Frábært að vera í lykilhlutverki Hjörvar Ólafsson skrifar 1. apríl 2019 12:00 Matthías er ánægður hjá Valerenga. mynd/vålerenga Eftir erfitt síðasta ár hjá Rosenborg, þar sem hann átti ekki upp á pallborðið hjá þjálfara liðsins fyrri hluta leiktíðarinnar og var að glíma við krossbandsslit síðari hlutann, söðlaði knattspyrnumaðurinn Matthías Vilhjálmsson um í Noregi og gekk til liðs við Vålerenga í sumar. Hjá Rosenborg varð Matthías Noregsmeistari fjórum sinnum og þrívegis bikarmeistari. Tækifærin voru hins vegar af skornum skammti á síðasta keppnistímabili og Matthías ákvað að finna sér nýja áskorun á ferli sínum. Hann stimplaði sig rækilega inn hjá nýja liðinu þegar norska efsta deildin fór af stað á laugardaginn þegar hann skoraði bæði mörk Vålerenga í 2-0 sigri liðsins gegn Mjöndalen í fyrstu umferð deildarinnar. Mörkin sem Matthías skoraði voru keimlík en hann fékk sendingu inn í vítateig Mjöndalen og kláraði færin af stakri prýði með góðum skotum. „Það er ofboðslega góð tilfinning að vera orðinn aftur lykilleikmaður hjá góðu liði. Að vera í byrjunarliði og að þekkja mína stöðu er mjög þægilegt. Síðasta árið mitt hjá Rosenborg var mjög erfitt vegna fárra tækifæra og meiðsla. Það er alltaf smá stress hjá öllum liðum í fyrstu umferðinni og það er gott að ná að brjóta ísinn með tveimur mörkum og sigri,“ segir Matthías. „Hjá Vålerenga er ég hugsaður sem fyrsti kostur í framherjastöðunni eða sem sóknartengiliður. Þegar ég spilaði hjá Rosenborg gat ég verið að spila sem framherji og skoraði í einum leik og verið svo djúpur miðjumaður í þeim næsta. Ég lærði auðvitað mikið af því að spila ólíkar stöður en það er auðvitað miklu þægilegra að vera bara hugsaður í eina stöðu,“ segir hann enn fremur. „Ég æfði mjög vel á undirbúningstímabilinu og formið á mér er mjög gott. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn mótíveraður fyrir undirbúningstímabil eftir leiðinlegan kafla þar á undan. Meiðslin eru algerlega að baki og ég er nálægt besta ástandi sem ég hef verið í á ferlinum. Ég var staðráðinn í að koma til baka og sýna fólki hér úti hvað í mér býr og ég er bara mjög bjartsýnn á gott gengi mitt og liðsins á tímabilinu. Þetta byrjar allavega vel og nú er bara að byggja á þessu í komandi leikjum,“ segir framherjinn öflugi. „Vålerenga er stórt félag sem ætlar sér ávallt að gera góða hluti í deildinni ár hvert og stefnir á meistaratitilinn. Það er alveg raunhæft að stefna á það þar sem við höfum á að skipa góðum leikmönnum. Við erum með lið sem getur unnið öll önnur lið í deildinni. Liðið hafnaði hins vegar í sjötta sæti deildarinnar í fyrra þannig að það þarf margt að ganga upp til að við getum barist um titilinn,“ segir Ísfirðingurinn geðþekki sem hefur mest skorað 11 mörk í efstu deild í Noregi en það gerði hann á sinni fyrstu leiktíð með Start árið 2013 en árið áður skoraði hann 18 mörk í næstefstu deild. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Sjá meira
Eftir erfitt síðasta ár hjá Rosenborg, þar sem hann átti ekki upp á pallborðið hjá þjálfara liðsins fyrri hluta leiktíðarinnar og var að glíma við krossbandsslit síðari hlutann, söðlaði knattspyrnumaðurinn Matthías Vilhjálmsson um í Noregi og gekk til liðs við Vålerenga í sumar. Hjá Rosenborg varð Matthías Noregsmeistari fjórum sinnum og þrívegis bikarmeistari. Tækifærin voru hins vegar af skornum skammti á síðasta keppnistímabili og Matthías ákvað að finna sér nýja áskorun á ferli sínum. Hann stimplaði sig rækilega inn hjá nýja liðinu þegar norska efsta deildin fór af stað á laugardaginn þegar hann skoraði bæði mörk Vålerenga í 2-0 sigri liðsins gegn Mjöndalen í fyrstu umferð deildarinnar. Mörkin sem Matthías skoraði voru keimlík en hann fékk sendingu inn í vítateig Mjöndalen og kláraði færin af stakri prýði með góðum skotum. „Það er ofboðslega góð tilfinning að vera orðinn aftur lykilleikmaður hjá góðu liði. Að vera í byrjunarliði og að þekkja mína stöðu er mjög þægilegt. Síðasta árið mitt hjá Rosenborg var mjög erfitt vegna fárra tækifæra og meiðsla. Það er alltaf smá stress hjá öllum liðum í fyrstu umferðinni og það er gott að ná að brjóta ísinn með tveimur mörkum og sigri,“ segir Matthías. „Hjá Vålerenga er ég hugsaður sem fyrsti kostur í framherjastöðunni eða sem sóknartengiliður. Þegar ég spilaði hjá Rosenborg gat ég verið að spila sem framherji og skoraði í einum leik og verið svo djúpur miðjumaður í þeim næsta. Ég lærði auðvitað mikið af því að spila ólíkar stöður en það er auðvitað miklu þægilegra að vera bara hugsaður í eina stöðu,“ segir hann enn fremur. „Ég æfði mjög vel á undirbúningstímabilinu og formið á mér er mjög gott. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn mótíveraður fyrir undirbúningstímabil eftir leiðinlegan kafla þar á undan. Meiðslin eru algerlega að baki og ég er nálægt besta ástandi sem ég hef verið í á ferlinum. Ég var staðráðinn í að koma til baka og sýna fólki hér úti hvað í mér býr og ég er bara mjög bjartsýnn á gott gengi mitt og liðsins á tímabilinu. Þetta byrjar allavega vel og nú er bara að byggja á þessu í komandi leikjum,“ segir framherjinn öflugi. „Vålerenga er stórt félag sem ætlar sér ávallt að gera góða hluti í deildinni ár hvert og stefnir á meistaratitilinn. Það er alveg raunhæft að stefna á það þar sem við höfum á að skipa góðum leikmönnum. Við erum með lið sem getur unnið öll önnur lið í deildinni. Liðið hafnaði hins vegar í sjötta sæti deildarinnar í fyrra þannig að það þarf margt að ganga upp til að við getum barist um titilinn,“ segir Ísfirðingurinn geðþekki sem hefur mest skorað 11 mörk í efstu deild í Noregi en það gerði hann á sinni fyrstu leiktíð með Start árið 2013 en árið áður skoraði hann 18 mörk í næstefstu deild.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Sjá meira