Kynna tillögu að friðlýsingu Látrabjargs Atli Ísleifsson skrifar 18. apríl 2019 19:23 Lundar eru tíðir gestir á Látrabjargi en markmið friðlýsingarinnar er sagt vera að vernda sérstætt og fjölbreytt lífríki svæðisins og búsvæði fugla. Fréttablaðið/Stefán Umhverfisstofnun kynnti í dag tillögu sína að friðlýsingu Látrabjargs og hefur verið óskað eftir athugasemdum um hana. Unnið hefur verið að undirbúningi friðlýsingarinnar frá árinu 2011 með samtali við landeigendur, sveitarfélag og fleiri hagsmunaaðila, að því er fram kemur á vef stofnunarinnar. Í tillögu að mörkum svæðisins má sjá að það er 2.340 hektarar að flatarmáli. „Mörk friðlandsins eru frá Þambaraflögum, eftir Brunnanúp, að Hálsvörðu gegnum Lambalá, þar sem vötum hallar fram á bjargbrún, í sjó fram og alla leið að landamerkjum við Eyjaskorarnúp frá Melalykkju yfir miðjan Þorsteinshvamm og fylgi línan landamerkjum inn til landsins. Friðlandið nær jafnframt til hafsbotns, lífríkis og vatnsbols 1 km frá landi,“ segir í tillögunni.Mörk friðlandsins samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar.UmhverfisstofnunMeginmarkmið friðlýsingarinnar er sagt vera að „vernda sérstætt og fjölbreytt lífríki svæðisins og búsvæði fugla, einkum varpsvæði sjófugla. Friðlýsingunni er jafnframt ætlað að vernda og viðhalda náttúrulegu ástandi ásamt mikilfenglegu landslagi frá sjávarmáli upp á hæstu brúnir og ein mestu fuglabjörg við Norður-Atlantshaf.“ Þá er friðlandið sagt hafa mikið vísinda- og fræðslugildi og sé vel þekkt á meðal vísindamanna og fuglaáhugafólks. „Markmið með friðlýsingunni er einnig að tryggja rannsóknir og vöktun á lífríki svæðisins, með áherslu á búsvæði og afkomu varpfugla sem og að stuðla að fræðslu um fuglalífið í Látrabjargi. Jafnframt er það markmið friðlýsingarinnar að vernda menningarminjar svæðisins. Svæðið hefur mikið aðdráttarafl fyrir gesti sem heimsækja Vestfirði og mikilvægt er að stýra þeirri umferð með verndarráðstöfunum,“ segir í tillögunni. Umhverfismál Vesturbyggð Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
Umhverfisstofnun kynnti í dag tillögu sína að friðlýsingu Látrabjargs og hefur verið óskað eftir athugasemdum um hana. Unnið hefur verið að undirbúningi friðlýsingarinnar frá árinu 2011 með samtali við landeigendur, sveitarfélag og fleiri hagsmunaaðila, að því er fram kemur á vef stofnunarinnar. Í tillögu að mörkum svæðisins má sjá að það er 2.340 hektarar að flatarmáli. „Mörk friðlandsins eru frá Þambaraflögum, eftir Brunnanúp, að Hálsvörðu gegnum Lambalá, þar sem vötum hallar fram á bjargbrún, í sjó fram og alla leið að landamerkjum við Eyjaskorarnúp frá Melalykkju yfir miðjan Þorsteinshvamm og fylgi línan landamerkjum inn til landsins. Friðlandið nær jafnframt til hafsbotns, lífríkis og vatnsbols 1 km frá landi,“ segir í tillögunni.Mörk friðlandsins samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar.UmhverfisstofnunMeginmarkmið friðlýsingarinnar er sagt vera að „vernda sérstætt og fjölbreytt lífríki svæðisins og búsvæði fugla, einkum varpsvæði sjófugla. Friðlýsingunni er jafnframt ætlað að vernda og viðhalda náttúrulegu ástandi ásamt mikilfenglegu landslagi frá sjávarmáli upp á hæstu brúnir og ein mestu fuglabjörg við Norður-Atlantshaf.“ Þá er friðlandið sagt hafa mikið vísinda- og fræðslugildi og sé vel þekkt á meðal vísindamanna og fuglaáhugafólks. „Markmið með friðlýsingunni er einnig að tryggja rannsóknir og vöktun á lífríki svæðisins, með áherslu á búsvæði og afkomu varpfugla sem og að stuðla að fræðslu um fuglalífið í Látrabjargi. Jafnframt er það markmið friðlýsingarinnar að vernda menningarminjar svæðisins. Svæðið hefur mikið aðdráttarafl fyrir gesti sem heimsækja Vestfirði og mikilvægt er að stýra þeirri umferð með verndarráðstöfunum,“ segir í tillögunni.
Umhverfismál Vesturbyggð Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira