Barþjónar til í nýjan bjórsjálfsala Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. apríl 2019 20:00 Bjórsjálfsali, lyfjaskammtari og trappa fyrir stóra bíla eru meðal uppfinninga sem háskólanemar kynntu í dag. Nemandi í vélaverkfræði segir að barþjónar séu spenntir fyrir að fá sjálfsala á veitingastaði svo þeir geti einbeitt sér að kokteilagerð í stað bjórafgreiðslu. „Þetta er bara svona sjálfvirk bjórdæla sem líkir eftir barþjóni. Hún hallar glasinu og byrjar bara að dæla," segir Jón Kaldal, háskólanemi.Þetta gæti verið notað sem nokkurs konar sjálfsali?„Já, akkúrat. Við settum þetta á Instagram og fengum nokkur svör frá barþjónum sem sögðu að þetta væri geggjað. Þeir gætu þá verið að gera kokteila í staðinn fyrir að gefa öllum bjór," segir Jón. Nemendur í vélaverkfræði við Háskóla Íslands kynntu í dag lokaverkefi í námskeiðinu tölvustýrður vélbúnaður. Magnús Þór Jónsson, prófessor, segir nemendum hafa verið falið það verkefni að búa til frumgerð einhvers konar vélabúnaðar.Vilhjálmur Grétar Elíasson og Unnar Ýmir Björnsson gerðu sjálfvirkan lyfjaskáp.„Þau höfðu mánuð til að klára þetta. Og þetta er eitt af fimm námskeiðum. Þannig þetta er nú ekki langur tími sem þau hafa og það er ótrúlegt hvað þau ná að gera," segir hann. Hvað eruð þið með hérna? „Við erum með sjálfvirkan lyfjaskáp sem tekur á móti lyfjum og skammtar þeim eftir þörfum. Við erum með þrjú mismunandi lyf í þessu sem eru sérsniðin að græjunni en það er í rauninni hægt að setja hvaða lyf sem er," segir Vilhjálmur Grétar Elíasson, annar hönnuða lyfjaskápsins. Uppfinningarnar taka á ýmsum vandamálum og einn hópur hannaði tröppur fyrir stóra bíla. Karitas Erla Valgeirsdóttir, Erla Hrafnkelsdóttir og Vilborg Pétursdóttir með tröppuna sem þær hönnuðu.„Það eru festingar hérna sem fara á stigpalla á jeppa eða á öðru slíka. Svo er hægt að nota fjarstýringu til að setja hana niður, og þetta hefur led-lýsingu, ef þetta er í myrkri," segir Karitas Erla Valgeirsdóttir nemi. Hvernig kviknaði hugmyndin að þessu? „Amma Karitasar á stóran jeppa og á stundum svolítið erfitt með að komast upp í hann," segir Vilborg Pétursdóttir, ein hönnuða. „Þannig að okkur datt í hug að búa til auka þrep fyrir þá sem ná ekki að stíga alla leið upp á pallinn," bætir Erla Hrafnkelsdóttir við. Áfengi og tóbak Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Bjórsjálfsali, lyfjaskammtari og trappa fyrir stóra bíla eru meðal uppfinninga sem háskólanemar kynntu í dag. Nemandi í vélaverkfræði segir að barþjónar séu spenntir fyrir að fá sjálfsala á veitingastaði svo þeir geti einbeitt sér að kokteilagerð í stað bjórafgreiðslu. „Þetta er bara svona sjálfvirk bjórdæla sem líkir eftir barþjóni. Hún hallar glasinu og byrjar bara að dæla," segir Jón Kaldal, háskólanemi.Þetta gæti verið notað sem nokkurs konar sjálfsali?„Já, akkúrat. Við settum þetta á Instagram og fengum nokkur svör frá barþjónum sem sögðu að þetta væri geggjað. Þeir gætu þá verið að gera kokteila í staðinn fyrir að gefa öllum bjór," segir Jón. Nemendur í vélaverkfræði við Háskóla Íslands kynntu í dag lokaverkefi í námskeiðinu tölvustýrður vélbúnaður. Magnús Þór Jónsson, prófessor, segir nemendum hafa verið falið það verkefni að búa til frumgerð einhvers konar vélabúnaðar.Vilhjálmur Grétar Elíasson og Unnar Ýmir Björnsson gerðu sjálfvirkan lyfjaskáp.„Þau höfðu mánuð til að klára þetta. Og þetta er eitt af fimm námskeiðum. Þannig þetta er nú ekki langur tími sem þau hafa og það er ótrúlegt hvað þau ná að gera," segir hann. Hvað eruð þið með hérna? „Við erum með sjálfvirkan lyfjaskáp sem tekur á móti lyfjum og skammtar þeim eftir þörfum. Við erum með þrjú mismunandi lyf í þessu sem eru sérsniðin að græjunni en það er í rauninni hægt að setja hvaða lyf sem er," segir Vilhjálmur Grétar Elíasson, annar hönnuða lyfjaskápsins. Uppfinningarnar taka á ýmsum vandamálum og einn hópur hannaði tröppur fyrir stóra bíla. Karitas Erla Valgeirsdóttir, Erla Hrafnkelsdóttir og Vilborg Pétursdóttir með tröppuna sem þær hönnuðu.„Það eru festingar hérna sem fara á stigpalla á jeppa eða á öðru slíka. Svo er hægt að nota fjarstýringu til að setja hana niður, og þetta hefur led-lýsingu, ef þetta er í myrkri," segir Karitas Erla Valgeirsdóttir nemi. Hvernig kviknaði hugmyndin að þessu? „Amma Karitasar á stóran jeppa og á stundum svolítið erfitt með að komast upp í hann," segir Vilborg Pétursdóttir, ein hönnuða. „Þannig að okkur datt í hug að búa til auka þrep fyrir þá sem ná ekki að stíga alla leið upp á pallinn," bætir Erla Hrafnkelsdóttir við.
Áfengi og tóbak Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira