Jokowi endurkjörinn sem forseti Indónesíu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. apríl 2019 09:30 Joko Widodo virðist ætla að halda forsetastólnum. Nordicphotos/AFP Joko Widodo, oftast kallaður Jokowi, var endurkjörinn forseti Indónesíu og flokkur hans PDI-P fékk flest atkvæði í forseta- og þingkosningum sem fóru fram í Asíuríkinu í gær. Þetta sýndu svokallaðar hraðtalningar skoðanakannanafyrirtækja. Opinberar niðurstöður munu að öllum líkindum ekki liggja fyrir fyrr en í maí en þessar hraðtalningar hafa, samkvæmt BBC, reynst nokkuð áreiðanlegar í gegnum tíðina. Þetta var í fyrsta skipti sem forseta- og þingkosningar fara fram á sama tíma. Samkvæmt Asia Elects, sem tekur saman og birtir niðurstöður kannana og kosninga, fékk Jokowi 54,2 prósent atkvæða en andstæðingurinn, Prabowo Subianto úr Gerindra-flokknum, fékk 45,7 prósent atkvæða. PDI-P fékk sömuleiðis flest atkvæði í þingkosningum eða 19,49 prósent. Gerindra fékk 12,5 prósent og Golkar 12,5. Þá fékk PKB 9,8 prósent en aðrir flokkar minna. „Við höfum nú séð niðurstöður hraðtalninga og útgönguspáa en við þurfum að vera þolinmóð. Verum þolinmóð og bíðum eftir opinberum niðurstöðum frá kjörstjórn,“ sagði Jokowi við stuðningsmenn sína. Prabowo sagði hins vegar að tölurnar sem birtust í gær rímuðu ekki við gögn framboðsins. Samkvæmt þeim leit út fyrir að Prabowo myndi hafa betur. Hann hvatti stuðningsmenn sína til að vera vakandi fyrir því að kosningunum gæti verið stolið. Jokowi og Prabowo öttu einnig kappi í síðustu forsetakosningum, árið 2014. Þá fékk Joko 53 prósent atkvæða, Prabowo 47 prósent. Tölfræðin á bak við kosningarnar er sláandi. Alls eru 192.866.254 á kjörskrá og kjörstaðir eru 809.500. Kosið er um 20.500 sæti, frambjóðendur eru rúmlega tífalt fleiri og tuttugu flokkar eru í framboði. Breska ríkisútvarpið hafði eftir stjórnmálaskýrendum að sáralítill munur væri á stefnu frambjóðendanna tveggja. Þeir reyndu því að afla sér stuðnings með því að sýna hversu trúaðir þeir eru. „Kosningarnar eru kapphlaup til hægri. Þeir keppa um hvor er meiri íslamskur íhaldsmaður,“ hafði BBC eftir Made Supriatma, sérfræðingi hjá ISEAS-Yusof Ishak stofnuninni. Munurinn á frambjóðendum liggur einna helst í rótum þeirra. Jokowi er fyrsti forseti Indónesíu sem kemur hvorki úr valdafjölskyldu né hernum, samkvæmt Foreign Policy, en Prabowo var bæði hershöfðingi og tengdasonur Suharto, forseta Indónesíu frá 1968 til 1998. Þá hefur Prabowo einnig lofað að vinda ofan af loforðum Jokowi um kínverskar fjárfestingar í Indónesíu. Frambjóðendur hafa hins vegar ekki sýnt réttindum frumbyggja Indónesíu nokkra athygli, að því er kemur fram í umfjöllun Foreign Policy. Blaðamaður tímaritsins fjallaði þar sérstaklega um Iban Dayak-þjóðflokkinn, sem telur um 750.000 manns, og pálmaolíuvinnslu sem stjórnvöld heimiluðu á svæðinu þar sem þjóðflokkurinn hefur átt heima í aldaraðir. Ledo Lestari, fyrirtækið sem sér um vinnsluna, hefur sölsað undir sig svæðið, rutt skóga og þannig stórskaðað samfélag Iban Dayak-fólksins. Birtist í Fréttablaðinu Indónesía Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Joko Widodo, oftast kallaður Jokowi, var endurkjörinn forseti Indónesíu og flokkur hans PDI-P fékk flest atkvæði í forseta- og þingkosningum sem fóru fram í Asíuríkinu í gær. Þetta sýndu svokallaðar hraðtalningar skoðanakannanafyrirtækja. Opinberar niðurstöður munu að öllum líkindum ekki liggja fyrir fyrr en í maí en þessar hraðtalningar hafa, samkvæmt BBC, reynst nokkuð áreiðanlegar í gegnum tíðina. Þetta var í fyrsta skipti sem forseta- og þingkosningar fara fram á sama tíma. Samkvæmt Asia Elects, sem tekur saman og birtir niðurstöður kannana og kosninga, fékk Jokowi 54,2 prósent atkvæða en andstæðingurinn, Prabowo Subianto úr Gerindra-flokknum, fékk 45,7 prósent atkvæða. PDI-P fékk sömuleiðis flest atkvæði í þingkosningum eða 19,49 prósent. Gerindra fékk 12,5 prósent og Golkar 12,5. Þá fékk PKB 9,8 prósent en aðrir flokkar minna. „Við höfum nú séð niðurstöður hraðtalninga og útgönguspáa en við þurfum að vera þolinmóð. Verum þolinmóð og bíðum eftir opinberum niðurstöðum frá kjörstjórn,“ sagði Jokowi við stuðningsmenn sína. Prabowo sagði hins vegar að tölurnar sem birtust í gær rímuðu ekki við gögn framboðsins. Samkvæmt þeim leit út fyrir að Prabowo myndi hafa betur. Hann hvatti stuðningsmenn sína til að vera vakandi fyrir því að kosningunum gæti verið stolið. Jokowi og Prabowo öttu einnig kappi í síðustu forsetakosningum, árið 2014. Þá fékk Joko 53 prósent atkvæða, Prabowo 47 prósent. Tölfræðin á bak við kosningarnar er sláandi. Alls eru 192.866.254 á kjörskrá og kjörstaðir eru 809.500. Kosið er um 20.500 sæti, frambjóðendur eru rúmlega tífalt fleiri og tuttugu flokkar eru í framboði. Breska ríkisútvarpið hafði eftir stjórnmálaskýrendum að sáralítill munur væri á stefnu frambjóðendanna tveggja. Þeir reyndu því að afla sér stuðnings með því að sýna hversu trúaðir þeir eru. „Kosningarnar eru kapphlaup til hægri. Þeir keppa um hvor er meiri íslamskur íhaldsmaður,“ hafði BBC eftir Made Supriatma, sérfræðingi hjá ISEAS-Yusof Ishak stofnuninni. Munurinn á frambjóðendum liggur einna helst í rótum þeirra. Jokowi er fyrsti forseti Indónesíu sem kemur hvorki úr valdafjölskyldu né hernum, samkvæmt Foreign Policy, en Prabowo var bæði hershöfðingi og tengdasonur Suharto, forseta Indónesíu frá 1968 til 1998. Þá hefur Prabowo einnig lofað að vinda ofan af loforðum Jokowi um kínverskar fjárfestingar í Indónesíu. Frambjóðendur hafa hins vegar ekki sýnt réttindum frumbyggja Indónesíu nokkra athygli, að því er kemur fram í umfjöllun Foreign Policy. Blaðamaður tímaritsins fjallaði þar sérstaklega um Iban Dayak-þjóðflokkinn, sem telur um 750.000 manns, og pálmaolíuvinnslu sem stjórnvöld heimiluðu á svæðinu þar sem þjóðflokkurinn hefur átt heima í aldaraðir. Ledo Lestari, fyrirtækið sem sér um vinnsluna, hefur sölsað undir sig svæðið, rutt skóga og þannig stórskaðað samfélag Iban Dayak-fólksins.
Birtist í Fréttablaðinu Indónesía Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira