Vætutíð og vinsældir Hengifoss léku göngustíginn grátt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. apríl 2019 16:45 Göngustígurinn er víða illa farinn. Mynd/Adolf Ingi Erlingsson Tekin hefur verið ákvörðun um loka fyrir aðgengi að Hengifossi á Austurlandi. Göngustígar að fossinum er orðnir illa farnir vegna vinsælda fossins samfara vætutíð. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum, sem teknar voru í gær, eru hluti göngustígsins að fossinum orðinn að drullusvaði. Í samtali við Vísi segir Agnes Brá Birgisdóttir, þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarð, að starfsmenn muni loka hluta göngustígsins síðar í dag. „Við vorum að útbúa skilti, semja texta og finna heftibyssu og staura. Við erum tilbúin með þetta og nú er bara að hoppa úr húsi til að fara að loka frá Litlanesfossi og upp. Það er ennþá alveg hægt að stoppa við Hengifoss og ganga að Litlanesfossi. Hann er mjög fallegur og maður sér alveg upp að Hengifossi,“ segir Agnes.Stígurinn er forarsvað á köflum.Mynd/Adolf Ingi ErlingssonÆ fleiri sækja fossinn heim á ári hverju Hengifoss er ekki í umsjá Vatnajökulsþjóðgarð nema þrjá mánuði ári yfir sumartímann samkvæmt samningi við Fljótsdalshrepp. Það tímabil er ekki hafið en engu að síður var ákveðið í samráði við hreppinn og landeigendur að þjóðgarðsverðir myndu loka fyrir aðgengi að fossinum á meðan ástandið er líkt og það er nú, til að forða frekari gróðurskemmdum.Agnes segir fossin vera afar vinsælan, um 60 þúsund manns heimsæki hann á hverju ári og æ fleiri komi utan sumartíma þegar landverðir eru ekki til staðar við fossinn.„Við höfum með veikum mætti verið að reyna að stjórna umferð þarna á sumrin með köðlum en við erum ekki að sjá um þetta svæði á jaðartíma, því miður. En við erum vonandi að komast þangað,“ segir Agnes og bætir við að viðræður hafi farið fram um að lengja þurfi þann tíma sem landverðir séu með fasta viðveru við fossinn.Þá hafi hreppurinn ráðist í framkvæmdir við fossinn og að göngustígurinn sé að mestu leyti í ágætu horfi fyrir utan efsta hluta hans við Hengifoss þar sem ráðast þurfi í frekari framkvæmdir.„Þetta er allt í góðu ferli myndi ég segja en núna er bara bleyta. Það er aukning í jaðartúrismanum og það fer ekki alltaf saman með íslenskri náttúru,“ segir Agnes. Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshreppur Umhverfismál Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Tekin hefur verið ákvörðun um loka fyrir aðgengi að Hengifossi á Austurlandi. Göngustígar að fossinum er orðnir illa farnir vegna vinsælda fossins samfara vætutíð. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum, sem teknar voru í gær, eru hluti göngustígsins að fossinum orðinn að drullusvaði. Í samtali við Vísi segir Agnes Brá Birgisdóttir, þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarð, að starfsmenn muni loka hluta göngustígsins síðar í dag. „Við vorum að útbúa skilti, semja texta og finna heftibyssu og staura. Við erum tilbúin með þetta og nú er bara að hoppa úr húsi til að fara að loka frá Litlanesfossi og upp. Það er ennþá alveg hægt að stoppa við Hengifoss og ganga að Litlanesfossi. Hann er mjög fallegur og maður sér alveg upp að Hengifossi,“ segir Agnes.Stígurinn er forarsvað á köflum.Mynd/Adolf Ingi ErlingssonÆ fleiri sækja fossinn heim á ári hverju Hengifoss er ekki í umsjá Vatnajökulsþjóðgarð nema þrjá mánuði ári yfir sumartímann samkvæmt samningi við Fljótsdalshrepp. Það tímabil er ekki hafið en engu að síður var ákveðið í samráði við hreppinn og landeigendur að þjóðgarðsverðir myndu loka fyrir aðgengi að fossinum á meðan ástandið er líkt og það er nú, til að forða frekari gróðurskemmdum.Agnes segir fossin vera afar vinsælan, um 60 þúsund manns heimsæki hann á hverju ári og æ fleiri komi utan sumartíma þegar landverðir eru ekki til staðar við fossinn.„Við höfum með veikum mætti verið að reyna að stjórna umferð þarna á sumrin með köðlum en við erum ekki að sjá um þetta svæði á jaðartíma, því miður. En við erum vonandi að komast þangað,“ segir Agnes og bætir við að viðræður hafi farið fram um að lengja þurfi þann tíma sem landverðir séu með fasta viðveru við fossinn.Þá hafi hreppurinn ráðist í framkvæmdir við fossinn og að göngustígurinn sé að mestu leyti í ágætu horfi fyrir utan efsta hluta hans við Hengifoss þar sem ráðast þurfi í frekari framkvæmdir.„Þetta er allt í góðu ferli myndi ég segja en núna er bara bleyta. Það er aukning í jaðartúrismanum og það fer ekki alltaf saman með íslenskri náttúru,“ segir Agnes.
Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshreppur Umhverfismál Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira