Brúnei leggur dauðarefsingu við samkynhneigð Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2019 07:28 Soldáninn af Brúnei. Vísir/EPA Dauðarefsing verður lögð við kynlífi samkynhneigðra með gildistöku íslamskra laga í asíska smáríkinu Brúnei í dag. Samkynhneigð var ólögleg í landinu fyrir en breytingin nú hefur vakið fordæmingu alþjóðasamfélagsins. Hassanal Bolkiah, soldán Brúnei, sagði að leggja þyrfti aukna áherslu á íslömsk lög í ávarpi til þjóðar sinnar í dag. Nýju lögin fjalla einnig um önnur brot. Þannig verður hægt að refsa þjófum með aflimun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Lögin eiga aðallega að gilda um múslima í landinu sem er um tveir af hverjum þremur landsmönnum. Áður lá tíu ára fangelsi við samkynhneigð í landinu en nú munu lög landsins leyfa að samkynhneigðir séu grýttir til bana. Dauðarefsing verður lögð við fleiri brotum, þar á meðal nauðgunum, framhjáhaldi, ránum og móðgunum við Múhammeð spámann. Brúnei tók upp svonefnd sjaríalög árið 2014 og rekur nú tvöfalt réttarkerfi, annað trúarlegt en hitt veraldlegt. Soldáninn sagði þá að ný hegningarlög tækju gildi á nokkrum árum. Sameinuðu þjóðirnar segja að nýju lögin séu „grimmúðleg, ómannúðleg og niðurlægjandi“. Þau séu alvarlegt bakslag fyrir vernd mannréttinda. Þá verður þungunarrof refsivert að viðlagðri húðstrýkingu. Brúnei Trúmál Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Dauðarefsing verður lögð við kynlífi samkynhneigðra með gildistöku íslamskra laga í asíska smáríkinu Brúnei í dag. Samkynhneigð var ólögleg í landinu fyrir en breytingin nú hefur vakið fordæmingu alþjóðasamfélagsins. Hassanal Bolkiah, soldán Brúnei, sagði að leggja þyrfti aukna áherslu á íslömsk lög í ávarpi til þjóðar sinnar í dag. Nýju lögin fjalla einnig um önnur brot. Þannig verður hægt að refsa þjófum með aflimun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Lögin eiga aðallega að gilda um múslima í landinu sem er um tveir af hverjum þremur landsmönnum. Áður lá tíu ára fangelsi við samkynhneigð í landinu en nú munu lög landsins leyfa að samkynhneigðir séu grýttir til bana. Dauðarefsing verður lögð við fleiri brotum, þar á meðal nauðgunum, framhjáhaldi, ránum og móðgunum við Múhammeð spámann. Brúnei tók upp svonefnd sjaríalög árið 2014 og rekur nú tvöfalt réttarkerfi, annað trúarlegt en hitt veraldlegt. Soldáninn sagði þá að ný hegningarlög tækju gildi á nokkrum árum. Sameinuðu þjóðirnar segja að nýju lögin séu „grimmúðleg, ómannúðleg og niðurlægjandi“. Þau séu alvarlegt bakslag fyrir vernd mannréttinda. Þá verður þungunarrof refsivert að viðlagðri húðstrýkingu.
Brúnei Trúmál Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira