Erlent

Þúsundir Lundúnabúa taka þátt í "Umhverfis-uppreisn“

Andri Eysteinsson skrifar
Mótmælin eru ekki sú einu sem hópurinn mun standa fyrir.
Mótmælin eru ekki sú einu sem hópurinn mun standa fyrir. Vísir/EPA
Þúsundir Lundúnabúa hafa lokað fyrir umferð að þekktum kennileitum borgarinnar til að hefja það sem kallað er ytra „umhverfis-uppreisn“. Skipuleggjendur uppreisnarinnar segja að atburðurinn geti staðið yfir í nokkra daga. Guardian greinir frá.

Fólk af öllu stærðum og gerðum, úr öllum sviðum samfélagsins hafa safnast saman á götum úti og stöðvað umferð. Mótmælin eru hluti alþjóðlegrar hreyfingar og eru mótmæli áætluð í 80 borgum í 33 löndum á næstu dögum.

Kröfur mótmælenda eru meðal annars að Bretar komi því svo fyrir að kolefnislosun í landinu verði engin árið 2025. Í London söfnuðust mótmælendur saman við Waterloo-brú, Oxford Circus, Picadilly Circus, Marble Arch og Parliament Square. Þegar leið á kvöld mætti lögregla mótmælendum við Waterloo-brú og handtók þá mótmælendur sem enn lokuðu fyrir umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×