Stórsókn í velferðarmálum – húsnæði fyrir alla Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 16. apríl 2019 08:00 Undanfarin ár hefur Reykjavíkurborg staðið fyrir einhverri umfangsmestu uppbyggingu húsnæðis í sögu borgarinnar. Árangurinn verður sífellt sýnilegri og í fyrra, árið 2018, var meira byggt af íbúðarhúsnæði í Reykjavík en nokkru sinni fyrr, meira en árin þegar Breiðholtið byggðist upp. Undir forystu Samfylkingarinnar hefur þess sérstaklega verið gætt, að tryggja að uppbyggingin nýtist öllum samfélagshópum, ekki síst þeim efnaminni, námsmönnum, fötluðum, og eldri borgurum svo einhverjir hópar séu nefndir. Með samþykkt fjárhagsáætlunar ársins 2019 varð ljóst að áfram verður haldið á þessari braut fjölbreyttrar húsnæðisuppbyggingar og enn aukin áherslan á félagslegt húsnæði og fjölbreytta velferðarþjónustu. Óhætt er að segja að Reykjavík blási til stórsóknar í velferðarmálum, enda eru framlög til velferðarmála aukin um ríflega 4 milljarða milli áranna 2017 og 2019 og um 2 milljarða bara í málaflokk fatlaðs fólks.Húsnæðisuppbygging fyrir fatlað fólk Unnið er að gríðarlegri húsnæðis- og þjónustuuppbyggingu fyrir fatlað fólk til að tryggja að fólk hafi raunverulegt val um búsetu. Í samræmi við áætlun um sértæka húsnæðisuppbyggingu voru á árinu 2018 opnaðir þrír nýir íbúðakjarnar á vegum Reykjavíkurborgar og áætlað er að þrír til viðbótar verði opnaðir á árunum 2019-2020. Þá eru hafin kaup á 44 íbúðum í sjálfstæðri búsetu með viðeigandi stuðningi. Við munum opna heimili fyrir unglinga með þroska- og geðraskanir, íbúðakjarna með 6 íbúðum fyrir konur með geð- og fíknivanda og breytt og bætt heimili fyrir karlmenn með fíkni- og geðvanda. Áhersla á almennt félagslegt húsnæði hefur einnig verið mikil enda þörfin brýn.Félagslegt leiguhúsnæði Félagslegum leiguíbúðum hefur fjölgað um 400 síðustu fjögur ár ásamt því sem farið var í sérstakt átak til að koma til móts við barnafjölskyldur í mikilli þörf og 49 íbúðir keyptar sérstaklega vegna þess verkefnis. Umsækjendum um félagslegt leiguhúsnæði fækkaði um 7,1% frá 1. febrúar 2018 til 1. febrúar 2019 enda hefur úthlutunum fjölgað í kjölfar fjölgunar íbúða og enn hraðari fjölgunar má vænta í ár en áætlanir meirihlutans í borgarstjórn gera ráð fyrir að fjölga félagslegum leiguíbúðum um 552 til ársloka 2022. Auk þess er verið að fjölga sértækum íbúðum fyrir heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Nýjar reglur um úthlutun félagslegs húsnæðis munu auðvelda íbúum að meta stöðu sína og Reykjavíkurborg að forgangsraða þeim sem eru í mestri þörf hverju sinni. Húsnæðismál eru brýnt velferðarmál og mikilvægt að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið. Reykvíkingar geta treyst því að það er sannarlega verið að vinna að því að mæta þörfum allra í Reykjavík fyrir öruggt heimili. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur Reykjavíkurborg staðið fyrir einhverri umfangsmestu uppbyggingu húsnæðis í sögu borgarinnar. Árangurinn verður sífellt sýnilegri og í fyrra, árið 2018, var meira byggt af íbúðarhúsnæði í Reykjavík en nokkru sinni fyrr, meira en árin þegar Breiðholtið byggðist upp. Undir forystu Samfylkingarinnar hefur þess sérstaklega verið gætt, að tryggja að uppbyggingin nýtist öllum samfélagshópum, ekki síst þeim efnaminni, námsmönnum, fötluðum, og eldri borgurum svo einhverjir hópar séu nefndir. Með samþykkt fjárhagsáætlunar ársins 2019 varð ljóst að áfram verður haldið á þessari braut fjölbreyttrar húsnæðisuppbyggingar og enn aukin áherslan á félagslegt húsnæði og fjölbreytta velferðarþjónustu. Óhætt er að segja að Reykjavík blási til stórsóknar í velferðarmálum, enda eru framlög til velferðarmála aukin um ríflega 4 milljarða milli áranna 2017 og 2019 og um 2 milljarða bara í málaflokk fatlaðs fólks.Húsnæðisuppbygging fyrir fatlað fólk Unnið er að gríðarlegri húsnæðis- og þjónustuuppbyggingu fyrir fatlað fólk til að tryggja að fólk hafi raunverulegt val um búsetu. Í samræmi við áætlun um sértæka húsnæðisuppbyggingu voru á árinu 2018 opnaðir þrír nýir íbúðakjarnar á vegum Reykjavíkurborgar og áætlað er að þrír til viðbótar verði opnaðir á árunum 2019-2020. Þá eru hafin kaup á 44 íbúðum í sjálfstæðri búsetu með viðeigandi stuðningi. Við munum opna heimili fyrir unglinga með þroska- og geðraskanir, íbúðakjarna með 6 íbúðum fyrir konur með geð- og fíknivanda og breytt og bætt heimili fyrir karlmenn með fíkni- og geðvanda. Áhersla á almennt félagslegt húsnæði hefur einnig verið mikil enda þörfin brýn.Félagslegt leiguhúsnæði Félagslegum leiguíbúðum hefur fjölgað um 400 síðustu fjögur ár ásamt því sem farið var í sérstakt átak til að koma til móts við barnafjölskyldur í mikilli þörf og 49 íbúðir keyptar sérstaklega vegna þess verkefnis. Umsækjendum um félagslegt leiguhúsnæði fækkaði um 7,1% frá 1. febrúar 2018 til 1. febrúar 2019 enda hefur úthlutunum fjölgað í kjölfar fjölgunar íbúða og enn hraðari fjölgunar má vænta í ár en áætlanir meirihlutans í borgarstjórn gera ráð fyrir að fjölga félagslegum leiguíbúðum um 552 til ársloka 2022. Auk þess er verið að fjölga sértækum íbúðum fyrir heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Nýjar reglur um úthlutun félagslegs húsnæðis munu auðvelda íbúum að meta stöðu sína og Reykjavíkurborg að forgangsraða þeim sem eru í mestri þörf hverju sinni. Húsnæðismál eru brýnt velferðarmál og mikilvægt að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið. Reykvíkingar geta treyst því að það er sannarlega verið að vinna að því að mæta þörfum allra í Reykjavík fyrir öruggt heimili. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun