Á ekki von á átökum í nefndinni um þriðja orkupakkann Ari Brynjólfsson skrifar 17. apríl 2019 08:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Fréttablaðið/Stefán „Ég geng út frá því að nefndin muni nálgast málið með þeim hætti sem almenningur gerir kröfu til, við fáum gesti og sérfræðinga til að fara yfir málið þannig að flestir fái heildarsýn að nefndarstörfum loknum,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar. Fyrri umræðu um þriðja orkupakkann lauk í síðustu viku og er nú á borði nefndarinnar. Óskað er eftir umsögnum frá 127 aðilum, sem er talsvert meira en við aðrar þingsályktunartillögur. Áslaug Arna gerir ráð fyrir að málinu verði lokið á nokkrum vikum. Það er ljóst að um er að ræða mikið hitamál og hafa andstæðingar þriðja orkupakkans meðal annars sagt það stærra en IceSavemálið. Það mál leiddi til mikilla deilna innan fjárlaganefndar á sínum tíma. Áslaug Arna á þó ekki von á miklum átökum innan nefndarinnar. „Mikið af umræðu sem hefur skapast byggist á ýmsum misskilningi sem mikilvægt er að fá á hreint inni í nefndinni.“ Logi Einarsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, segir ríkisstjórnina hafa mætt óundirbúna til leiks. Hann á ekki von á því að átök verði í nefndinni. Ljóst sé að Miðflokkurinn, ásamt hópnum Orkan okkar, ætli að gera mikið mál úr þriðja orkupakkanum. „Við erum búin að fá álit færustu sérfræðinga á þessu, þannig að í mínum huga snýst upphlaupið um eitthvað allt annað. Það er eðlilegt að fólk hafi áhyggjur, en hér er eitthvað allt annað, ég hef miklu meiri trú á því að málflutningur Miðflokksins snúi að EES-samningnum sjálfum,“ segir Logi. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Guðni segir unga fólkið flykkjast í hópinn Mikill hugur í talsmönnum Orkunnar okkar sem segja þriðja orkupakkann stærsta mál Íslandssögunnar. 16. apríl 2019 15:00 Segir þörf á viðræðum um hvað býðst með sæstreng Þriðji orkupakkinn liðkar ekki fyrir lagningu sæstrengs milli Íslands og Evrópu, að mati sérfræðings um orkumál, sem telur mikilvægt að horfa til þess að arður þjóðarinnar af orkuauðlindinni aukist. 10. apríl 2019 22:30 Margradda óánægjukór andstæðinga orkupakkans Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir ólíkar raddir á bak við gagnrýnina á þriðja orkupakkann gera umræðuna um hann erfiða. 16. apríl 2019 13:15 Telur alvarlegt ef fólki er talin trú um hluti sem eru ósannir Þorgerður K. Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir mikilvægt að glöggva sig á gögnum um þriðja orkupakkann. Varhugavert sé að afvegaleiða umræðuna svo hún snúist um veruna í EES eða ESB. 10. apríl 2019 08:45 Orkupakkinn í samræmi við stjórnarskrá Þetta segja þeir Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Friðrik Árni Friðriksson Hirst, lögfræðingur, í bréfi sem þeir sendu Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, í dag. 10. apríl 2019 19:06 Ógnandi umræða um þriðja orkupakkann Pistlahöfundur sem styður þriðja orkupakkann segir umræðuna ógnandi og ofstopafulla. Var kallaður landráðamaður á launum. Vill að forsvarsmenn Orkunnar okkar axli ábyrgð. Talsmaður segir miklar tilfinningar í málinu. 16. apríl 2019 07:00 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira
„Ég geng út frá því að nefndin muni nálgast málið með þeim hætti sem almenningur gerir kröfu til, við fáum gesti og sérfræðinga til að fara yfir málið þannig að flestir fái heildarsýn að nefndarstörfum loknum,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar. Fyrri umræðu um þriðja orkupakkann lauk í síðustu viku og er nú á borði nefndarinnar. Óskað er eftir umsögnum frá 127 aðilum, sem er talsvert meira en við aðrar þingsályktunartillögur. Áslaug Arna gerir ráð fyrir að málinu verði lokið á nokkrum vikum. Það er ljóst að um er að ræða mikið hitamál og hafa andstæðingar þriðja orkupakkans meðal annars sagt það stærra en IceSavemálið. Það mál leiddi til mikilla deilna innan fjárlaganefndar á sínum tíma. Áslaug Arna á þó ekki von á miklum átökum innan nefndarinnar. „Mikið af umræðu sem hefur skapast byggist á ýmsum misskilningi sem mikilvægt er að fá á hreint inni í nefndinni.“ Logi Einarsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, segir ríkisstjórnina hafa mætt óundirbúna til leiks. Hann á ekki von á því að átök verði í nefndinni. Ljóst sé að Miðflokkurinn, ásamt hópnum Orkan okkar, ætli að gera mikið mál úr þriðja orkupakkanum. „Við erum búin að fá álit færustu sérfræðinga á þessu, þannig að í mínum huga snýst upphlaupið um eitthvað allt annað. Það er eðlilegt að fólk hafi áhyggjur, en hér er eitthvað allt annað, ég hef miklu meiri trú á því að málflutningur Miðflokksins snúi að EES-samningnum sjálfum,“ segir Logi.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Guðni segir unga fólkið flykkjast í hópinn Mikill hugur í talsmönnum Orkunnar okkar sem segja þriðja orkupakkann stærsta mál Íslandssögunnar. 16. apríl 2019 15:00 Segir þörf á viðræðum um hvað býðst með sæstreng Þriðji orkupakkinn liðkar ekki fyrir lagningu sæstrengs milli Íslands og Evrópu, að mati sérfræðings um orkumál, sem telur mikilvægt að horfa til þess að arður þjóðarinnar af orkuauðlindinni aukist. 10. apríl 2019 22:30 Margradda óánægjukór andstæðinga orkupakkans Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir ólíkar raddir á bak við gagnrýnina á þriðja orkupakkann gera umræðuna um hann erfiða. 16. apríl 2019 13:15 Telur alvarlegt ef fólki er talin trú um hluti sem eru ósannir Þorgerður K. Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir mikilvægt að glöggva sig á gögnum um þriðja orkupakkann. Varhugavert sé að afvegaleiða umræðuna svo hún snúist um veruna í EES eða ESB. 10. apríl 2019 08:45 Orkupakkinn í samræmi við stjórnarskrá Þetta segja þeir Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Friðrik Árni Friðriksson Hirst, lögfræðingur, í bréfi sem þeir sendu Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, í dag. 10. apríl 2019 19:06 Ógnandi umræða um þriðja orkupakkann Pistlahöfundur sem styður þriðja orkupakkann segir umræðuna ógnandi og ofstopafulla. Var kallaður landráðamaður á launum. Vill að forsvarsmenn Orkunnar okkar axli ábyrgð. Talsmaður segir miklar tilfinningar í málinu. 16. apríl 2019 07:00 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira
Guðni segir unga fólkið flykkjast í hópinn Mikill hugur í talsmönnum Orkunnar okkar sem segja þriðja orkupakkann stærsta mál Íslandssögunnar. 16. apríl 2019 15:00
Segir þörf á viðræðum um hvað býðst með sæstreng Þriðji orkupakkinn liðkar ekki fyrir lagningu sæstrengs milli Íslands og Evrópu, að mati sérfræðings um orkumál, sem telur mikilvægt að horfa til þess að arður þjóðarinnar af orkuauðlindinni aukist. 10. apríl 2019 22:30
Margradda óánægjukór andstæðinga orkupakkans Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir ólíkar raddir á bak við gagnrýnina á þriðja orkupakkann gera umræðuna um hann erfiða. 16. apríl 2019 13:15
Telur alvarlegt ef fólki er talin trú um hluti sem eru ósannir Þorgerður K. Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir mikilvægt að glöggva sig á gögnum um þriðja orkupakkann. Varhugavert sé að afvegaleiða umræðuna svo hún snúist um veruna í EES eða ESB. 10. apríl 2019 08:45
Orkupakkinn í samræmi við stjórnarskrá Þetta segja þeir Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Friðrik Árni Friðriksson Hirst, lögfræðingur, í bréfi sem þeir sendu Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, í dag. 10. apríl 2019 19:06
Ógnandi umræða um þriðja orkupakkann Pistlahöfundur sem styður þriðja orkupakkann segir umræðuna ógnandi og ofstopafulla. Var kallaður landráðamaður á launum. Vill að forsvarsmenn Orkunnar okkar axli ábyrgð. Talsmaður segir miklar tilfinningar í málinu. 16. apríl 2019 07:00