Ekkert banaslys orðið í umferðinni á árinu það sem af er Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. apríl 2019 18:30 Ekkert banaslys hefur orðið í umferðinni það sem af er ári og fara þarf tæplega áttatíu ár aftur í tímann til þess að finna tímabil þar sem ekkert banaslys hafði orðið þegar svo langt er liðið inn á árið eins og nú. Sérfræðingur í forvörnum segir samspil margra þátta valda því að slíkur árangur næst. Á síðustu tíu árum hefur nær á annan tug látist í umferðinni ár hvert. Flestir í fyrra og árið 2016 eða átján en fæstir létust árið 2014 eða fjórir. Nú er fjórði mánuður ársins 2019 vel á veg kominn og ekkert banaslys orðið það sem af er ársins. Það sem vekur athygli þegar tölfræði er skoðuð aftur í tímann er leita þarf aftur til ársins 1940 til að finna ár þar sem lengra var liðið inn á árið þegar fyrsta banaslysið á árinu varð. Flest hafa fyrstu banaslysin orðið í janúar á síðasta áratug, 2018, 2017, 2016, 2014, 2011, 2009, eitt í febrúar 2015 og þrjú í mars 2010, 2012, 2013.Ágúst Mogensen, sérfræðingur í forvörnumVísir/BaldurSamspil margra þátta þegar árangur næst „Þetta hefur verið sveiflukennt og við fögnum því að ekkert banaslys hafi orðið það sem af er árinu. undanfarin ár höfum haft töluvert af slysum þar sem að erlendir ferðamenn hafa komið við sögu. Einnig að óvarðir vegfarendur, hjólreiðamenn og gangandi hafi slasast. Slysum bíla hefur verið að fækka gegnum gangandi,“ Ágúst Mogensen, sérfræðingur í forvörnum. Ágúst segir margt koma til þegar árangur næst í forvörnum í þessum málaflokki. Unnið er eftir umferðaröryggisáætlun sem er í gildi þar sem meðal annars hefur verið ráðist í átak vegna farsímanotkunar, fræðsla hafi aukist, bílar eru öruggari. Þá segir Ágúst að hækkun sekta hafi haft áhrif til hins betra. „Við þykjumst finna varðandi farsímanotkun að það er aukin umræða um farsímanotkun og hversu slæmt það er að nota farsíma undir stýri. Sama má segja um hraðaksturinn. Meðal hraði hefur lækkað á vegunum og bílbeltanotkun hefur aukist,“ segir Ágúst.Lögreglan á Suðurlandi við hraðamælingarVísir/JóhannKAlgengustu orsakir banaslys segir Ágúst vera meðal annars hraðakstur „Algengustu orsakir meiðsla, að einhver dó eða slasaðist mikið er að bílbelti var ekki notað, svefn og þreyta sem er mjög van talið sennilega.“ segir Ágúst. Hann bætir við að ölvunarakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna einnig vera þekktan orsakavald. Páskahelgin er hvert ein af stærstu ferðahelgum ársins og við því að búast að umferð um þjóðvegi landsins muni aukast strax á miðvikudag og þrátt fyrir að vor sé í veðri eru ökumenn og vegfarendur beðnir um að fylgjast vel með veðurspám áður en lagt er af stað með tilliti til færðar á fjallvegum og heiðum. „Það er páskahelgi fram undan. Það er ferðahelgi fram undan. Það eru íslenski og erlendir ferðamenn sem eru á vegunum og þess vegna er full ástæðan til þess að brýna fólk til þess að taka því rólega, aka varlega. Ekki neyta áfengis og aka. Ekki tala í farsímann. Slaka á og fá sér páskaegg og njóta helgarinnar,“ segir Ágúst.Slökkviilðsmenn á vettvangi umferðarslyssVísir/Vilhelm Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Sjá meira
Ekkert banaslys hefur orðið í umferðinni það sem af er ári og fara þarf tæplega áttatíu ár aftur í tímann til þess að finna tímabil þar sem ekkert banaslys hafði orðið þegar svo langt er liðið inn á árið eins og nú. Sérfræðingur í forvörnum segir samspil margra þátta valda því að slíkur árangur næst. Á síðustu tíu árum hefur nær á annan tug látist í umferðinni ár hvert. Flestir í fyrra og árið 2016 eða átján en fæstir létust árið 2014 eða fjórir. Nú er fjórði mánuður ársins 2019 vel á veg kominn og ekkert banaslys orðið það sem af er ársins. Það sem vekur athygli þegar tölfræði er skoðuð aftur í tímann er leita þarf aftur til ársins 1940 til að finna ár þar sem lengra var liðið inn á árið þegar fyrsta banaslysið á árinu varð. Flest hafa fyrstu banaslysin orðið í janúar á síðasta áratug, 2018, 2017, 2016, 2014, 2011, 2009, eitt í febrúar 2015 og þrjú í mars 2010, 2012, 2013.Ágúst Mogensen, sérfræðingur í forvörnumVísir/BaldurSamspil margra þátta þegar árangur næst „Þetta hefur verið sveiflukennt og við fögnum því að ekkert banaslys hafi orðið það sem af er árinu. undanfarin ár höfum haft töluvert af slysum þar sem að erlendir ferðamenn hafa komið við sögu. Einnig að óvarðir vegfarendur, hjólreiðamenn og gangandi hafi slasast. Slysum bíla hefur verið að fækka gegnum gangandi,“ Ágúst Mogensen, sérfræðingur í forvörnum. Ágúst segir margt koma til þegar árangur næst í forvörnum í þessum málaflokki. Unnið er eftir umferðaröryggisáætlun sem er í gildi þar sem meðal annars hefur verið ráðist í átak vegna farsímanotkunar, fræðsla hafi aukist, bílar eru öruggari. Þá segir Ágúst að hækkun sekta hafi haft áhrif til hins betra. „Við þykjumst finna varðandi farsímanotkun að það er aukin umræða um farsímanotkun og hversu slæmt það er að nota farsíma undir stýri. Sama má segja um hraðaksturinn. Meðal hraði hefur lækkað á vegunum og bílbeltanotkun hefur aukist,“ segir Ágúst.Lögreglan á Suðurlandi við hraðamælingarVísir/JóhannKAlgengustu orsakir banaslys segir Ágúst vera meðal annars hraðakstur „Algengustu orsakir meiðsla, að einhver dó eða slasaðist mikið er að bílbelti var ekki notað, svefn og þreyta sem er mjög van talið sennilega.“ segir Ágúst. Hann bætir við að ölvunarakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna einnig vera þekktan orsakavald. Páskahelgin er hvert ein af stærstu ferðahelgum ársins og við því að búast að umferð um þjóðvegi landsins muni aukast strax á miðvikudag og þrátt fyrir að vor sé í veðri eru ökumenn og vegfarendur beðnir um að fylgjast vel með veðurspám áður en lagt er af stað með tilliti til færðar á fjallvegum og heiðum. „Það er páskahelgi fram undan. Það er ferðahelgi fram undan. Það eru íslenski og erlendir ferðamenn sem eru á vegunum og þess vegna er full ástæðan til þess að brýna fólk til þess að taka því rólega, aka varlega. Ekki neyta áfengis og aka. Ekki tala í farsímann. Slaka á og fá sér páskaegg og njóta helgarinnar,“ segir Ágúst.Slökkviilðsmenn á vettvangi umferðarslyssVísir/Vilhelm
Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Sjá meira