Mikið svigrúm til að lækka vexti að mati Seðlabankans Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2019 12:28 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. FBL/Anton Brink Seðlabankinn hefur mikið svigrúm til að lækka vexti ef aðstæður kalla á, að sögn Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra. Í nýrri fjármálastöðugleikaskýrslu Seðlabanka Íslands kemur fram að viðnám þjóðarbúsins við áföllum sé mikið og litlar líkur séu á að stöðugleika sé ógnað þrátt fyrir fall Wow air og loðnubrest. Útflutningstekjur og hagvöxtur verður minni á þessu ári en Seðlabankinn gerði ráð fyrir í spá sinni í febrúar vegna þessara efnahagslegu áfalla. Enn sé til staðar áhætta sem geti komið fram á næstunni. „Ljóst er að gjaldþrot WOW air mun valda einhverju tjóni í bankakerfinu en fyrir lá að beinu áhrifin á innlenda kerfislega mikilvæga banka yrðu takmörkuð. Hver afleiddu áhrifin verða, og þá einnig af loðnubresti og öðrum mögulegum áföllum, er hins vegar erfiðara að leggja beint mat á á þessu stigi máls,“ segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri í formála skýrslunnar. Afleidd áhrif fari meðal annars eftir í hvaða mæli og hversu hratt önnur flugfélög fylli í skarð Wow air og í hvaða mæli hagstjórn og aðrar aðgerðir mildi áhrif áfallsins. Eins skipti máli hvernig fyrirsjáanlegur samdráttur í ferðaþjónustu spili saman við breytingar á fasteignamarkaði á næstu mánuðum.Viðnámsþróttur þjóðarbúsins meiri Mikil vöxtur í ferðaþjónustu hafi stuðlað að háu íbúðaverði en nú dragi úr þeirri hækkun. Sú þróun gæti haldið áfram á sama tíma og verðhækkun atvinnuhúsnæðis hefur verið kröftug. „Þrátt fyrir þessa óvissu um bein og afleidd áhrif eru við núverandi aðstæður litlar líkur á því að þau áföll sem þegar hafa riðið yfir muni ógna stöðugleika fjármálakerfisins. Þau eru einfaldlega ekki nægjanlega stór til þess í ljósi þess mikla viðnámsþróttar sem þjóðarbúið og fjármálakerfið búa nú við,“ segir seðlabankastjóri. Vísar hann til hreinnar eignastöðu þjóðarbúsins gagnvart útlöndum, stórum gjaldeyrisforða, á heildina litið tiltölulegra góðrar eiginfjárstöðu heimila og fyrirtækja og hás eiginfjárhlutfalls og góðrar lausafjárstöðu bankanna. Meira svigrúm sé hér til að bregðast við með hagstjórn en víðast hvar annars staðar. Afgangur sé á ríkissjóði og opinberar skuldir séu litlar í sögulegu og alþjóðlegu samhengi. Hér sé mikið svigrúm til lækkunar vaxta ef aðstæður kalli á, ólíkt mörgum viðskiptalöndum. Íslenska krónan Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Fleiri fréttir Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sjá meira
Seðlabankinn hefur mikið svigrúm til að lækka vexti ef aðstæður kalla á, að sögn Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra. Í nýrri fjármálastöðugleikaskýrslu Seðlabanka Íslands kemur fram að viðnám þjóðarbúsins við áföllum sé mikið og litlar líkur séu á að stöðugleika sé ógnað þrátt fyrir fall Wow air og loðnubrest. Útflutningstekjur og hagvöxtur verður minni á þessu ári en Seðlabankinn gerði ráð fyrir í spá sinni í febrúar vegna þessara efnahagslegu áfalla. Enn sé til staðar áhætta sem geti komið fram á næstunni. „Ljóst er að gjaldþrot WOW air mun valda einhverju tjóni í bankakerfinu en fyrir lá að beinu áhrifin á innlenda kerfislega mikilvæga banka yrðu takmörkuð. Hver afleiddu áhrifin verða, og þá einnig af loðnubresti og öðrum mögulegum áföllum, er hins vegar erfiðara að leggja beint mat á á þessu stigi máls,“ segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri í formála skýrslunnar. Afleidd áhrif fari meðal annars eftir í hvaða mæli og hversu hratt önnur flugfélög fylli í skarð Wow air og í hvaða mæli hagstjórn og aðrar aðgerðir mildi áhrif áfallsins. Eins skipti máli hvernig fyrirsjáanlegur samdráttur í ferðaþjónustu spili saman við breytingar á fasteignamarkaði á næstu mánuðum.Viðnámsþróttur þjóðarbúsins meiri Mikil vöxtur í ferðaþjónustu hafi stuðlað að háu íbúðaverði en nú dragi úr þeirri hækkun. Sú þróun gæti haldið áfram á sama tíma og verðhækkun atvinnuhúsnæðis hefur verið kröftug. „Þrátt fyrir þessa óvissu um bein og afleidd áhrif eru við núverandi aðstæður litlar líkur á því að þau áföll sem þegar hafa riðið yfir muni ógna stöðugleika fjármálakerfisins. Þau eru einfaldlega ekki nægjanlega stór til þess í ljósi þess mikla viðnámsþróttar sem þjóðarbúið og fjármálakerfið búa nú við,“ segir seðlabankastjóri. Vísar hann til hreinnar eignastöðu þjóðarbúsins gagnvart útlöndum, stórum gjaldeyrisforða, á heildina litið tiltölulegra góðrar eiginfjárstöðu heimila og fyrirtækja og hás eiginfjárhlutfalls og góðrar lausafjárstöðu bankanna. Meira svigrúm sé hér til að bregðast við með hagstjórn en víðast hvar annars staðar. Afgangur sé á ríkissjóði og opinberar skuldir séu litlar í sögulegu og alþjóðlegu samhengi. Hér sé mikið svigrúm til lækkunar vaxta ef aðstæður kalli á, ólíkt mörgum viðskiptalöndum.
Íslenska krónan Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Fleiri fréttir Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sjá meira