Tókust á um göngugötur í borgarstjórn: „Hatrið á fjölskyldubílnum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. apríl 2019 17:13 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sagði að göngugatnavæðing meirihlutans í borginni einkenndist af hatri á fjölskyldubílnum. Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sagði að göngugatnavæðing meirihlutans í borginni einkenndist af hatri á fjölskyldubílnum. Til umfjöllunar var tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að lokun Laugavegar og Skólavörðustígs yrði frestað og viðhorf borgarbúa til lokunarinnar kannað. „Ég sagði við sessunaut minn út í sal áðan, maður þarf líklega annað hvort að taka sveppi eða vera á einhverju til að sjá þessa sýn sem meirihlutinn sér á þessu svæði. Lýsingarnar hér voru slíkar að ég bara veit ekki í hvaða veröld þetta fólk býr. Ég verð að segja það alveg eins og er. Talandi um eituragnir ofan í lungun á börnunum og synjandi Skógarþresti og ég veit ekki hvað og hvað. Það er nóg af Skógarþröstum í Reykjavík, hvaða draumaveröld er þetta? Með hvaða gleraugu er meirihlutinn?“ Spurði Vigdís sem sagðist ekki skilja stefnu meirihlutans sem að hennar sögn snerist um að vilja útrýma öllum rekstri í hjarta Reykjavíkur. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, ítrekaði fyrri fullyrðingar sínar um að mengandi útblástur frá bílum hefði hræðileg áhrif á lungu og þroska barna og þá væri hann krabbameinsvaldandi. Þá svaraði Vigdís um hæl. „Já, já, Laugavegurinn á bara að redda því. Þetta er svona eins og Ísland á að redda öllum loftslagsmálum heimsins og það er sífellt verið að setja á okkur meiri og meiri kröfur varðandi það þó að Ísland sé með hreinustu orkuna í heimi. Ekkert hér framleitt með kolum eða öðrum mengandi efnum eða olíu eins og í nágrannaríkjunum, þá á bara ísland að taka á sig allar skuldbindingar heimsins. Núna á Laugavegurinn og Bankastræti og verslunarsvæðið þarna á þessu svæði að taka á sig alla mengun sem hlýst af því að ljótu fjölskyldubílarnir eru þar kannski á ferðinni. Hvar er samhugur meirihlutans með þeim sem komast ekki á Laugaveginn nema í bílum, fatlaðir, gamalt fólk, eldri borgarar, fólk með lítil börn, ófrískar konur þegar það er svona vetur og svona dagur eins og í dag. Hvar er samhugurinn? Af hverju er þessi meirihluti alltaf að vinna eftir valdboði síns sjálfs í stað þess að láta bara markaðinn og viljann ráða för, hvaða meinloka er hér í gangi? Hvað er um að vera?“ Sigurborg var sammála því að það væri afar mikilvægt að hafa samkennd með öðru fólki, náttúrunni og öllu sem lifði. „Við vitum til dæmis að 80 manns deyja ótímabært af völdum svifryksmengunar vegna bílaumferðar svo að samhugur er ekki eitthvað sem nær bara til þeirra sem sitja í bíl, það hlýtur að ná til allra sem eru hér á meðal vor,“ sagði Sigurborg. Vigdís beindi þá tali sínu til Viðreisnar í borgarstjórn og spurði:Pawel Bartoszek sættir sig ekki við að vera uppnefndur kommúnisti. „Af hverju er verið að ganga þessa kommúnísku braut með Samfylkingunni í Reykjavík?“ Pawel Bartozsek tók þessum ummælum Vigdísar ekki vel. „Ég veit ekki hvort borgarfulltrúi gerir það að gamni sínu að saka þá sem eru henni ósammála um skipulagsmál um helstefnu eins og kommúnismi er í mínum huga. Mér finnst sú ásökun ansi hörð að vegna þess að ég er ekki sammála borgarfulltrúanum Vigdísi Hauksdóttur um það hvernig umferð skyldi háttað á Laugaveginum þá hallist ég að kommúnisma. Ég verð nú að segja að hún ætti nú að kynna sér aðeins skipulagssögu, ekki bara Vesturlanda heldur Evrópu almennt og reyna þá að komast að því hvort þessi stefna, göngugatnavæðing, hafi nú verið það sem hafi ráðið för hjá Stalín og félögum þegar þeir réðust inn í borgir og skipulögðu landsvæði þar. Það var nú þannig að í flestum þeim ríkjum og svæðum þar sem Stalín fékk að endurhanna borgir þá voru byggðar gríðarstórar breiðgötur fyrir skriðdreka,“ sagði Pawel og bætti við: „Að halda því fram að það sé einhver kommúnismi að vilja göngugötur er slík söguleg fáviska að það tekur engu tali.“ Vigdís sagðist þá ekki hafa í hyggju að biðjast afsökunar. Hún notaði orðið kommúnískur yfir það þegar „þröngsýnin er að drepa mann“. „Kommúnistar, kratar, hvað eigum við að kalla þetta vinstri menn, samheiti yfir þessar stefnur, þetta er allt mjög svipuð stefna en ég er ekki að fara aftur á þar síðustu öld að leita að einhverju slíku. Ef borgarfulltrúinn hefur haldið það að ég væri að vísa í helförina þá er það náttúrulega bara helber, afsakið orðbragðið, djöfulsins dónaskapur við mig.“ Pawel segir að þetta hefði farið fyrir brjóstið á sér. Kommúnisti væri ekki krúttlegt níðyrði.Dóra Björt, forseti borgarstjórnar, fann sig knúna til að grípa í taumana á fundi borgarstjórnar.Umræðurnar við tillögu borgarfulltrúa Flokks fólksins urðu mjög fljótlega afar „líflegar“ en Vigdós sakaði Dóru Björt Guðjónsdóttur, forseta borgarstjórnar, um brot á fundarsköpum. Undir lok umræðunnar við tillöguna hlaut Vigdís ávítur frá forseta fyrir að lýsa frati á forseta og brást Vigdís þá ókvæða við. „Almáttugur, hvers lags eiginlega veruleiki er þetta sem maður er kominn í. Nú sem sagt er ég að fá ávítur fyrir að segja sannleikann hvernig borgarstjórn er stjórnað og hvernig er búið að breyta hér öllum reglum varðandi fundarsköp borgarstjórnar, það er búið að breyta lýðræðinu yfir í einræði í störfum borgarstjórnar. Við getum alveg sleppt því í framhaldinu að leggja hér fram nokkra einustu tillögu í minnihlutanum því það er bara fundinn staður þess efnis í 26. gr. reglnanna að það er alveg sama hvað við gerum að forseti hefur fullt vald til að fara með hverja þá tillögu nákvæmlega eins og honum sýnist. Þetta er ekki atriði til að víta réttkjörinn fulltrúa, þetta er hneyksli forseti. Forseti hefur orðið sér til skammar í þetta sinn og ber að biðja mig afsökunar. Ég hef aldrei heyrt annað eins rugl í fundarstjórn hjá opinberum aðila og við erum að tala um borgarstjórn sem er stærsta sveitarstjórn landsins.“ Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Samgöngur Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sagði að göngugatnavæðing meirihlutans í borginni einkenndist af hatri á fjölskyldubílnum. Til umfjöllunar var tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að lokun Laugavegar og Skólavörðustígs yrði frestað og viðhorf borgarbúa til lokunarinnar kannað. „Ég sagði við sessunaut minn út í sal áðan, maður þarf líklega annað hvort að taka sveppi eða vera á einhverju til að sjá þessa sýn sem meirihlutinn sér á þessu svæði. Lýsingarnar hér voru slíkar að ég bara veit ekki í hvaða veröld þetta fólk býr. Ég verð að segja það alveg eins og er. Talandi um eituragnir ofan í lungun á börnunum og synjandi Skógarþresti og ég veit ekki hvað og hvað. Það er nóg af Skógarþröstum í Reykjavík, hvaða draumaveröld er þetta? Með hvaða gleraugu er meirihlutinn?“ Spurði Vigdís sem sagðist ekki skilja stefnu meirihlutans sem að hennar sögn snerist um að vilja útrýma öllum rekstri í hjarta Reykjavíkur. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, ítrekaði fyrri fullyrðingar sínar um að mengandi útblástur frá bílum hefði hræðileg áhrif á lungu og þroska barna og þá væri hann krabbameinsvaldandi. Þá svaraði Vigdís um hæl. „Já, já, Laugavegurinn á bara að redda því. Þetta er svona eins og Ísland á að redda öllum loftslagsmálum heimsins og það er sífellt verið að setja á okkur meiri og meiri kröfur varðandi það þó að Ísland sé með hreinustu orkuna í heimi. Ekkert hér framleitt með kolum eða öðrum mengandi efnum eða olíu eins og í nágrannaríkjunum, þá á bara ísland að taka á sig allar skuldbindingar heimsins. Núna á Laugavegurinn og Bankastræti og verslunarsvæðið þarna á þessu svæði að taka á sig alla mengun sem hlýst af því að ljótu fjölskyldubílarnir eru þar kannski á ferðinni. Hvar er samhugur meirihlutans með þeim sem komast ekki á Laugaveginn nema í bílum, fatlaðir, gamalt fólk, eldri borgarar, fólk með lítil börn, ófrískar konur þegar það er svona vetur og svona dagur eins og í dag. Hvar er samhugurinn? Af hverju er þessi meirihluti alltaf að vinna eftir valdboði síns sjálfs í stað þess að láta bara markaðinn og viljann ráða för, hvaða meinloka er hér í gangi? Hvað er um að vera?