Skert útsýni og of mikill hraði sennileg orsök banaslyss Birgir Olgeirsson skrifar 2. apríl 2019 18:13 Banaslysið varð í maí árið 2017. Vísir/Vilhelm Drengur á þrettánda ár sem lést eftir að hafa orðið fyrir bifreið á Eyjafjarðarbraut í maí árið 2017 ók líkast til torfæruhjóli sínu of hratt áður en hann varð fyrir bílnum.Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa en þar segir að drengurinn hafi ekið Hondu CR torfæruhjóli niður malarborna heimreið í átt að Eyjafjarðarbraut með fyrirhugaða akstursstefnu norður Eyjafjarðarbraut. Á sama tíma var Suzuki Grand Vitara fólksbifreið ekið suður Eyjafjarðarbraut. Í skýrslu nefndarinnar er tekið fram að veður hafi verið gott, bjart, þurrt og lítill vindur. Heimreiðin niður að þjóðveginum er brött og útsýn takmörkuð þaðan á þjóðveginn sökum trjágróðurs sem stendur nálægt veginum. Ummerki voru á vegamótunum eftir hemlun torfæruhjólsins. Hemlaförin voru um 5 metra löng. Við hemlunina missti ökumaður jafnvægið, féll af hjólinu og varð fyrir bifreiðinni. Virðist sem ökumaður torfæruhjólsins hafi ekið of hratt að vegamótunum en reynt að hemla áður en hann ók inn á Eyjafjarðarbraut í veg fyrir Suzuki bifreiðina. Biðskylda er fyrir umferð af heimreiðinni inn á þjóðveginn. Engin vitni voru að slysinu. Í skýrslunni er tekið fram að á litlu sé að byggja til að meta hraða ökutækjanna fyrir slysið. Þar er þó tekið fram að heimreiðin sem ökumaður torfæruhjólsins ók niður að þjóðveginum sé mjög brött. Var hjólið í fjórða gír af sex en um fimm metra löng hemlaför voru eftir torfæruhjólið. Ökumaður bifreiðarinnar vitnaðu um að hafa verið á 60 til 70 kílómetra hraða. Rannsóknarnefndin telur ökumann bifhjólsins sennilega hafa ekið of hratt að vegamótunum og ekki náð að stöðva hjólið við vegamótin. Var hann hvorki með réttindi né aldur til að aka hjólinu sem var ekki ætlað til akstur á vegum. Þá var útsýni skert á vegamótunum vegna trjágróðurs og er því beint til veghaldara að gera úrbætur til að bæta vegsýn á slysstað. Einnig bendir nefndin á að víða er að finna sambærilega aðstæður við vegi sem brýnt er að lagfæra. Eyjafjarðarsveit Samgönguslys Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Drengur á þrettánda ár sem lést eftir að hafa orðið fyrir bifreið á Eyjafjarðarbraut í maí árið 2017 ók líkast til torfæruhjóli sínu of hratt áður en hann varð fyrir bílnum.Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa en þar segir að drengurinn hafi ekið Hondu CR torfæruhjóli niður malarborna heimreið í átt að Eyjafjarðarbraut með fyrirhugaða akstursstefnu norður Eyjafjarðarbraut. Á sama tíma var Suzuki Grand Vitara fólksbifreið ekið suður Eyjafjarðarbraut. Í skýrslu nefndarinnar er tekið fram að veður hafi verið gott, bjart, þurrt og lítill vindur. Heimreiðin niður að þjóðveginum er brött og útsýn takmörkuð þaðan á þjóðveginn sökum trjágróðurs sem stendur nálægt veginum. Ummerki voru á vegamótunum eftir hemlun torfæruhjólsins. Hemlaförin voru um 5 metra löng. Við hemlunina missti ökumaður jafnvægið, féll af hjólinu og varð fyrir bifreiðinni. Virðist sem ökumaður torfæruhjólsins hafi ekið of hratt að vegamótunum en reynt að hemla áður en hann ók inn á Eyjafjarðarbraut í veg fyrir Suzuki bifreiðina. Biðskylda er fyrir umferð af heimreiðinni inn á þjóðveginn. Engin vitni voru að slysinu. Í skýrslunni er tekið fram að á litlu sé að byggja til að meta hraða ökutækjanna fyrir slysið. Þar er þó tekið fram að heimreiðin sem ökumaður torfæruhjólsins ók niður að þjóðveginum sé mjög brött. Var hjólið í fjórða gír af sex en um fimm metra löng hemlaför voru eftir torfæruhjólið. Ökumaður bifreiðarinnar vitnaðu um að hafa verið á 60 til 70 kílómetra hraða. Rannsóknarnefndin telur ökumann bifhjólsins sennilega hafa ekið of hratt að vegamótunum og ekki náð að stöðva hjólið við vegamótin. Var hann hvorki með réttindi né aldur til að aka hjólinu sem var ekki ætlað til akstur á vegum. Þá var útsýni skert á vegamótunum vegna trjágróðurs og er því beint til veghaldara að gera úrbætur til að bæta vegsýn á slysstað. Einnig bendir nefndin á að víða er að finna sambærilega aðstæður við vegi sem brýnt er að lagfæra.
Eyjafjarðarsveit Samgönguslys Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira