Leikjaspilarar fái sína deild í íþróttafélögum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. apríl 2019 06:00 Fortnite-spilarar í Las Vegas spila saman í góðum hópi. Fortnite-deild KR gæti orðið til verði hugmyndinni hrint í framkvæmd. NordicPhotos/GETTY „Mörg börn og unglingar hafa verið föst í viðjum tölvufíknar. Þau eru jafnvel farin að eiga engin persónuleg samskipti við aðra en sína nánustu. Ef litið er á tölvuleikjaspilun sem hverja aðra íþrótt, mætti ætla að það gæti hjálpað þessum einstaklingum,“ sagði Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á fundi borgarstjórnar í gær þegar borgarstjórn ræddi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um rafíþróttir. Tillagan gerir ráð fyrir að borgin styðji íþróttafélögin í Reykjavík við að koma á fót rafíþróttadeildum innan félaganna. Tillagan gerir einnig ráð fyrir að iðkendur geti nýtt sér frístundakort Reykjavíkur við iðkun rafíþrótta í samræmi við reglur um frístundakortið. Við umræðu um málið á fundi borgarstjórnar í gær sagði Katrín að með tilkomu rafíþróttadeilda gætu börn mætt til æfinga og hitt aðra krakka í stað þess að loka sig af heima hjá sér. Þau myndu æfa sig í að verða betri spilarar undir handleiðslu þjálfara og þannig myndu þau örvast félagslega, bæta sig í leiknum og eignast vini með svipuð áhugamál.Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Katrín fór yfir nokkrar sögulegar staðreyndir um rafíþróttir og rifjaði upp fyrsta stórmót rafíþrótta; heimsmeistaramótið í Space Invaders sem haldið var árið 1980 í Bandaríkjunum þar sem 10 þúsund manns tóku þátt. Á undanförnum árum hafi rafíþróttir laðað að sér mikið af fjárfestum, einnig hér á landi. Verðlaunafé á heimsmeistaramótum eru heldur engar smáupphæðir; 2,6 milljarðar króna hafi farið í verðlaun á Dota 2 International mótinu og nú hafi Epic Games, framleiðandi Fortnite tilkynnt að verðlaunafé heimsmeistaramóts leiksins 2019 verði 50 milljónir dollara eða um 6 milljarðar króna. Katrín fór einnig yfir rafíþróttir sem sjónvarpsviðburði og benti á að árið 2018 horfðu yfir 200 milljón manns á úrslit heimsmeistaramótsins í League of Legends 2018. Það er töluvert fleiri en horfðu á Ofurskálina. Formenn þriggja íþróttafélaga í Reykjavík hafa lýst stuðningi við tillöguna í yfirlýsingu. Þar er vísað til forvarnargildis íþróttastarfs og jákvæðra áhrifa þess á félagsfærni barna. „Við undirritaðir viljum styðja þessa tillögu og teljum að þetta geti bæði aukið fjölbreytni íþróttastarfs, en einnig leitt til að börn og ungmenni, sem ekki taka þátt í starfi íþróttafélaga sjái tækifæri til að sinna sínum hugðarefnum innan þeirra raða. Undir stuðningsyfirlýsinguna rita formenn Víkings, KR og Fjölnis. Tillögunni var mjög vel tekið hjá borgarfulltrúum og eftir umræðu í borgarstjórn var málinu vísað til menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar til nánari útfærslu. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Leikjavísir Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
„Mörg börn og unglingar hafa verið föst í viðjum tölvufíknar. Þau eru jafnvel farin að eiga engin persónuleg samskipti við aðra en sína nánustu. Ef litið er á tölvuleikjaspilun sem hverja aðra íþrótt, mætti ætla að það gæti hjálpað þessum einstaklingum,“ sagði Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á fundi borgarstjórnar í gær þegar borgarstjórn ræddi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um rafíþróttir. Tillagan gerir ráð fyrir að borgin styðji íþróttafélögin í Reykjavík við að koma á fót rafíþróttadeildum innan félaganna. Tillagan gerir einnig ráð fyrir að iðkendur geti nýtt sér frístundakort Reykjavíkur við iðkun rafíþrótta í samræmi við reglur um frístundakortið. Við umræðu um málið á fundi borgarstjórnar í gær sagði Katrín að með tilkomu rafíþróttadeilda gætu börn mætt til æfinga og hitt aðra krakka í stað þess að loka sig af heima hjá sér. Þau myndu æfa sig í að verða betri spilarar undir handleiðslu þjálfara og þannig myndu þau örvast félagslega, bæta sig í leiknum og eignast vini með svipuð áhugamál.Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Katrín fór yfir nokkrar sögulegar staðreyndir um rafíþróttir og rifjaði upp fyrsta stórmót rafíþrótta; heimsmeistaramótið í Space Invaders sem haldið var árið 1980 í Bandaríkjunum þar sem 10 þúsund manns tóku þátt. Á undanförnum árum hafi rafíþróttir laðað að sér mikið af fjárfestum, einnig hér á landi. Verðlaunafé á heimsmeistaramótum eru heldur engar smáupphæðir; 2,6 milljarðar króna hafi farið í verðlaun á Dota 2 International mótinu og nú hafi Epic Games, framleiðandi Fortnite tilkynnt að verðlaunafé heimsmeistaramóts leiksins 2019 verði 50 milljónir dollara eða um 6 milljarðar króna. Katrín fór einnig yfir rafíþróttir sem sjónvarpsviðburði og benti á að árið 2018 horfðu yfir 200 milljón manns á úrslit heimsmeistaramótsins í League of Legends 2018. Það er töluvert fleiri en horfðu á Ofurskálina. Formenn þriggja íþróttafélaga í Reykjavík hafa lýst stuðningi við tillöguna í yfirlýsingu. Þar er vísað til forvarnargildis íþróttastarfs og jákvæðra áhrifa þess á félagsfærni barna. „Við undirritaðir viljum styðja þessa tillögu og teljum að þetta geti bæði aukið fjölbreytni íþróttastarfs, en einnig leitt til að börn og ungmenni, sem ekki taka þátt í starfi íþróttafélaga sjái tækifæri til að sinna sínum hugðarefnum innan þeirra raða. Undir stuðningsyfirlýsinguna rita formenn Víkings, KR og Fjölnis. Tillögunni var mjög vel tekið hjá borgarfulltrúum og eftir umræðu í borgarstjórn var málinu vísað til menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar til nánari útfærslu.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Leikjavísir Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira