Krefst mats á áhrifum kísilverksmiðjunnar í Helguvík á heilsu íbúa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. apríl 2019 08:25 Ein af þeim kröfum sem Skipulagsstofnun fer fram á er mat á áhrifum kísilverksmiðjunnar á heilsu íbúa. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu framkvæmdarðilanna Stakksbergs ehf. að matsáætlun í tengslum við fyrirhugaðar endurbætur á kísilverksmiðjunni í Helguvík en þó með nokkrum athugasemdum. Ein af þeim kröfum sem Skipulagsstofnun fer fram á er mat á áhrifum kísilverksmiðjunnar á heilsu íbúa. Stofnunin tekur þannig einnig undir mat Embættis landlæknis sem telur lýðheilsumat æskilegt. Skipulagsstofnun bendir á að í mörgum athugasemdum við tillögu að matsáætlun frá almenningi séu ábendingar frá fólki sem hafi fundið fyrir óþægindum og veikindum þegar kísilverið starfaði. „Í frummatsskýrslu þarf að gera grein fyrir áhrifum kísilversins á heilsu þar sem megin áhersla verði lögð á afleidd áhrif á heilsu af loftgæðum einkum af völdum mengunarefna og lyktar frá verksmiðjunni,“ segir í ákvörðun Skipulagsstofnunar. Þá sé nauðsynlegt að setja fram tillögu að vöktun á áhrifum af starfsemi kísilversins á heilsu á rekstrartíma. Kisilmálmverksmiðjan í Helguvík var áður rekin undir nafni United Silicon eða þar til Arion banki yfirtók reksturinn og stofnaði félag utan um hann. Arion var stærsti kröfuhafi United Silicon. Félagið hyggst miða að því að gera verksmiðjuna fullbúna til framleiðslu, uppfylla skilyrði Umhverfisstofnunar fyrir starfseminni og selja verksmiðjuna svo.Vinna þurfi að kynningu og samráði Skipulagsstofnun telur að vinna þurfi sérstaklega að kynningu og samráði gagnvart íbúum við vinnslu frummatsskýrslu svo hægt sé að reka verksmiðjuna í sátt við íbúa svæðisins. Í skýrslunni þurfi að koma fram hvernig þessum þætti hafi verið sinnt og sérstök áhersla lögð á samráð um þau atriði sem áhyggjur íbúa beinast einna helst að. Þá þurfi einnig að gera grein fyrir fráveitu og hugsanlegum áhrifum á grunnvatn vegna framkvæmdarinnar. Heilbrigðismál Reykjanesbær United Silicon Tengdar fréttir Lyktarvandamál kísilvers vegna óstöðugleika í ofni Breytingar á að gera á ofni kísilversins í Helguvík til að draga úr mengun. 21. nóvember 2018 20:36 Vilja vissu fyrir bindandi íbúakosningu um kísilver Skriflegri undirskriftarsöfnun verður haldið áfram til áramóta eftir að rafrænu ferli lauk. 16. desember 2018 12:00 Reykjanesbær leitar álits ráðuneytis vegna íbúakosningar Reykjanesbær hefur sent erindi til sveitarstjórnarráðuneytisins vegna mögulegrar íbúakosningar um kísilver í Helguvík. 18. desember 2018 18:45 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sjá meira
Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu framkvæmdarðilanna Stakksbergs ehf. að matsáætlun í tengslum við fyrirhugaðar endurbætur á kísilverksmiðjunni í Helguvík en þó með nokkrum athugasemdum. Ein af þeim kröfum sem Skipulagsstofnun fer fram á er mat á áhrifum kísilverksmiðjunnar á heilsu íbúa. Stofnunin tekur þannig einnig undir mat Embættis landlæknis sem telur lýðheilsumat æskilegt. Skipulagsstofnun bendir á að í mörgum athugasemdum við tillögu að matsáætlun frá almenningi séu ábendingar frá fólki sem hafi fundið fyrir óþægindum og veikindum þegar kísilverið starfaði. „Í frummatsskýrslu þarf að gera grein fyrir áhrifum kísilversins á heilsu þar sem megin áhersla verði lögð á afleidd áhrif á heilsu af loftgæðum einkum af völdum mengunarefna og lyktar frá verksmiðjunni,“ segir í ákvörðun Skipulagsstofnunar. Þá sé nauðsynlegt að setja fram tillögu að vöktun á áhrifum af starfsemi kísilversins á heilsu á rekstrartíma. Kisilmálmverksmiðjan í Helguvík var áður rekin undir nafni United Silicon eða þar til Arion banki yfirtók reksturinn og stofnaði félag utan um hann. Arion var stærsti kröfuhafi United Silicon. Félagið hyggst miða að því að gera verksmiðjuna fullbúna til framleiðslu, uppfylla skilyrði Umhverfisstofnunar fyrir starfseminni og selja verksmiðjuna svo.Vinna þurfi að kynningu og samráði Skipulagsstofnun telur að vinna þurfi sérstaklega að kynningu og samráði gagnvart íbúum við vinnslu frummatsskýrslu svo hægt sé að reka verksmiðjuna í sátt við íbúa svæðisins. Í skýrslunni þurfi að koma fram hvernig þessum þætti hafi verið sinnt og sérstök áhersla lögð á samráð um þau atriði sem áhyggjur íbúa beinast einna helst að. Þá þurfi einnig að gera grein fyrir fráveitu og hugsanlegum áhrifum á grunnvatn vegna framkvæmdarinnar.
Heilbrigðismál Reykjanesbær United Silicon Tengdar fréttir Lyktarvandamál kísilvers vegna óstöðugleika í ofni Breytingar á að gera á ofni kísilversins í Helguvík til að draga úr mengun. 21. nóvember 2018 20:36 Vilja vissu fyrir bindandi íbúakosningu um kísilver Skriflegri undirskriftarsöfnun verður haldið áfram til áramóta eftir að rafrænu ferli lauk. 16. desember 2018 12:00 Reykjanesbær leitar álits ráðuneytis vegna íbúakosningar Reykjanesbær hefur sent erindi til sveitarstjórnarráðuneytisins vegna mögulegrar íbúakosningar um kísilver í Helguvík. 18. desember 2018 18:45 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sjá meira
Lyktarvandamál kísilvers vegna óstöðugleika í ofni Breytingar á að gera á ofni kísilversins í Helguvík til að draga úr mengun. 21. nóvember 2018 20:36
Vilja vissu fyrir bindandi íbúakosningu um kísilver Skriflegri undirskriftarsöfnun verður haldið áfram til áramóta eftir að rafrænu ferli lauk. 16. desember 2018 12:00
Reykjanesbær leitar álits ráðuneytis vegna íbúakosningar Reykjanesbær hefur sent erindi til sveitarstjórnarráðuneytisins vegna mögulegrar íbúakosningar um kísilver í Helguvík. 18. desember 2018 18:45