Skert útsýni og of mikill hraði sennileg orsök banaslyss Birgir Olgeirsson skrifar 2. apríl 2019 18:13 Banaslysið varð í maí árið 2017. Vísir/Vilhelm Drengur á þrettánda ár sem lést eftir að hafa orðið fyrir bifreið á Eyjafjarðarbraut í maí árið 2017 ók líkast til torfæruhjóli sínu of hratt áður en hann varð fyrir bílnum.Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa en þar segir að drengurinn hafi ekið Hondu CR torfæruhjóli niður malarborna heimreið í átt að Eyjafjarðarbraut með fyrirhugaða akstursstefnu norður Eyjafjarðarbraut. Á sama tíma var Suzuki Grand Vitara fólksbifreið ekið suður Eyjafjarðarbraut. Í skýrslu nefndarinnar er tekið fram að veður hafi verið gott, bjart, þurrt og lítill vindur. Heimreiðin niður að þjóðveginum er brött og útsýn takmörkuð þaðan á þjóðveginn sökum trjágróðurs sem stendur nálægt veginum. Ummerki voru á vegamótunum eftir hemlun torfæruhjólsins. Hemlaförin voru um 5 metra löng. Við hemlunina missti ökumaður jafnvægið, féll af hjólinu og varð fyrir bifreiðinni. Virðist sem ökumaður torfæruhjólsins hafi ekið of hratt að vegamótunum en reynt að hemla áður en hann ók inn á Eyjafjarðarbraut í veg fyrir Suzuki bifreiðina. Biðskylda er fyrir umferð af heimreiðinni inn á þjóðveginn. Engin vitni voru að slysinu. Í skýrslunni er tekið fram að á litlu sé að byggja til að meta hraða ökutækjanna fyrir slysið. Þar er þó tekið fram að heimreiðin sem ökumaður torfæruhjólsins ók niður að þjóðveginum sé mjög brött. Var hjólið í fjórða gír af sex en um fimm metra löng hemlaför voru eftir torfæruhjólið. Ökumaður bifreiðarinnar vitnaðu um að hafa verið á 60 til 70 kílómetra hraða. Rannsóknarnefndin telur ökumann bifhjólsins sennilega hafa ekið of hratt að vegamótunum og ekki náð að stöðva hjólið við vegamótin. Var hann hvorki með réttindi né aldur til að aka hjólinu sem var ekki ætlað til akstur á vegum. Þá var útsýni skert á vegamótunum vegna trjágróðurs og er því beint til veghaldara að gera úrbætur til að bæta vegsýn á slysstað. Einnig bendir nefndin á að víða er að finna sambærilega aðstæður við vegi sem brýnt er að lagfæra. Eyjafjarðarsveit Samgönguslys Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Drengur á þrettánda ár sem lést eftir að hafa orðið fyrir bifreið á Eyjafjarðarbraut í maí árið 2017 ók líkast til torfæruhjóli sínu of hratt áður en hann varð fyrir bílnum.Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa en þar segir að drengurinn hafi ekið Hondu CR torfæruhjóli niður malarborna heimreið í átt að Eyjafjarðarbraut með fyrirhugaða akstursstefnu norður Eyjafjarðarbraut. Á sama tíma var Suzuki Grand Vitara fólksbifreið ekið suður Eyjafjarðarbraut. Í skýrslu nefndarinnar er tekið fram að veður hafi verið gott, bjart, þurrt og lítill vindur. Heimreiðin niður að þjóðveginum er brött og útsýn takmörkuð þaðan á þjóðveginn sökum trjágróðurs sem stendur nálægt veginum. Ummerki voru á vegamótunum eftir hemlun torfæruhjólsins. Hemlaförin voru um 5 metra löng. Við hemlunina missti ökumaður jafnvægið, féll af hjólinu og varð fyrir bifreiðinni. Virðist sem ökumaður torfæruhjólsins hafi ekið of hratt að vegamótunum en reynt að hemla áður en hann ók inn á Eyjafjarðarbraut í veg fyrir Suzuki bifreiðina. Biðskylda er fyrir umferð af heimreiðinni inn á þjóðveginn. Engin vitni voru að slysinu. Í skýrslunni er tekið fram að á litlu sé að byggja til að meta hraða ökutækjanna fyrir slysið. Þar er þó tekið fram að heimreiðin sem ökumaður torfæruhjólsins ók niður að þjóðveginum sé mjög brött. Var hjólið í fjórða gír af sex en um fimm metra löng hemlaför voru eftir torfæruhjólið. Ökumaður bifreiðarinnar vitnaðu um að hafa verið á 60 til 70 kílómetra hraða. Rannsóknarnefndin telur ökumann bifhjólsins sennilega hafa ekið of hratt að vegamótunum og ekki náð að stöðva hjólið við vegamótin. Var hann hvorki með réttindi né aldur til að aka hjólinu sem var ekki ætlað til akstur á vegum. Þá var útsýni skert á vegamótunum vegna trjágróðurs og er því beint til veghaldara að gera úrbætur til að bæta vegsýn á slysstað. Einnig bendir nefndin á að víða er að finna sambærilega aðstæður við vegi sem brýnt er að lagfæra.
Eyjafjarðarsveit Samgönguslys Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira