflokkar eiga þar sæti. Þá vann Finnaflokkurinn, áður Sannir Finnar, varnarsigur eftir erfitt kjörtímabil. Flokkurinn hafði dalað í skoðanakönnunum en fór á flug á hárréttum tíma, nokkrum vikum fyrir kosningar. Þegar búið var að telja öll atkvæði var ljóst að hann var skammt undan jafnaðarmönnum með 39 þingsæti og 17,5 prósent atkvæða.Skipting þingsæta á finnska þinginuInfogram Formaður flokksins, Jussi Halla-aho, segir flokk sinn tilbúinn að vinna með hvaða flokki sem er í ríkisstjórn. Hinsvegar sé hann ekki tilbúinn að gefa afslátt á stefnumálum sínum í skiptum fyrir ráðherrasæti. Flokkurinn vill taka upp harðari innflytjendastefnu og þá er hann á móti því að aðgerðir í umhverfismálum bitni á finnskum iðnaði. Flestir flokkar hafa þegar útilokað stjórnarsamstarf með Finnaflokknum og þykir hann einangraður yst á hægri væng finnskra stjórnmála. Formaður jafnaðarmanna mun að öllum líkindum snúa sér fyrst til Vinstriflokksins og Græningja til að mynda stjórn. Báðum flokkum gekk vel í kosningabaráttunni og bættu við sig þingmönnum. Græningjar eru þannig með 20 þingmenn og Vinstriflokkurinn með 16. Það mun þó ekki vera nóg til að mynda vinstristjórn. Þannig mun Rinne þurfa að leita yfir miðjuna og bjóða fráfarandi stjórnarflokkum, Miðflokknum eða Sambandsflokknum, þátttöku í ríkisstjórn. þær viðræður gætu reynst snúnar. Sambandsflokkurinn kom merkilega vel undan stjórnarsamstarfi með 38 þingmenn en Miðflokkurinn fékk verstu útreiðina og tapaði 18 þingmönnum og er nú með 31. Kosningarnar þóttu góðar fyrir kvenkyns frambjóðendur en 92 konur sitja nú á 200 manna þinginu. Aldrei hafa fleiri konur verið kosnar á þing í Finnlandi. Finnland Tengdar fréttir Snúin staða eftir tvísýnar þingkosningar í Finnlandi Stjórnarmyndun gæti reynst erfið eftir þingkosningar í Finnlandi sem fram fóru í gær. Miðflokkur forsætisráðherrans Juha Sipilä tapaði miklu fylgi en Jafnaðarmenn og Finnaflokkurinn berjast um að verða stærsti flokkurinn á þinginu. 15. apríl 2019 06:45 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn í 20 ár sem Jafnaðarmenn eru stærsti flokkurinn á finnska þinginu, með 40 þingmenn af 200. Hefðin er sú í finnskum stjórnmálum að stærsti flokkurinn muni leiða stjórnarmyndunarviðræður og fara með embætti forsætisráðherra. Það mun því falla í hlut Antti Rinne, formanns jafnaðarmanna. Hlutverk Rinne mun þó reynast þrautinni þyngri. Flokkur Rinne fékk ekki nema 17.7 prósent atkvæða. Þetta er í fyrsta sinn í finnskri stjórnmálasögu þar sem enginn einn flokkur fær yfir 20 prósent atkvæða og finnska þingið aldrei verið brotakenndara en tíu stjórnmálaflokkar eiga þar sæti. Þá vann Finnaflokkurinn, áður Sannir Finnar, varnarsigur eftir erfitt kjörtímabil. Flokkurinn hafði dalað í skoðanakönnunum en fór á flug á hárréttum tíma, nokkrum vikum fyrir kosningar. Þegar búið var að telja öll atkvæði var ljóst að hann var skammt undan jafnaðarmönnum með 39 þingsæti og 17,5 prósent atkvæða.Skipting þingsæta á finnska þinginuInfogram Formaður flokksins, Jussi Halla-aho, segir flokk sinn tilbúinn að vinna með hvaða flokki sem er í ríkisstjórn. Hinsvegar sé hann ekki tilbúinn að gefa afslátt á stefnumálum sínum í skiptum fyrir ráðherrasæti. Flokkurinn vill taka upp harðari innflytjendastefnu og þá er hann á móti því að aðgerðir í umhverfismálum bitni á finnskum iðnaði. Flestir flokkar hafa þegar útilokað stjórnarsamstarf með Finnaflokknum og þykir hann einangraður yst á hægri væng finnskra stjórnmála. Formaður jafnaðarmanna mun að öllum líkindum snúa sér fyrst til Vinstriflokksins og Græningja til að mynda stjórn. Báðum flokkum gekk vel í kosningabaráttunni og bættu við sig þingmönnum. Græningjar eru þannig með 20 þingmenn og Vinstriflokkurinn með 16. Það mun þó ekki vera nóg til að mynda vinstristjórn. Þannig mun Rinne þurfa að leita yfir miðjuna og bjóða fráfarandi stjórnarflokkum, Miðflokknum eða Sambandsflokknum, þátttöku í ríkisstjórn. þær viðræður gætu reynst snúnar. Sambandsflokkurinn kom merkilega vel undan stjórnarsamstarfi með 38 þingmenn en Miðflokkurinn fékk verstu útreiðina og tapaði 18 þingmönnum og er nú með 31. Kosningarnar þóttu góðar fyrir kvenkyns frambjóðendur en 92 konur sitja nú á 200 manna þinginu. Aldrei hafa fleiri konur verið kosnar á þing í Finnlandi.
Finnland Tengdar fréttir Snúin staða eftir tvísýnar þingkosningar í Finnlandi Stjórnarmyndun gæti reynst erfið eftir þingkosningar í Finnlandi sem fram fóru í gær. Miðflokkur forsætisráðherrans Juha Sipilä tapaði miklu fylgi en Jafnaðarmenn og Finnaflokkurinn berjast um að verða stærsti flokkurinn á þinginu. 15. apríl 2019 06:45 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Sjá meira
Snúin staða eftir tvísýnar þingkosningar í Finnlandi Stjórnarmyndun gæti reynst erfið eftir þingkosningar í Finnlandi sem fram fóru í gær. Miðflokkur forsætisráðherrans Juha Sipilä tapaði miklu fylgi en Jafnaðarmenn og Finnaflokkurinn berjast um að verða stærsti flokkurinn á þinginu. 15. apríl 2019 06:45