“ Sigurborg var sammála því að það væri afar mikilvægt að hafa samkennd með öðru fólki, náttúrunni og öllu sem lifði. „Við vitum til dæmis að 80 manns deyja ótímabært af völdum svifryksmengunar vegna bílaumferðar svo að samhugur er ekki eitthvað sem nær bara til þeirra sem sitja í bíl, það hlýtur að ná til allra sem eru hér á meðal vor,“ sagði Sigurborg. Vigdís beindi þá tali sínu til Viðreisnar í borgarstjórn og spurði:Pawel Bartoszek sættir sig ekki við að vera uppnefndur kommúnisti. „Af hverju er verið að ganga þessa kommúnísku braut með Samfylkingunni í Reykjavík?“ Pawel Bartozsek tók þessum ummælum Vigdísar ekki vel. „Ég veit ekki hvort borgarfulltrúi gerir það að gamni sínu að saka þá sem eru henni ósammála um skipulagsmál um helstefnu eins og kommúnismi er í mínum huga. Mér finnst sú ásökun ansi hörð að vegna þess að ég er ekki sammála borgarfulltrúanum Vigdísi Hauksdóttur um það hvernig umferð skyldi háttað á Laugaveginum þá hallist ég að kommúnisma. Ég verð nú að segja að hún ætti nú að kynna sér aðeins skipulagssögu, ekki bara Vesturlanda heldur Evrópu almennt og reyna þá að komast að því hvort þessi stefna, göngugatnavæðing, hafi nú verið það sem hafi ráðið för hjá Stalín og félögum þegar þeir réðust inn í borgir og skipulögðu landsvæði þar. Það var nú þannig að í flestum þeim ríkjum og svæðum þar sem Stalín fékk að endurhanna borgir þá voru byggðar gríðarstórar breiðgötur fyrir skriðdreka,“ sagði Pawel og bætti við: „Að halda því fram að það sé einhver kommúnismi að vilja göngugötur er slík söguleg fáviska að það tekur engu tali.“ Vigdís sagðist þá ekki hafa í hyggju að biðjast afsökunar. Hún notaði orðið kommúnískur yfir það þegar „þröngsýnin er að drepa mann“. „Kommúnistar, kratar, hvað eigum við að kalla þetta vinstri menn, samheiti yfir þessar stefnur, þetta er allt mjög svipuð stefna en ég er ekki að fara aftur á þar síðustu öld að leita að einhverju slíku. Ef borgarfulltrúinn hefur haldið það að ég væri að vísa í helförina þá er það náttúrulega bara helber, afsakið orðbragðið, djöfulsins dónaskapur við mig.“ Pawel segir að þetta hefði farið fyrir brjóstið á sér. Kommúnisti væri ekki krúttlegt níðyrði.Dóra Björt, forseti borgarstjórnar, fann sig knúna til að grípa í taumana á fundi borgarstjórnar.Umræðurnar við tillögu borgarfulltrúa Flokks fólksins urðu mjög fljótlega afar „líflegar“ en Vigdós sakaði Dóru Björt Guðjónsdóttur, forseta borgarstjórnar, um brot á fundarsköpum. Undir lok umræðunnar við tillöguna hlaut Vigdís ávítur frá forseta fyrir að lýsa frati á forseta og brást Vigdís þá ókvæða við. „Almáttugur, hvers lags eiginlega veruleiki er þetta sem maður er kominn í. Nú sem sagt er ég að fá ávítur fyrir að segja sannleikann hvernig borgarstjórn er stjórnað og hvernig er búið að breyta hér öllum reglum varðandi fundarsköp borgarstjórnar, það er búið að breyta lýðræðinu yfir í einræði í störfum borgarstjórnar. Við getum alveg sleppt því í framhaldinu að leggja hér fram nokkra einustu tillögu í minnihlutanum því það er bara fundinn staður þess efnis í 26. gr. reglnanna að það er alveg sama hvað við gerum að forseti hefur fullt vald til að fara með hverja þá tillögu nákvæmlega eins og honum sýnist. Þetta er ekki atriði til að víta réttkjörinn fulltrúa, þetta er hneyksli forseti. Forseti hefur orðið sér til skammar í þetta sinn og ber að biðja mig afsökunar. Ég hef aldrei heyrt annað eins rugl í fundarstjórn hjá opinberum aðila og við erum að tala um borgarstjórn sem er stærsta sveitarstjórn landsins.“
Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Samgöngur Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Sjá meira