Vill að Boeing endurskoði stjórnkerfi flugvéla Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2019 09:00 Böndin hafa borist að hugbúnaði í Boeing 737 Max 8-vélinni sem hafi valdið því að vélin tók dýfu og hrapaði skömmu eftir flugtak. AP/Mulugeta Ayene Dagmawit Moges, samgönguráðherra Eþíópíu, segir að Beoing þurfi að endurskoða stjórnkerfi flugvéla sinna í kjölfar þess að Boeing 737 MAX 8 flugvél brotlenti í Eþíópíu þann 10 mars. 157 fórust í slysinu en það var annað flugslys737 MAX flugvéla á fimm mánuðum. 189 fórust þegar flugvél brotlenti í Jövuhaf í október. Böndin hafa borist að hugbúnaði í Boeing 737 Max 8-vélinni sem hafi valdið því að vélin tók dýfu og hrapaði skömmu eftir flugtak. Hugbúnaði þessum er ætlað að koma í veg fyrir ofris. Eþíópía hefur gefið út bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á slysinu þar sem fram kemur að flugmennirnir hafi fylgt neyðarleiðbeiningum Boeing en hafi þrátt fyrir það ekki náð stjórn á vélinni. Yfirmaður rannsóknarnefndar Eþíópíu segist ekki geta staðhæft að um innbyggðan galla í MAX 8 vélunum sé um að ræða, enn sem komið er. Þá sagði hann engar skemmdir hafa fundist á skynjurum sem stýra þeim hugbúnaði sem ætlað er að koma í veg fyrir ofris.Sjá einnig: Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysiðSvipuð saga hefur litið dagsins ljós varðandi flugslysið í Indónesíu, þar sem flugmenn Lion Air börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. Einungis tveimur mínútum eftir að þeir tóku á loft tilkynntu flugmennirnir að þeir ættu í vandræðum með að stýra flugvélinni, án þess þó að taka fram nákvæmlega hvert vandamálið væri. Næstu níu mínúturnar varaði tölvukerfi farþegaþoturnar flugmennina við því að þotan væri í ofrisi og lækkaði hún nef hennar. Á meðan flugstjórinn reyndi að hækka flugið, lækkaði sjálfstýringin flugið með stýristillum flugvélarinnar.Sjá einnig: Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanumStoltur af flugmönnunum Ethiopian Airlines sendi frá sér tilkynningu nú fyrir skömmu þar sem Tweolde GebreMariam, forstjóri félagsins, segist stoltur af flugmönnunum og hve mikla fagmennsku þeir hafi sýnt við mjög svo erfiðar aðstæður. Hann segir alla starfsmenn félagsins finna fyrir mikilli sorg en þau muni leggja mikið á sig til að vinna sér inn traust viðskiptavina á nýjan leik.#Ethiopia|n Airlines Statement on the Preliminary Report of the Accident on ET 302 pic.twitter.com/azAKxyptq8 — Ethiopian Airlines (@flyethiopian) April 4, 2019 Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28 Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysið Sjálfstýring Boeing-vélarinnar sem fórst í Eþíópíu virðist hafa kveikt á sér þó að flugmennirnir hafi fylgt leiðbeiningum um að slökkva á henni. 3. apríl 2019 10:15 Sjálfstýring fór í gang áður en eþíópíska flugvélin fórst Sami hugbúnaður er talinn hafa átt þátt í því þegar indónesísk flugvél hrapaði í hafið í haust. 29. mars 2019 13:48 Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins. 27. mars 2019 07:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum Sjá meira
Dagmawit Moges, samgönguráðherra Eþíópíu, segir að Beoing þurfi að endurskoða stjórnkerfi flugvéla sinna í kjölfar þess að Boeing 737 MAX 8 flugvél brotlenti í Eþíópíu þann 10 mars. 157 fórust í slysinu en það var annað flugslys737 MAX flugvéla á fimm mánuðum. 189 fórust þegar flugvél brotlenti í Jövuhaf í október. Böndin hafa borist að hugbúnaði í Boeing 737 Max 8-vélinni sem hafi valdið því að vélin tók dýfu og hrapaði skömmu eftir flugtak. Hugbúnaði þessum er ætlað að koma í veg fyrir ofris. Eþíópía hefur gefið út bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á slysinu þar sem fram kemur að flugmennirnir hafi fylgt neyðarleiðbeiningum Boeing en hafi þrátt fyrir það ekki náð stjórn á vélinni. Yfirmaður rannsóknarnefndar Eþíópíu segist ekki geta staðhæft að um innbyggðan galla í MAX 8 vélunum sé um að ræða, enn sem komið er. Þá sagði hann engar skemmdir hafa fundist á skynjurum sem stýra þeim hugbúnaði sem ætlað er að koma í veg fyrir ofris.Sjá einnig: Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysiðSvipuð saga hefur litið dagsins ljós varðandi flugslysið í Indónesíu, þar sem flugmenn Lion Air börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. Einungis tveimur mínútum eftir að þeir tóku á loft tilkynntu flugmennirnir að þeir ættu í vandræðum með að stýra flugvélinni, án þess þó að taka fram nákvæmlega hvert vandamálið væri. Næstu níu mínúturnar varaði tölvukerfi farþegaþoturnar flugmennina við því að þotan væri í ofrisi og lækkaði hún nef hennar. Á meðan flugstjórinn reyndi að hækka flugið, lækkaði sjálfstýringin flugið með stýristillum flugvélarinnar.Sjá einnig: Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanumStoltur af flugmönnunum Ethiopian Airlines sendi frá sér tilkynningu nú fyrir skömmu þar sem Tweolde GebreMariam, forstjóri félagsins, segist stoltur af flugmönnunum og hve mikla fagmennsku þeir hafi sýnt við mjög svo erfiðar aðstæður. Hann segir alla starfsmenn félagsins finna fyrir mikilli sorg en þau muni leggja mikið á sig til að vinna sér inn traust viðskiptavina á nýjan leik.#Ethiopia|n Airlines Statement on the Preliminary Report of the Accident on ET 302 pic.twitter.com/azAKxyptq8 — Ethiopian Airlines (@flyethiopian) April 4, 2019
Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28 Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysið Sjálfstýring Boeing-vélarinnar sem fórst í Eþíópíu virðist hafa kveikt á sér þó að flugmennirnir hafi fylgt leiðbeiningum um að slökkva á henni. 3. apríl 2019 10:15 Sjálfstýring fór í gang áður en eþíópíska flugvélin fórst Sami hugbúnaður er talinn hafa átt þátt í því þegar indónesísk flugvél hrapaði í hafið í haust. 29. mars 2019 13:48 Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins. 27. mars 2019 07:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum Sjá meira
Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28
Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysið Sjálfstýring Boeing-vélarinnar sem fórst í Eþíópíu virðist hafa kveikt á sér þó að flugmennirnir hafi fylgt leiðbeiningum um að slökkva á henni. 3. apríl 2019 10:15
Sjálfstýring fór í gang áður en eþíópíska flugvélin fórst Sami hugbúnaður er talinn hafa átt þátt í því þegar indónesísk flugvél hrapaði í hafið í haust. 29. mars 2019 13:48
Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins. 27. mars 2019 07:30