Vinnuvikan verði 36 stundir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. apríl 2019 23:54 Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, kynnir þann hluta nýundirritaðra kjarasamningaSGS og SA sem snúa að styttingu vinnuvikunnar. vísir/vilhelm Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. Á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í kvöld kynnti Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, þennan hluta samninganna en fara má ýmsar leiðir að því að stytta vinnuvikuna samkvæmt kynningunni í kvöld. Allar virðast þær miða að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir, það er að hún verði 36 stundir í stað 40 eins og nú er. Flosi kynnti þær útfærslur sem finna má í kjarasamningi SGS og Samtaka atvinnulífsins en fram kom í máli hans að í kjarasamningum verslunarmanna sé einnig fjallað um styttingu vinnuvikunnar. Í kynningunni kom fram að lífskjarasamningurinn, eins og hann er kallaður, gefi starfsfólki möguleika á að kjósa um styttri vinnuviku á hverjum vinnustað fyrir sig. Starfsfólk og atvinnurekendur velja svo það fyrirkomulag sem hentar best á þeirra vinnustað. Óbreytt fyrirkomulag er einn kostur en annar kostur er að starfsmenn og atvinnurekendur komist að samkomulagi um að nýta styttingu á hverjum degi. Samkvæmt kynningunni mun þá hver vinnudagur styttast um 53 mínútur. Þriðji valmöguleikinn er að starfsmenn og atvinnurekendur semji um það að ljúka störfum rétt fyrir hádegi á föstudögum. Hver föstudagur myndi þá styttast um 212 mínútur. Fjórði kosturinn er svo að starfsmenn taki frí annan hvern föstudag. Annar hver föstudagur væri þá viðbótarfrídagur. Þar sem vélar stjórna hraða starfseminnar gætu starfsfólk og atvinnurekendur svo komist að samkomulagi um að nýta styttingu á hverjum degi. Hvíldarhlé væru svo útfærð á hverjum vinnustað eftir þörfum og aðstæðum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. Á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í kvöld kynnti Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, þennan hluta samninganna en fara má ýmsar leiðir að því að stytta vinnuvikuna samkvæmt kynningunni í kvöld. Allar virðast þær miða að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir, það er að hún verði 36 stundir í stað 40 eins og nú er. Flosi kynnti þær útfærslur sem finna má í kjarasamningi SGS og Samtaka atvinnulífsins en fram kom í máli hans að í kjarasamningum verslunarmanna sé einnig fjallað um styttingu vinnuvikunnar. Í kynningunni kom fram að lífskjarasamningurinn, eins og hann er kallaður, gefi starfsfólki möguleika á að kjósa um styttri vinnuviku á hverjum vinnustað fyrir sig. Starfsfólk og atvinnurekendur velja svo það fyrirkomulag sem hentar best á þeirra vinnustað. Óbreytt fyrirkomulag er einn kostur en annar kostur er að starfsmenn og atvinnurekendur komist að samkomulagi um að nýta styttingu á hverjum degi. Samkvæmt kynningunni mun þá hver vinnudagur styttast um 53 mínútur. Þriðji valmöguleikinn er að starfsmenn og atvinnurekendur semji um það að ljúka störfum rétt fyrir hádegi á föstudögum. Hver föstudagur myndi þá styttast um 212 mínútur. Fjórði kosturinn er svo að starfsmenn taki frí annan hvern föstudag. Annar hver föstudagur væri þá viðbótarfrídagur. Þar sem vélar stjórna hraða starfseminnar gætu starfsfólk og atvinnurekendur svo komist að samkomulagi um að nýta styttingu á hverjum degi. Hvíldarhlé væru svo útfærð á hverjum vinnustað eftir þörfum og aðstæðum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Tengdar fréttir Efling segist hafa slegið 25 prósent af kröfum sínum Hreinar launahækkanir til þeirra sem starfa á töxtum nema 90 þúsund krónum í fjórum hækkunum yfir samningstímann, sem er til 3 ára og 8 mánaða. 3. apríl 2019 22:45 Svona ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir afnámi verðtryggingarinnar Frá og með ársbyrjun árið 2020 verður óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. 3. apríl 2019 23:27 Kjarasamningar undirritaðir Kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga og SA voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 22:20 í kvöld. 3. apríl 2019 22:18 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Efling segist hafa slegið 25 prósent af kröfum sínum Hreinar launahækkanir til þeirra sem starfa á töxtum nema 90 þúsund krónum í fjórum hækkunum yfir samningstímann, sem er til 3 ára og 8 mánaða. 3. apríl 2019 22:45
Svona ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir afnámi verðtryggingarinnar Frá og með ársbyrjun árið 2020 verður óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. 3. apríl 2019 23:27
Kjarasamningar undirritaðir Kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga og SA voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 22:20 í kvöld. 3. apríl 2019 22:18