Moody´s: Erfitt að fylla fullkomlega í skarð WOW air Birgir Olgeirsson skrifar 3. apríl 2019 20:28 Telur Moody´s að íslenska ríkið sé betur í stakk búið til að takast á við efnahagslegt áfall en það var í efnahagshruninu árið 2008 FBL/Ernir Matsfyrirtækið Moody’s birti í dag mat á mögulegum áhrifum af brotthvarfi WOW á íslenskt efnahagslíf. Að mati fyrirtækisins geta áhrifin verið neikvæð til skamms tíma og dregið úr hagvexti á yfirstandandi ári. Fyrirtækið telur líklegt að áhrif til lengri tíma verði takmörkuð þar sem önnur flugfélög muni að líkindum koma inn og fylla skarð WOW. Moody´s telur að fall WOW air geti valdið miklum samdrætti í útflutningi, fækkun ferðamanna og auknu atvinnuleysi sem mun hafa áhrif á einkaneyslu. Veiking krónunnar eykur einnig hættu á aukinni verðbólgu en krónan hefur veikst um 12 prósent gagnvart Bandaríkjadollara frá september síðastliðnum þegar fregnir af fjárhagserfiðleikum WOW air voru orðnar ansi háværar. Moody´s býst við því að þrýstingur á krónuna verði áframhaldandi vegna fækkunar ferðamanna. Moody´s tekur fram að WOW air hefði verið búið að draga talsvert úr umsvifum sínum áður en það varð gjaldþrota og því var samdráttur fyrirséður. Býst Moody´s við því að 27 flugfélög sem verða með áætlunarflug til Íslands muni fylla í skarðið sem WOW air skilur eftir sig. Það gæti þó orðið stórt skarð að fylla að mati Moody´s vegna þess hve stórt hlutfall ferðamanna WOW air flutti til landsins og hversu mikið það einblíndi á bandarískan markað. Telur Moody´s að íslenska ríkið sé betur í stakk búið til að takast á við efnahagslegt áfall en það var í efnahagshruninu árið 2008 og því sé hægt að koma í veg fyrir neikvæð áhrif til lengri tíma litið vegna falls WOW air. Efnahagsmál Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Matsfyrirtækið Moody’s birti í dag mat á mögulegum áhrifum af brotthvarfi WOW á íslenskt efnahagslíf. Að mati fyrirtækisins geta áhrifin verið neikvæð til skamms tíma og dregið úr hagvexti á yfirstandandi ári. Fyrirtækið telur líklegt að áhrif til lengri tíma verði takmörkuð þar sem önnur flugfélög muni að líkindum koma inn og fylla skarð WOW. Moody´s telur að fall WOW air geti valdið miklum samdrætti í útflutningi, fækkun ferðamanna og auknu atvinnuleysi sem mun hafa áhrif á einkaneyslu. Veiking krónunnar eykur einnig hættu á aukinni verðbólgu en krónan hefur veikst um 12 prósent gagnvart Bandaríkjadollara frá september síðastliðnum þegar fregnir af fjárhagserfiðleikum WOW air voru orðnar ansi háværar. Moody´s býst við því að þrýstingur á krónuna verði áframhaldandi vegna fækkunar ferðamanna. Moody´s tekur fram að WOW air hefði verið búið að draga talsvert úr umsvifum sínum áður en það varð gjaldþrota og því var samdráttur fyrirséður. Býst Moody´s við því að 27 flugfélög sem verða með áætlunarflug til Íslands muni fylla í skarðið sem WOW air skilur eftir sig. Það gæti þó orðið stórt skarð að fylla að mati Moody´s vegna þess hve stórt hlutfall ferðamanna WOW air flutti til landsins og hversu mikið það einblíndi á bandarískan markað. Telur Moody´s að íslenska ríkið sé betur í stakk búið til að takast á við efnahagslegt áfall en það var í efnahagshruninu árið 2008 og því sé hægt að koma í veg fyrir neikvæð áhrif til lengri tíma litið vegna falls WOW air.
Efnahagsmál Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira