Ásættanleg kjörsókn hjá VR eftir dræma þátttöku síðustu ár Ari Brynjólfsson skrifar 16. apríl 2019 06:15 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Atkvæðagreiðslu VR um kjarasamningana við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda lauk á hádegi í gær. Á kjörskrá voru 34.070 og greiddu 7.104 þeirra atkvæði, samkvæmt upplýsingum frá félaginu. Kjörsókn var því rúmlega 20 prósent. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, veit ekki hvernig atkvæðagreiðslan fór, atkvæðin verða ekki talin fyrr en eftir páska. Þá verða búnar að fara fram kosningar hjá Eflingu og Starfsgreinasambandinu, niðurstöðurnar verða kynntar í hádeginu miðvikudaginn 24. apríl. „Það mun þá allt liggja fyrir á sama tíma.“ Um er að ræða tvær atkvæðagreiðslur. Í kosningunum um samning VR við SV voru 34.070 á kjörskrá og greiddu 7.104 þeirra atkvæði, var kjörsóknin því rúmlega 20 prósent. 1.699 voru á kjörskrá í atkvæðagreiðslunni um kjarasamning VR við FA, greiddi 451 atkvæði um samninginn og var kjörsókn því 26,5 prósent. Ekkert lágmark er á því hversu margir verði að greiða atkvæði svo kosningin sé gild. „Í heildina er þetta rúm 21 prósent, það er mjög ásættanlegt. Það er yfir meðallagi,“ segir Ragnar Þór. „Kjörsókn hefur verið nokkuð dræm síðustu ár. Við erum ánægð með að hún sé farin að aukast. Það gerist ekki á einni nóttu að fá félagsmenn til að taka þátt í starfinu og kosningum.“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, gat lítið sagt um gang kosninganna í sínu félagi en þær standa til 23. apríl. „Við erum að fara af stað með bílinn okkar, keyra með hann milli vinnustaða og taka á móti utankjörfundaratkvæðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Atkvæðagreiðslu VR um kjarasamningana við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda lauk á hádegi í gær. Á kjörskrá voru 34.070 og greiddu 7.104 þeirra atkvæði, samkvæmt upplýsingum frá félaginu. Kjörsókn var því rúmlega 20 prósent. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, veit ekki hvernig atkvæðagreiðslan fór, atkvæðin verða ekki talin fyrr en eftir páska. Þá verða búnar að fara fram kosningar hjá Eflingu og Starfsgreinasambandinu, niðurstöðurnar verða kynntar í hádeginu miðvikudaginn 24. apríl. „Það mun þá allt liggja fyrir á sama tíma.“ Um er að ræða tvær atkvæðagreiðslur. Í kosningunum um samning VR við SV voru 34.070 á kjörskrá og greiddu 7.104 þeirra atkvæði, var kjörsóknin því rúmlega 20 prósent. 1.699 voru á kjörskrá í atkvæðagreiðslunni um kjarasamning VR við FA, greiddi 451 atkvæði um samninginn og var kjörsókn því 26,5 prósent. Ekkert lágmark er á því hversu margir verði að greiða atkvæði svo kosningin sé gild. „Í heildina er þetta rúm 21 prósent, það er mjög ásættanlegt. Það er yfir meðallagi,“ segir Ragnar Þór. „Kjörsókn hefur verið nokkuð dræm síðustu ár. Við erum ánægð með að hún sé farin að aukast. Það gerist ekki á einni nóttu að fá félagsmenn til að taka þátt í starfinu og kosningum.“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, gat lítið sagt um gang kosninganna í sínu félagi en þær standa til 23. apríl. „Við erum að fara af stað með bílinn okkar, keyra með hann milli vinnustaða og taka á móti utankjörfundaratkvæðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira