„Rotaðist alveg virkilega illa, alveg svona nálægt því að deyja“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. apríl 2019 14:30 Halldór er stórstjarna í snjóbrettaheiminum. Fyrsti þátturinn í þriðju seríunni af Atvinnumönnunum okkar í umsjón Auðuns Blöndal var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í fyrsta þættinum var snjóbrettakappinn Halldór Helgason gestur og elti Auðunn Halldór um Evrópu og ræddi við hann um allt milli himins og jarðar. Halldór er greinilega mjög nægjusamur maður og segist hann aldrei ferðast um á fyrsta farrými, gistir oft á sófanum hjá vinum sínum og þarf aldrei að vera á góðum fimm stjörnu hótelum. Þrátt fyrir að hafa þénað vel á ferli sínum sem snjóbrettamaður. Halldór sagði söguna frá því þegar hann féll illa til jarðar á X-Games árið 2013. Í þættinum kom meðal annars í ljós að Halldór hefur fjárfest vel og á eignir á Akureyri, Stokkhólmi, á Spáni og í Mónakó. Halldór hefur í gegnum tíðina meiðst töluvert við snjóbrettaiðkun og oftar en ekki rotast og fengið heilahristing. Árið 2013 á X-Games slasaðist Halldór illa þegar hann reyndi stökk sem hann hafði aldrei áður prófað og sagði hann þá sögu í þættinum í gær. „Maður var hálf ódauðlegur á þessum tíma eða það hélt maður,“ segir Halldór Helgason í þættinum í gær þegar atvikið var rætt. Halldór fékk mikinn heilahristinn við fallið. „Ég rotaðist alveg virkilega illa, alveg svona nálægt því að deyja illa. Ég vaknaði síðan á sjúkrahúsinu og læknarnir segja við mig að ég megi ekki gera neitt á næstunni. Þannig að daginn eftir fór ég á djammið og var á djamminu í svona viku. Hélt svo beint áfram að taka upp efni eftir það en það var fyrir Nike myndina sem var risastór snjóbrettamynd. Svo byrja ég bara að detta út og vissi ekki einu sinni hvar ég var.“ Halldór segir að þá hafi hann brotnað niður og hugsað að þetta væri ekki í lagi. „Ég fór loksins að tékka á þessu alveg þremur mánuðum eftir og þá kom í ljós að ég var enn þá með bólgur í heilanum út af því ég slakaði ekkert á. Ég mátti þá ekki gera neitt í sex mánuði og langaði ekkert að gera.“ Hér að neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum af Atvinnumönnunum okkar sem hefur vakið mikla athygli frá því í gærkvöldi. Atvinnumennirnir okkar Snjóbrettaíþróttir Tengdar fréttir Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53 Halldór Helgason fer á kostum í nýju myndbandi frá Nike Eitt svakalegasta atriði myndarinnar er þegar Halldór tekur heljarstökk milli tveggja bygginga á Akureyri með stuðningskraga um hálsinn. 16. september 2013 14:52 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Fyrsti þátturinn í þriðju seríunni af Atvinnumönnunum okkar í umsjón Auðuns Blöndal var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í fyrsta þættinum var snjóbrettakappinn Halldór Helgason gestur og elti Auðunn Halldór um Evrópu og ræddi við hann um allt milli himins og jarðar. Halldór er greinilega mjög nægjusamur maður og segist hann aldrei ferðast um á fyrsta farrými, gistir oft á sófanum hjá vinum sínum og þarf aldrei að vera á góðum fimm stjörnu hótelum. Þrátt fyrir að hafa þénað vel á ferli sínum sem snjóbrettamaður. Halldór sagði söguna frá því þegar hann féll illa til jarðar á X-Games árið 2013. Í þættinum kom meðal annars í ljós að Halldór hefur fjárfest vel og á eignir á Akureyri, Stokkhólmi, á Spáni og í Mónakó. Halldór hefur í gegnum tíðina meiðst töluvert við snjóbrettaiðkun og oftar en ekki rotast og fengið heilahristing. Árið 2013 á X-Games slasaðist Halldór illa þegar hann reyndi stökk sem hann hafði aldrei áður prófað og sagði hann þá sögu í þættinum í gær. „Maður var hálf ódauðlegur á þessum tíma eða það hélt maður,“ segir Halldór Helgason í þættinum í gær þegar atvikið var rætt. Halldór fékk mikinn heilahristinn við fallið. „Ég rotaðist alveg virkilega illa, alveg svona nálægt því að deyja illa. Ég vaknaði síðan á sjúkrahúsinu og læknarnir segja við mig að ég megi ekki gera neitt á næstunni. Þannig að daginn eftir fór ég á djammið og var á djamminu í svona viku. Hélt svo beint áfram að taka upp efni eftir það en það var fyrir Nike myndina sem var risastór snjóbrettamynd. Svo byrja ég bara að detta út og vissi ekki einu sinni hvar ég var.“ Halldór segir að þá hafi hann brotnað niður og hugsað að þetta væri ekki í lagi. „Ég fór loksins að tékka á þessu alveg þremur mánuðum eftir og þá kom í ljós að ég var enn þá með bólgur í heilanum út af því ég slakaði ekkert á. Ég mátti þá ekki gera neitt í sex mánuði og langaði ekkert að gera.“ Hér að neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum af Atvinnumönnunum okkar sem hefur vakið mikla athygli frá því í gærkvöldi.
Atvinnumennirnir okkar Snjóbrettaíþróttir Tengdar fréttir Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53 Halldór Helgason fer á kostum í nýju myndbandi frá Nike Eitt svakalegasta atriði myndarinnar er þegar Halldór tekur heljarstökk milli tveggja bygginga á Akureyri með stuðningskraga um hálsinn. 16. september 2013 14:52 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53
Halldór Helgason fer á kostum í nýju myndbandi frá Nike Eitt svakalegasta atriði myndarinnar er þegar Halldór tekur heljarstökk milli tveggja bygginga á Akureyri með stuðningskraga um hálsinn. 16. september 2013 14:52