Trudeau rekur uppljóstrara úr eigin flokki Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2019 07:45 Trudeau er í klandri á kosningaári. Vísir/EPA Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur rekið tvær þingkonur sem hafa sakað hann um óeðlileg afskipti af sakamáli úr Frjálslynda flokki sínum. Önnur þeirra er dómsmálaráðherrann sem sagði af sér og fullyrti að Trudeau og ráðgjafar hans hefðu beitt sig þrýstingi vegna málsins. Trudeau hefur verið sakaður um að hafa reynt að fá Jody Wilson-Raybould, þáverandi dómsmálaráðherra, til þess að sækja SNC-Lavalin, eitt stærsta byggingar- og verktakafyrirtæki í heimi, ekki til saka vegna ásakana um mútugreiðslur í Líbíu. Wilson-Raybould sagði af sér vegna þrýstingsins sem hún taldi óeðlilegan. Í síðustu viku var upptaka sem hún gerði af símtali við einn nánasta ráðgjafa Trudeau gerð opinber. Í samtalinu heyrðist ráðgjafinn, sem hefur þegar sagt af sér, þrýsta á þáverandi ráðherrann að gera sátt við fyrirtækið. Forsætisráðherrann hefur nú rekið bæði Wilson-Raybould og Jane Philpott, sem sagði af sér embætti í ríkisstjórn hans vegna málsins, úr Frjálslynda flokknum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Vísaði hann til trúnaðarbrests. Philpott hefur einnig gagnrýnt Trudeau harðlega og hefur gefið í skyn að margt eigi enn eftir að koma fram um málið. „Traustið sem var áður til staðar á milli þessara tveggja einstaklinga og liðsins okkar hefur brostið. Ef þær geta ekki sagt að þær hafi trú á þessu liði í hreinskilni þá geta þær ekki verið hluti af þessu liði,“ sagði Trudeau og vísaði sérstaklega til hljóðupptökunnar sem Wilson-Raybould gerði af símtalinu. Kanada Tengdar fréttir Ráðherra segir af sér vegna meintra afskipta Trudeau af rannsókn Forsætisráðherra Kanada er í kröppum dansi vegna ásakana um að hann og ráðgjafar hans hafi beitt fyrrverandi dómsmálaráðherra þrýstingi í þágu stórfyrirtækis. 5. mars 2019 07:35 Leynileg upptaka þrengir enn stöðu Trudeau Á upptökunni heyrist einn nánasti ráðgjafi Trudeau forsætisráðherra beita þáverandi dómsmálaráðherrann þrýstingi að sækja ekki stórfyrirtæki til saka. 30. mars 2019 08:48 Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36 Trudeau viðurkennir mistök en neitar afskiptum Forsætisráðherra Kanada liggur undir gagnrýni vegna meintra afskipta af rannsókn á einu stærsta byggingar- og verkfræðifyrirtæki heims. 7. mars 2019 14:49 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur rekið tvær þingkonur sem hafa sakað hann um óeðlileg afskipti af sakamáli úr Frjálslynda flokki sínum. Önnur þeirra er dómsmálaráðherrann sem sagði af sér og fullyrti að Trudeau og ráðgjafar hans hefðu beitt sig þrýstingi vegna málsins. Trudeau hefur verið sakaður um að hafa reynt að fá Jody Wilson-Raybould, þáverandi dómsmálaráðherra, til þess að sækja SNC-Lavalin, eitt stærsta byggingar- og verktakafyrirtæki í heimi, ekki til saka vegna ásakana um mútugreiðslur í Líbíu. Wilson-Raybould sagði af sér vegna þrýstingsins sem hún taldi óeðlilegan. Í síðustu viku var upptaka sem hún gerði af símtali við einn nánasta ráðgjafa Trudeau gerð opinber. Í samtalinu heyrðist ráðgjafinn, sem hefur þegar sagt af sér, þrýsta á þáverandi ráðherrann að gera sátt við fyrirtækið. Forsætisráðherrann hefur nú rekið bæði Wilson-Raybould og Jane Philpott, sem sagði af sér embætti í ríkisstjórn hans vegna málsins, úr Frjálslynda flokknum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Vísaði hann til trúnaðarbrests. Philpott hefur einnig gagnrýnt Trudeau harðlega og hefur gefið í skyn að margt eigi enn eftir að koma fram um málið. „Traustið sem var áður til staðar á milli þessara tveggja einstaklinga og liðsins okkar hefur brostið. Ef þær geta ekki sagt að þær hafi trú á þessu liði í hreinskilni þá geta þær ekki verið hluti af þessu liði,“ sagði Trudeau og vísaði sérstaklega til hljóðupptökunnar sem Wilson-Raybould gerði af símtalinu.
Kanada Tengdar fréttir Ráðherra segir af sér vegna meintra afskipta Trudeau af rannsókn Forsætisráðherra Kanada er í kröppum dansi vegna ásakana um að hann og ráðgjafar hans hafi beitt fyrrverandi dómsmálaráðherra þrýstingi í þágu stórfyrirtækis. 5. mars 2019 07:35 Leynileg upptaka þrengir enn stöðu Trudeau Á upptökunni heyrist einn nánasti ráðgjafi Trudeau forsætisráðherra beita þáverandi dómsmálaráðherrann þrýstingi að sækja ekki stórfyrirtæki til saka. 30. mars 2019 08:48 Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36 Trudeau viðurkennir mistök en neitar afskiptum Forsætisráðherra Kanada liggur undir gagnrýni vegna meintra afskipta af rannsókn á einu stærsta byggingar- og verkfræðifyrirtæki heims. 7. mars 2019 14:49 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Ráðherra segir af sér vegna meintra afskipta Trudeau af rannsókn Forsætisráðherra Kanada er í kröppum dansi vegna ásakana um að hann og ráðgjafar hans hafi beitt fyrrverandi dómsmálaráðherra þrýstingi í þágu stórfyrirtækis. 5. mars 2019 07:35
Leynileg upptaka þrengir enn stöðu Trudeau Á upptökunni heyrist einn nánasti ráðgjafi Trudeau forsætisráðherra beita þáverandi dómsmálaráðherrann þrýstingi að sækja ekki stórfyrirtæki til saka. 30. mars 2019 08:48
Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36
Trudeau viðurkennir mistök en neitar afskiptum Forsætisráðherra Kanada liggur undir gagnrýni vegna meintra afskipta af rannsókn á einu stærsta byggingar- og verkfræðifyrirtæki heims. 7. mars 2019 14:49