Tveir sjóðir stofnaðir til að halda utan um uppbygginguna Heimir Már Pétursson skrifar 17. apríl 2019 21:35 Edouard Philippe er forsætisráðherra Frakklands. EPA Forseti Frakklands vill að Notre-Dame kirkjan verði endurbyggð á næstu fimm árum en stofnaðir hafa verið tveir sjóðir til að halda utan um framkvæmdirnar. Efnt verður til alþjóðlegrar samkeppni meðal arkitekta um endurbyggingu þakspírunnar sem brann til kaldra kola. Emmanuel Macron forseti Frakklands tilkynnti í gærkvöldi að stefnt skuli að því að Notre-Dame dómkirkjan verði endurbyggð á næstu fimm árum. Ríkisstjórn Frakklands fundaði um málið í dag og að fundi loknum sagði forsætisráðherra landsins, Edouard Philippe, það vilja kaþólsku kirkjunnar, frönsku þjóðarinnar og trúaðra jafnt sem trúlausra um allan heim að endurreisa þennan mikilvæga hluta franskrar menningar. „Þetta er vitaskuld gríðarlega krefjandi verkefni, söguleg ábyrgð, byggingarverkefni fyrir þessa kynslóð og komandi kynslóðir. Frakkland getur tekið þessari áskorun, ríkið getur tekið þessari áskorun, liðssöfnun er þegar hafin og þetta var umfjöllunarefni ríkisstjórnarfundarins í dag þar sem aðeins var fjallað um endurbyggingu Notre Dame,“ sagði Philippe. Efnt verður til alþjóðlegrar samkeppni meðal arkitekta um hvort og þá hvernig eigi að endurbyggja spíruna sem sett var á kirkjuna á nítjándu öld og varð eldinum að bráð, en elsti hluti kirkjunnar er um 850 ára gamall. Þá hafa stjórnvöld stofnað tvo sjóði sem eiga að halda utan um framlög til uppbyggingar kirkjunnar en nú þegar hafa fjölmörg fyrirtæki og stofnanir heitið háum fjárhæðum til verksins. „Þessir sjóðir munu fá peninga frá lögaðilum og einstaklingum til að fjármagna endurbyggningu og verndun Notre Dame dómsirkjunnar,“ sagði Philippe að loknum ríkisstjórnarfundi. Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Kalla eftir tillögum að nýrri spíru frá arkitektum heimsbyggðarinnar Frönsk yfirvöld munu bjóða arkitektum víða um heim að senda inn tillögur að hönnun á nýrri spíru fyrir Notre Dame dómkirkjuna. Eldri spíran varð eldinum sem geysaði í kirkjunni á mánudaginn að bráð. 17. apríl 2019 13:00 Hafa yfirheyrt þrjátíu manns vegna eldsvoðans í Notre Dame Þrjátíu verkamenn hjá fimm byggingafyrirtækjum, sem höfðu umsjón með viðgerðum á Notre Dame kirkjunni í París þegar eldur kviknaði, hafa verið yfirheyrðir vegna málsins. 17. apríl 2019 10:57 Páfi lofar slökkviliðsmenn sem björguðu Maríukirkjunni Páfagarður hefur lofað sérfræðiráðgjöf við endurbyggingu kirkjunnar sem stórkemmdist í eldsvoða á mánudag. 17. apríl 2019 19:07 Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Erlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Forseti Frakklands vill að Notre-Dame kirkjan verði endurbyggð á næstu fimm árum en stofnaðir hafa verið tveir sjóðir til að halda utan um framkvæmdirnar. Efnt verður til alþjóðlegrar samkeppni meðal arkitekta um endurbyggingu þakspírunnar sem brann til kaldra kola. Emmanuel Macron forseti Frakklands tilkynnti í gærkvöldi að stefnt skuli að því að Notre-Dame dómkirkjan verði endurbyggð á næstu fimm árum. Ríkisstjórn Frakklands fundaði um málið í dag og að fundi loknum sagði forsætisráðherra landsins, Edouard Philippe, það vilja kaþólsku kirkjunnar, frönsku þjóðarinnar og trúaðra jafnt sem trúlausra um allan heim að endurreisa þennan mikilvæga hluta franskrar menningar. „Þetta er vitaskuld gríðarlega krefjandi verkefni, söguleg ábyrgð, byggingarverkefni fyrir þessa kynslóð og komandi kynslóðir. Frakkland getur tekið þessari áskorun, ríkið getur tekið þessari áskorun, liðssöfnun er þegar hafin og þetta var umfjöllunarefni ríkisstjórnarfundarins í dag þar sem aðeins var fjallað um endurbyggingu Notre Dame,“ sagði Philippe. Efnt verður til alþjóðlegrar samkeppni meðal arkitekta um hvort og þá hvernig eigi að endurbyggja spíruna sem sett var á kirkjuna á nítjándu öld og varð eldinum að bráð, en elsti hluti kirkjunnar er um 850 ára gamall. Þá hafa stjórnvöld stofnað tvo sjóði sem eiga að halda utan um framlög til uppbyggingar kirkjunnar en nú þegar hafa fjölmörg fyrirtæki og stofnanir heitið háum fjárhæðum til verksins. „Þessir sjóðir munu fá peninga frá lögaðilum og einstaklingum til að fjármagna endurbyggningu og verndun Notre Dame dómsirkjunnar,“ sagði Philippe að loknum ríkisstjórnarfundi.
Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Kalla eftir tillögum að nýrri spíru frá arkitektum heimsbyggðarinnar Frönsk yfirvöld munu bjóða arkitektum víða um heim að senda inn tillögur að hönnun á nýrri spíru fyrir Notre Dame dómkirkjuna. Eldri spíran varð eldinum sem geysaði í kirkjunni á mánudaginn að bráð. 17. apríl 2019 13:00 Hafa yfirheyrt þrjátíu manns vegna eldsvoðans í Notre Dame Þrjátíu verkamenn hjá fimm byggingafyrirtækjum, sem höfðu umsjón með viðgerðum á Notre Dame kirkjunni í París þegar eldur kviknaði, hafa verið yfirheyrðir vegna málsins. 17. apríl 2019 10:57 Páfi lofar slökkviliðsmenn sem björguðu Maríukirkjunni Páfagarður hefur lofað sérfræðiráðgjöf við endurbyggingu kirkjunnar sem stórkemmdist í eldsvoða á mánudag. 17. apríl 2019 19:07 Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Erlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Kalla eftir tillögum að nýrri spíru frá arkitektum heimsbyggðarinnar Frönsk yfirvöld munu bjóða arkitektum víða um heim að senda inn tillögur að hönnun á nýrri spíru fyrir Notre Dame dómkirkjuna. Eldri spíran varð eldinum sem geysaði í kirkjunni á mánudaginn að bráð. 17. apríl 2019 13:00
Hafa yfirheyrt þrjátíu manns vegna eldsvoðans í Notre Dame Þrjátíu verkamenn hjá fimm byggingafyrirtækjum, sem höfðu umsjón með viðgerðum á Notre Dame kirkjunni í París þegar eldur kviknaði, hafa verið yfirheyrðir vegna málsins. 17. apríl 2019 10:57
Páfi lofar slökkviliðsmenn sem björguðu Maríukirkjunni Páfagarður hefur lofað sérfræðiráðgjöf við endurbyggingu kirkjunnar sem stórkemmdist í eldsvoða á mánudag. 17. apríl 2019 19:07